Fleiri fréttir Pólitísk skylda segir Ingibjörg Það var pólitísk skylda íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttakonum frá Írak vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. 17.9.2011 03:00 Rússum spáð kosningasigri „Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. 17.9.2011 01:00 Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn „Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. 17.9.2011 00:00 Flutti sömu ræðuna tvisvar - þingmenn endurtóku frammíköllin „Við sátum þarna og hlustuðum á Jón Gunnarsson þegar ég uppgötvaði skyndilega að ég hafði heyrt þessa ræðu áður,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann segist hafa hlustað á Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, flytja sömu ræðuna tvisvar í umræðum um Stjórnarráð Íslands. 16.9.2011 22:04 Forseta Hells Angels á Íslandi vísað frá Noregi "Ég var handtekinn í gær og mér hent í gæsluvarðhald. Svo var mér flogið frá Noregi til Íslands í dag,“ sagði Einar Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi, en hann er einn af þremur Vítisenglum sem var snúið við í Noregi í gær af þrjúhundruð. Hinir voru frá Englandi og Frakklandi. 16.9.2011 21:00 Fundu fallbyssukúlu í Malbikunarstöð og tóku röntgenmynd af henni Starfsmenn Malbikunarstöðvarinn Höfða brugðust hárrétt við í gær við þegar þeir fundu ósprungna sprengju í vinnslunni hjá sér samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 16.9.2011 20:30 Mikið um árekstra í rigningunni Í dag og í gær hafa starfsmenn Áreksturs.is aðstoðað ökumenn , við að fylla út tjónaform, í meira en 50 árekstrum, sem orðið hafa á höfuðborgarsvæðinu. 16.9.2011 19:46 Sextíu manns í vinnu við skriðjöklagöngur Gönguferðir á skriðjökla með ferðmenn hafa stóraukist á síðustu árum. Kallað er eftir því að reglur verði settar til að tryggja öryggi. Um sextíu manns höfðu atvinnu af því í sumar að ganga með ferðamenn um íslenska skriðjökla og um fimmtán manns hafa orðið lifibrauð af skriðjöklum árið um kring, en þetta einn helsti vaxtarsprotinn í íslenskri ferðaþjónustu. 16.9.2011 19:30 Sátt náðst um stjórnarráðsfrumvarpið - deilt um sigra og ósigra Sátt hefur náðst um stjórnarráðsfrumvarpið eftir samningaviðræður á milli flokka í allan dag. Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra hafa beðið ósigur. 16.9.2011 19:00 Flugfreyjur samþykktu verkfall Flugfreyjur samþykktu verkfallsboðun í dag samkvæmt fréttastofu RÚV. Þar kemur fram að 227 sögðu já en nei sögðu fimmtán. 16.9.2011 18:17 Helmingur bifhjóla í ólagi Ástand bifhjóla virðist misgott ef marka má niðurstöður skyndiskoðunar sem lögreglan, í samvinnu við Umferðarstofu og skoðunarstöðvar, stóð fyrir í vikunni. 16.9.2011 18:19 Hátt í 1700 leituðu á Vog Alls fengu 1.676 manns innlagnarmeðferð hjá Sjúkrahúsinu Vogi á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Skjólstæðingum sem þiggja innlagnarmeðferð hefur fækkað lítillega frá árinu 2007 en þá voru þeir 1800. Áætlað er að mun fleiri, eða 4000, sæki meðferð á dag- og göngudeild. 16.9.2011 16:58 Hitti Ben Stiller: Þetta var bara geðveikt "Þetta var mjög skemmtilegt og bara "made my day“ og alla mína daga núna,“ segir Dagný Ósk Hermannsdóttir, heimavinnandi húsmóðir á Stykkishólmi, sem hitti á stórleikarann Ben Stiller fyrr í dag. 16.9.2011 16:19 Thorning komin með stjórnarmyndunarumboð Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunarviðræðan frá Margréti Danadrottningu. 16.9.2011 16:09 Enn allt á huldu um milljónamæringinn Hinn heppni íslenski Víkingalottóspilari sem vann 50 milljónir á miðvikudaginn hefur enn ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Þegar dregið var á miðvikudagskvöldið reyndust þrír heppnir spilarar vera með allar tölur réttar. Auk Íslendingsins var einn frá Noregi og einn frá Finnlandi. Íslendingurinn stálheppni keypti sér einnar raða miða í Jolla í Hafnarfirði og kostaði miðinn aðeins 50 krónur. 