Fleiri fréttir Vargöld í Mexíkó: Þrjú höfuðlaus lík fundust í Acapulco Mexíkanska lögreglan rannsakar nú morð á þremur mönnum í ferðamannaborginni Acapulco en líkin fundust í dag. Mennirnir höfðu greinilega verið pyntaðir og að lokum hálshöggnir. 8.5.2010 22:00 Aldrei eins mikil umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Mikill straumur flugvéla hefur verið inn á íslenska flugstjórnarsvæðið í dag og síðustu nótt, búist er við áframhaldandi mikilli umferð í nótt og á morgun. „Vegna umferðarinnar sem er í meira lagi óvenuleg vegna umfangs og flækjustigs hefur mönnun á flugumferðarstjórum tvöfaldast í dag og voru tuttugu og tveir á vaktinni í þegar mest var að gera,“ segir í tilkynningu frá Isavia (áður Flugstoðir). 8.5.2010 20:54 Bumbur barðar á Austurvelli Í dag var Alþjóðlegur dagur sanngjarnra viðskipta haldinn hátíðlegur um allan heim. Í fyrra tóku um 8 milljónir manna þátt og létu Íslendingar að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og í ár var gert enn betur. Markmiðið er að berjast gegn fátækt, ósanngirni og barnaþrælkun, félagafrelsi og lýðræði og styðja lífræna ræktun með jákvæðum aðferðum. Fairtrade samtökin stuðla að réttæti og sanngirni í viskiptaháttum við þriðja heiminn og er Fairtrade vottunin trygging fyrir því að bændurnir sem framleiddu vöruna hafi fengið lágmarksverð sem dugir þeim til að lifa af. 8.5.2010 19:49 Heitavatnslaust í Reykárhverfi Í kjölfar rafmagnsbilunar í gærkveldi bilaði hraðastýring á dælu sem þjónar Reykárhverfi sem ollu truflunum í rekstri dreifikerfis á svæðinu. Í dag varð síðan bilun í stofnæð sem veldur því að heitavatnslaust er í Reykárhverfi að því er fram kemur í tilkynningu frá Norðurorku. 8.5.2010 19:56 Clegg fær umboð til áframhaldandi viðræðna Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra, fundaði með forystu flokksins í dag og fékk umboð til áframhaldandi viðræðna. Fulltrúar flokkana funda á morgun en búist er við því að viðræður taki nokkra daga. 8.5.2010 18:30 Fjármagnsflutningar til Lúx meðal annars til rannsóknar Hundrað milljarðar króna voru millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga skömmu fyrir hrun. Fjármagnsflutningarnir frá móðurfélagi bankans hér á landi til Lúxemborgar og annarra landa teygja anga sína inn í rannsókn sérstaks saksóknara. Yfirheyrslur hafa staðið yfir í dag. 8.5.2010 18:30 Eyjafjallajökull: Iceland Express flýgur frá Akureyri á morgun Iceland Express hefur ákveðið að vélar félagsins sem fara til London og Kaupmannahafnar á morgun fara frá Akureyrarflugvelli. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan 13:00 og sú til London klukkan 15:00. Sætaferðir verða til og frá Akureyri. 8.5.2010 18:03 Manndráp í Keflavík: Liðlega tvítugur maður í haldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú staðfest að maður sé í haldi, grunaður um að hafa orðið öðrum manni að bana í bænum. Hinn handtekni er liðlega tvítugur og verður hann yfirheyrður síðar í dag. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu en borin hafa verið kennsl á hann. Hann var á sextugsaldri. 8.5.2010 15:28 Kópavogsdagar hófust í dag Kópavogsdagar, árleg menningarhátíð Kópavogsbæjar, hófust í dag með opnun sýningarinnar, Fúsi á ýmsa vegu, sem sett hefur verið upp í Tónlistarsafni Íslands á Kópavogsholti til heiðurs listamanninum Sigfúsi Halldórssyni. 8.5.2010 20:27 Lottó: Tveir með allar tölur réttar Tveir heppnir Lottóspilarar voru með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins. Þeir skipta því með sér fyrsta vinningi og koma rúmar fimm milljónir króna í hlut hvors. Annar vinningsmiðinn var áskriftarmiði en hinn var keyptur í verslun Samkaupa-Úrvals á Selfossi. Þá var einn heppinn þáttakandi með Jókertölurnar réttar og fær sá tvær milljónir í sinn hlut. Sá miði var keyptur í Skýlinu í Vestmannaeyjum. 8.5.2010 20:03 Félagsmálaráðherra: Lögreglan taki á stórfelldum bótasvikum Félagsmálaráðherra segir að það sé lögreglunnar en ekki Tryggingastofnunar að taka á stórfelldum bótasvikum. Hins vegar þurfi að einfalda almannatryggingakerfið og skýra betur réttindi fólks til að koma í veg fyrir misskilning. 8.5.2010 19:41 Starfshópur leggur til fækkun ráðuneyta Breytingar gætu orðið á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar í lok sumars en frumvarp um fækkun ráðuneyta verður væntanlega lagt fram á yfirstandandi þingi. 8.5.2010 19:23 Svifrykið vel undir mörkum í Reykjavík Styrkur svifryks var vel undir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag. Styrkurinn mældist l8 míkrógrömm á rúmmetra á mælistöðinni á Grensásvegi klukkan 16.00 og 12 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. 8.5.2010 17:29 Eyjafjallajökull: Kröftugt sprengigos enn í gangi Enn er kröftugt sprengigos í gangi í Eyjafjallajökli að því er fram kemur í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni og Jarðfræðistofnun Háskólans. Lítið sem ekkert hraunrennsli er niður Gígjökul og gufuvirkni þar í lágmarki. Dregið hefur úr sprengivirkni og gosið líkist nú því sem var fyrir aukninguna að kvöldi 5. maí og 6. maí. 8.5.2010 16:58 Kosningar 2010: Tvö ný framboð í Kópavogi og eitt í Garðabæ Tvö ný framboð litu dagsins ljós í Kópavogi í dag en frestur til að lýsa yfir framboði til sveitarstjórnakosninga rann út í dag. Eitt framboð kom einnig fram í Garðabæ. 8.5.2010 16:49 Eyjafjallajökull: Mjög slæmt skyggni á Sólheimasandi Mjög slæmt skyggni er nú á Sólheimasandi sökum öskufalls auk þess sem askan úr Eyjafjallajökli sem þegar er fallin fýkur mikið upp. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er því í raun ekkert ferðaveður á svæðinu en þrátt fyrir það hefur umferð um sandinn verið töluverð. 8.5.2010 16:22 Mannslát: Lögreglan staðfestir ekki handtöku Lögreglan verst enn allra frétta af rannsókn á mannsláti í Keflavík í morgun. Vefmiðillinn Víkurfréttir segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við málið en í samtali við fréttastofu vildi Jóhannes Jensson yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hvorki játa því né neita. Von er á yfirlýsingu frá lögreglunni um málið síðar í dag. 8.5.2010 14:28 Eyjafjallajökull: Icelandair