16.9.2011 15:50 Sóttu veikan mann frá Vestmannaeyjum Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir klukkan eitt í dag beiðni, í gegnum Neyðarlínuna, frá lækni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna manns sem slasaðist alvarlega í bænum. Vegna þoku er ekki hægt að lenda flugvél í Eyjum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 12:57 og lenti í Vestmannaeyjum rétt fyrir klukkan tvö. Flogið var með mannin rakleiðis á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann fékk aðhlynningu. 16.9.2011 15:01 Ben Stiller kominn til Stykkishólms Stórstjarnan Ben Stiller er nú kominn í Stykkishólm en hann birti fyrir stundu færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis. Í morgun var hann á staddur á Austurlandi og ferðast hann því hratt á milli staða. 16.9.2011 14:58 Breytingar líklegast gerðar á stjórnarráðsfrumvarpinu Líklegt er að gerðar verði breytingar á frumvarpinu um stjórnarráðið þannig að forsætisráðherra mun ekki einn og sér geta stjórnað því hvaða ráðuneyti eru starfandi hverju sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að vinna að nýrri útfærslu á þessu ákvæði þannig að forsætisráðherra mun þurfa að bera tillögu um ráðherraskipan undir Alþingi með þingsályktunartillögu. Þingfundur hófst að nýju klukkan um klukkan korter í þrjú en hann hefur tafist mikið í dag vegna ágreinings um þau málefni sem þarf að ljúka á þessu þingi. 16.9.2011 14:52 Tveir Ítalir fara yfir Friðarsúluna Tveir menn frá ítalska fyrirtækinu Space Cannon eru staddir hér á landi vegna viðhalds á Friðarsúlunni í Viðey. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu þúsund krónur vegna dvalar þeirra hér á landi. 16.9.2011 14:39 Ráðherralistinn ekki tilbúinn um helgina Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna í Danmörku, segir að hún verði ekki tilbúin með ráðherralista áður en helgin er á enda. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllands Posten. 16.9.2011 14:08 Hjúkrunarheimili byggð í Reykjanesbæ og á Ísafirði Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að heimila velferðarráðherra og fjármálaráðherra að ganga til samninga við Reykjanesbæ um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis og við Ísafjarðarkaupstað um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis. Framkvæmdir verða fjármagnaðar með svokallaðri leiguleið. 16.9.2011 14:05 Jóhanna fundar með forystumönnum stjórnarandstöðunnar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sitja nú og ráða ráðum sínum um það hvernig hægt verður að ná samkomulagi um stjórnarráðsfrumvarpið svokallaða. 16.9.2011 13:18 Tveir undir áhrifum Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í nótt. Þeir voru stöðvaðir í miðborginni og Árbæ. Um var að ræða konu á þrítugsaldri og 18 ára pilt en hann hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. 16.9.2011 12:43 Um 20% myndu kjósa Besta flokkinn í alþingiskosningum Rúm 20% segja það koma til greina að kjósa Besta flokkinn í næstu alþingiskosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. 16.9.2011 12:20 Össur: Íslendingar eiga fullt af öðrum vinum Utanríkisráðherra segist vera hundfúll yfir aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn Íslandi vegna hvalveiða. Rök Bandaríkjaforseta í málinu séu þjóðinni ekki boðleg. Hann segir þó Íslendinga eiga fullt af öðrum vinaþjóðum. 16.9.2011 12:06 Grunur um fíkniefnaneyslu 11 ára barns Grunur leikur á að ellefu ára gamall piltur, sem fannst í annarlegu ástandi í vikunni, hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Barnaverndarnefnd hefur verið tilkynnt um málið. 16.9.2011 11:52 Segir bandarísk stjórnvöld ósamkvæm sjálfum sér Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir hvorki lagalegan né vísindalegan grundvöll fyrir aðgerðum Bandaríkjanna vegna hvalveiða Íslendinga. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna útnefndi Ísland samkvæmt svonefndu Pelly-ákvæði í júlí síðastliðnum og lagði til við Bandaríkjaforseta að gripið yrði til diplómatískra aðgerða gegn Íslandi vegna hvalveiða Íslendinga. Forsetinn ákvað í gær að fara að tillögu viðskiptaráðherrans og tilkynnti jafnframt að ekki yrði gripið til neinna viðskiptalegra aðgerða. 16.9.2011 11:15 Þrjátíu og fjögur brot á dag á þessu ári Fíkniefnabrotum hefur fjölgað um 35 prósent frá árinu 2009, samkvæmt nýrri afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra sem gefin verður út í haust. 16.9.2011 11:08 Þingflokkar stilla saman strengi Þingfundi var frestað í morgun um klukkutíma. Fundurinn átti að hefjast klukkan hálfellefu en nú er gert ráð fyrir að hann hefjist klukkan hálftólf. Fundað hefur verið á Alþingi langt fram á nótt undanfarna daga vegna frumvarps um breytingar stjórnarráðinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ástæðan fyrir frestun þingfundarins nú sú að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vildi gefa þingflokkum tækifæri til að fara yfir málin áður en fundurinn hæfist. Samkvæmt upphaflegri dagskrá Alþingis átti að slíta haustþingi fyrr í þessari viku, en sú áætlun hefur ekki gengið eftir. 16.9.2011 10:44 Tófan að útrýma rjúpunni Tófan er að útrýma rjúpunni norðan Ísafjarðardjúps, segir Indriði Aðalsteinsson bóndi á Skjaldfönn í grein í Bændablaðinu í dag. Hann segir að ófremdarástand ríki vegna fjölgunar refs. Sjálfur hefur hann verið iðinn við að halda ref og mink í skefjum í kring. 16.9.2011 10:24 Undrast ekki aðgerðir Obama Þær þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti um í gær ættu ekki að koma mönnum á óvart, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann kvaðst ekki hafa séð tilkynninguna frá Obama en vissi af því í gær að hún væri komin. 16.9.2011 09:45 Ben Stiller á Austurlandi Stórleikarinn Ben Stiller er á Austurlandi. Þangað fór hann í gærkvöld, eftir því sem fram kemur á Twittersíðu kappans. 16.9.2011 09:13 Ögmundur með efasemdir um stjórnarráðsfrumvarp Umræðu um frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu var frestað í nótt rétt fyrir klukkan tvö en til stóð að þing lyki störfum í gær. Fundur hefur aftur verið boðaður í dag klukkan hálf ellefu og þá á enn að ræða málið. Í umræðunum í nótt kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hann hefði ákveðna fyrirvara gagnvart frumvarpinu þar sem í því fælist aukin miðstýring stjórnarráðsins sem hann sé andvígur. Þá hefur Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra einnig gagnrýnt frumvarpið. Alls liggja fjörutíu og átta mál fyrir þinginu í dag. 16.9.2011 08:58 Kominn að bryggju í Seyðisfirði Báturinnn sem tilkynnti um bilun úti á Seyðisfirði í morgun er kominn til hafnar. Bátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu dró bátinn til hafnar á Seyðisfirði. Fjórir voru í áhöfn bátsins og amaði ekkert að þeim enda veður gott á svæðinu og höfðu dælur bátsins vel undan við að dæla vatni. Rannsóknarnefnd sjóslysa mun nú taka atvikið til skoðunar. 16.9.2011 08:45 Enn kom lyktin upp um kannabisrækt Síðdegis í gær uppgötvaði lögreglan kannabisræktun í í Barmahlíð. Þrjátíu og þrjár plöntur uppgötvuðust í íbúðarhúsnæði í hverfinu en fyrr um daginn hafði lögreglan upprætt ræktun í Síðumúla. Líkt og í Síðumúlamálinu þá runnu lögreglumennirnir á lyktina frá ræktuninni þegar þeir voru við störf í hverfinu. Eigandi íbúðarinnar hefur verið yfirheyrður vegna málsins. 16.9.2011 07:25 Vélarvana bátur á Seyðisfirði Landhelgisgæslunni barst rétt eftir klukkan sex neyðarkall frá vélarvana skipi sem leki hafði komið að í miðjum Seyðisfirði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að fjórir menn séu um borð í bátnum og segja þeir að dælur bátsins hafi vel undan auk þess sem ágætt veður er á svæðinu. 16.9.2011 07:05 Ben Stiller endurgerir sígilda kvikmynd á Íslandi Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. 16.9.2011 07:00 Ísland ekki tapað verðmætum sínum Robert Z. Aliber, prófessor á eftirlaunum við Háskólann í Chicago, heimsótti Ísland þrisvar sinnum á árunum 2007 og 2008 og vakti nokkra athygli í hvert sinn. Sumarið 2007 sagði hann íslenskt efnahagslíf hafa öll merki bóluhagkerfis og spáði harðri lendingu. Vorið 2008 málaði hann aftur upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála og sagði íslensku bankana berskjaldaða gagnvart áhlaupi sem væri jafnvel þegar hafið. Því þyrfti að grípa til róttækra ráðstafana og jafnvel skipta bönkunum í tvennt. 16.9.2011 06:30 Þingkona kærir ákvörðun til ráðuneytis Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til innanríkisráðherra vegna SP fjármögnunar og Umferðarstofu. 16.9.2011 06:15 Almannagjá er eins og svissneskur ostur Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. 16.9.2011 06:00 Grunaður um aðild að e-töflusmygli Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. september vegna gruns um aðild hans að umfangsmiklu e-töflusmygli, sem upp kom í síðasta mánuði. 16.9.2011 05:30 Afnám prófa getur leitt til ójöfnuðar Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. 16.9.2011 05:00 Ekkert gefið eftir þótt ánægjan sé í fyrirrúmi „Hér er alls ekkert gefið eftir. Síður en svo,“ segir Bragi Halldórsson, einn af þátttakendum á Norðurlandamóti öldunga sem fer fram þessa dagana. 16.9.2011 05:00 Viðskiptavinir borguðu brúsann Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur sent mál tengd sölu á veðskuldabréfum frá einu sviði bankans til annars til Fjármálaeftirlitsins (FME) og embættis sérstaks saksóknara. Ekki er útilokað að fleiri mál verði send þangað. 16.9.2011 04:30 Fagna hugmyndum um aukinn innflutning Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. 16.9.2011 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Pólitísk skylda segir Ingibjörg Það var pólitísk skylda íslenskra stjórnvalda að taka á móti flóttakonum frá Írak vegna stuðnings íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra. 17.9.2011 03:00
Rússum spáð kosningasigri „Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. 17.9.2011 01:00
Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn „Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. 17.9.2011 00:00
Flutti sömu ræðuna tvisvar - þingmenn endurtóku frammíköllin „Við sátum þarna og hlustuðum á Jón Gunnarsson þegar ég uppgötvaði skyndilega að ég hafði heyrt þessa ræðu áður,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, en hann segist hafa hlustað á Jón Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, flytja sömu ræðuna tvisvar í umræðum um Stjórnarráð Íslands. 16.9.2011 22:04
Forseta Hells Angels á Íslandi vísað frá Noregi "Ég var handtekinn í gær og mér hent í gæsluvarðhald. Svo var mér flogið frá Noregi til Íslands í dag,“ sagði Einar Marteinsson, forseti Vítisenglanna á Íslandi, en hann er einn af þremur Vítisenglum sem var snúið við í Noregi í gær af þrjúhundruð. Hinir voru frá Englandi og Frakklandi. 16.9.2011 21:00
Fundu fallbyssukúlu í Malbikunarstöð og tóku röntgenmynd af henni Starfsmenn Malbikunarstöðvarinn Höfða brugðust hárrétt við í gær við þegar þeir fundu ósprungna sprengju í vinnslunni hjá sér samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 16.9.2011 20:30
Mikið um árekstra í rigningunni Í dag og í gær hafa starfsmenn Áreksturs.is aðstoðað ökumenn , við að fylla út tjónaform, í meira en 50 árekstrum, sem orðið hafa á höfuðborgarsvæðinu. 16.9.2011 19:46
Sextíu manns í vinnu við skriðjöklagöngur Gönguferðir á skriðjökla með ferðmenn hafa stóraukist á síðustu árum. Kallað er eftir því að reglur verði settar til að tryggja öryggi. Um sextíu manns höfðu atvinnu af því í sumar að ganga með ferðamenn um íslenska skriðjökla og um fimmtán manns hafa orðið lifibrauð af skriðjöklum árið um kring, en þetta einn helsti vaxtarsprotinn í íslenskri ferðaþjónustu. 16.9.2011 19:30
Sátt náðst um stjórnarráðsfrumvarpið - deilt um sigra og ósigra Sátt hefur náðst um stjórnarráðsfrumvarpið eftir samningaviðræður á milli flokka í allan dag. Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra hafa beðið ósigur. 16.9.2011 19:00
Flugfreyjur samþykktu verkfall Flugfreyjur samþykktu verkfallsboðun í dag samkvæmt fréttastofu RÚV. Þar kemur fram að 227 sögðu já en nei sögðu fimmtán. 16.9.2011 18:17
Helmingur bifhjóla í ólagi Ástand bifhjóla virðist misgott ef marka má niðurstöður skyndiskoðunar sem lögreglan, í samvinnu við Umferðarstofu og skoðunarstöðvar, stóð fyrir í vikunni. 16.9.2011 18:19
Hátt í 1700 leituðu á Vog Alls fengu 1.676 manns innlagnarmeðferð hjá Sjúkrahúsinu Vogi á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Skjólstæðingum sem þiggja innlagnarmeðferð hefur fækkað lítillega frá árinu 2007 en þá voru þeir 1800. Áætlað er að mun fleiri, eða 4000, sæki meðferð á dag- og göngudeild. 16.9.2011 16:58
Hitti Ben Stiller: Þetta var bara geðveikt "Þetta var mjög skemmtilegt og bara "made my day“ og alla mína daga núna,“ segir Dagný Ósk Hermannsdóttir, heimavinnandi húsmóðir á Stykkishólmi, sem hitti á stórleikarann Ben Stiller fyrr í dag. 16.9.2011 16:19
Thorning komin með stjórnarmyndunarumboð Helle Thorning-Schmidt, formaður sósíaldemókrata í Danmörku, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunarviðræðan frá Margréti Danadrottningu. 16.9.2011 16:09
Enn allt á huldu um milljónamæringinn Hinn heppni íslenski Víkingalottóspilari sem vann 50 milljónir á miðvikudaginn hefur enn ekki gefið sig fram við Íslenska getspá. Þegar dregið var á miðvikudagskvöldið reyndust þrír heppnir spilarar vera með allar tölur réttar. Auk Íslendingsins var einn frá Noregi og einn frá Finnlandi. Íslendingurinn stálheppni keypti sér einnar raða miða í Jolla í Hafnarfirði og kostaði miðinn aðeins 50 krónur. 16.9.2011 15:50
Sóttu veikan mann frá Vestmannaeyjum Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir klukkan eitt í dag beiðni, í gegnum Neyðarlínuna, frá lækni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna manns sem slasaðist alvarlega í bænum. Vegna þoku er ekki hægt að lenda flugvél í Eyjum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 12:57 og lenti í Vestmannaeyjum rétt fyrir klukkan tvö. Flogið var með mannin rakleiðis á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann fékk aðhlynningu. 16.9.2011 15:01
Ben Stiller kominn til Stykkishólms Stórstjarnan Ben Stiller er nú kominn í Stykkishólm en hann birti fyrir stundu færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis. Í morgun var hann á staddur á Austurlandi og ferðast hann því hratt á milli staða. 16.9.2011 14:58
Breytingar líklegast gerðar á stjórnarráðsfrumvarpinu Líklegt er að gerðar verði breytingar á frumvarpinu um stjórnarráðið þannig að forsætisráðherra mun ekki einn og sér geta stjórnað því hvaða ráðuneyti eru starfandi hverju sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að vinna að nýrri útfærslu á þessu ákvæði þannig að forsætisráðherra mun þurfa að bera tillögu um ráðherraskipan undir Alþingi með þingsályktunartillögu. Þingfundur hófst að nýju klukkan um klukkan korter í þrjú en hann hefur tafist mikið í dag vegna ágreinings um þau málefni sem þarf að ljúka á þessu þingi. 16.9.2011 14:52
Tveir Ítalir fara yfir Friðarsúluna Tveir menn frá ítalska fyrirtækinu Space Cannon eru staddir hér á landi vegna viðhalds á Friðarsúlunni í Viðey. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu þúsund krónur vegna dvalar þeirra hér á landi. 16.9.2011 14:39
Ráðherralistinn ekki tilbúinn um helgina Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna í Danmörku, segir að hún verði ekki tilbúin með ráðherralista áður en helgin er á enda. Þetta kemur fram í danska blaðinu Jyllands Posten. 16.9.2011 14:08
Hjúkrunarheimili byggð í Reykjanesbæ og á Ísafirði Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að heimila velferðarráðherra og fjármálaráðherra að ganga til samninga við Reykjanesbæ um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis og við Ísafjarðarkaupstað um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis. Framkvæmdir verða fjármagnaðar með svokallaðri leiguleið. 16.9.2011 14:05
Jóhanna fundar með forystumönnum stjórnarandstöðunnar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sitja nú og ráða ráðum sínum um það hvernig hægt verður að ná samkomulagi um stjórnarráðsfrumvarpið svokallaða. 16.9.2011 13:18
Tveir undir áhrifum Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í nótt. Þeir voru stöðvaðir í miðborginni og Árbæ. Um var að ræða konu á þrítugsaldri og 18 ára pilt en hann hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. 16.9.2011 12:43
Um 20% myndu kjósa Besta flokkinn í alþingiskosningum Rúm 20% segja það koma til greina að kjósa Besta flokkinn í næstu alþingiskosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. 16.9.2011 12:20
Össur: Íslendingar eiga fullt af öðrum vinum Utanríkisráðherra segist vera hundfúll yfir aðgerðum bandarískra stjórnvalda gegn Íslandi vegna hvalveiða. Rök Bandaríkjaforseta í málinu séu þjóðinni ekki boðleg. Hann segir þó Íslendinga eiga fullt af öðrum vinaþjóðum. 16.9.2011 12:06
Grunur um fíkniefnaneyslu 11 ára barns Grunur leikur á að ellefu ára gamall piltur, sem fannst í annarlegu ástandi í vikunni, hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Barnaverndarnefnd hefur verið tilkynnt um málið. 16.9.2011 11:52
Segir bandarísk stjórnvöld ósamkvæm sjálfum sér Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir hvorki lagalegan né vísindalegan grundvöll fyrir aðgerðum Bandaríkjanna vegna hvalveiða Íslendinga. Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna útnefndi Ísland samkvæmt svonefndu Pelly-ákvæði í júlí síðastliðnum og lagði til við Bandaríkjaforseta að gripið yrði til diplómatískra aðgerða gegn Íslandi vegna hvalveiða Íslendinga. Forsetinn ákvað í gær að fara að tillögu viðskiptaráðherrans og tilkynnti jafnframt að ekki yrði gripið til neinna viðskiptalegra aðgerða. 16.9.2011 11:15
Þrjátíu og fjögur brot á dag á þessu ári Fíkniefnabrotum hefur fjölgað um 35 prósent frá árinu 2009, samkvæmt nýrri afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra sem gefin verður út í haust. 16.9.2011 11:08
Þingflokkar stilla saman strengi Þingfundi var frestað í morgun um klukkutíma. Fundurinn átti að hefjast klukkan hálfellefu en nú er gert ráð fyrir að hann hefjist klukkan hálftólf. Fundað hefur verið á Alþingi langt fram á nótt undanfarna daga vegna frumvarps um breytingar stjórnarráðinu. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ástæðan fyrir frestun þingfundarins nú sú að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vildi gefa þingflokkum tækifæri til að fara yfir málin áður en fundurinn hæfist. Samkvæmt upphaflegri dagskrá Alþingis átti að slíta haustþingi fyrr í þessari viku, en sú áætlun hefur ekki gengið eftir. 16.9.2011 10:44
Tófan að útrýma rjúpunni Tófan er að útrýma rjúpunni norðan Ísafjarðardjúps, segir Indriði Aðalsteinsson bóndi á Skjaldfönn í grein í Bændablaðinu í dag. Hann segir að ófremdarástand ríki vegna fjölgunar refs. Sjálfur hefur hann verið iðinn við að halda ref og mink í skefjum í kring. 16.9.2011 10:24
Undrast ekki aðgerðir Obama Þær þvingunaraðgerðir gegn Íslendingum sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti um í gær ættu ekki að koma mönnum á óvart, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann kvaðst ekki hafa séð tilkynninguna frá Obama en vissi af því í gær að hún væri komin. 16.9.2011 09:45
Ben Stiller á Austurlandi Stórleikarinn Ben Stiller er á Austurlandi. Þangað fór hann í gærkvöld, eftir því sem fram kemur á Twittersíðu kappans. 16.9.2011 09:13
Ögmundur með efasemdir um stjórnarráðsfrumvarp Umræðu um frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu var frestað í nótt rétt fyrir klukkan tvö en til stóð að þing lyki störfum í gær. Fundur hefur aftur verið boðaður í dag klukkan hálf ellefu og þá á enn að ræða málið. Í umræðunum í nótt kom fram í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hann hefði ákveðna fyrirvara gagnvart frumvarpinu þar sem í því fælist aukin miðstýring stjórnarráðsins sem hann sé andvígur. Þá hefur Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra einnig gagnrýnt frumvarpið. Alls liggja fjörutíu og átta mál fyrir þinginu í dag. 16.9.2011 08:58
Kominn að bryggju í Seyðisfirði Báturinnn sem tilkynnti um bilun úti á Seyðisfirði í morgun er kominn til hafnar. Bátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu dró bátinn til hafnar á Seyðisfirði. Fjórir voru í áhöfn bátsins og amaði ekkert að þeim enda veður gott á svæðinu og höfðu dælur bátsins vel undan við að dæla vatni. Rannsóknarnefnd sjóslysa mun nú taka atvikið til skoðunar. 16.9.2011 08:45
Enn kom lyktin upp um kannabisrækt Síðdegis í gær uppgötvaði lögreglan kannabisræktun í í Barmahlíð. Þrjátíu og þrjár plöntur uppgötvuðust í íbúðarhúsnæði í hverfinu en fyrr um daginn hafði lögreglan upprætt ræktun í Síðumúla. Líkt og í Síðumúlamálinu þá runnu lögreglumennirnir á lyktina frá ræktuninni þegar þeir voru við störf í hverfinu. Eigandi íbúðarinnar hefur verið yfirheyrður vegna málsins. 16.9.2011 07:25
Vélarvana bátur á Seyðisfirði Landhelgisgæslunni barst rétt eftir klukkan sex neyðarkall frá vélarvana skipi sem leki hafði komið að í miðjum Seyðisfirði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að fjórir menn séu um borð í bátnum og segja þeir að dælur bátsins hafi vel undan auk þess sem ágætt veður er á svæðinu. 16.9.2011 07:05
Ben Stiller endurgerir sígilda kvikmynd á Íslandi Bandaríski gamanleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Ben Stiller undirbýr gerð kvikmyndar á Íslandi. 16.9.2011 07:00
Ísland ekki tapað verðmætum sínum Robert Z. Aliber, prófessor á eftirlaunum við Háskólann í Chicago, heimsótti Ísland þrisvar sinnum á árunum 2007 og 2008 og vakti nokkra athygli í hvert sinn. Sumarið 2007 sagði hann íslenskt efnahagslíf hafa öll merki bóluhagkerfis og spáði harðri lendingu. Vorið 2008 málaði hann aftur upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála og sagði íslensku bankana berskjaldaða gagnvart áhlaupi sem væri jafnvel þegar hafið. Því þyrfti að grípa til róttækra ráðstafana og jafnvel skipta bönkunum í tvennt. 16.9.2011 06:30
Þingkona kærir ákvörðun til ráðuneytis Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokks, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til innanríkisráðherra vegna SP fjármögnunar og Umferðarstofu. 16.9.2011 06:15
Almannagjá er eins og svissneskur ostur Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. 16.9.2011 06:00
Grunaður um aðild að e-töflusmygli Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. september vegna gruns um aðild hans að umfangsmiklu e-töflusmygli, sem upp kom í síðasta mánuði. 16.9.2011 05:30
Afnám prófa getur leitt til ójöfnuðar Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. 16.9.2011 05:00
Ekkert gefið eftir þótt ánægjan sé í fyrirrúmi „Hér er alls ekkert gefið eftir. Síður en svo,“ segir Bragi Halldórsson, einn af þátttakendum á Norðurlandamóti öldunga sem fer fram þessa dagana. 16.9.2011 05:00
Viðskiptavinir borguðu brúsann Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur sent mál tengd sölu á veðskuldabréfum frá einu sviði bankans til annars til Fjármálaeftirlitsins (FME) og embættis sérstaks saksóknara. Ekki er útilokað að fleiri mál verði send þangað. 16.9.2011 04:30
Fagna hugmyndum um aukinn innflutning Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. 16.9.2011 04:00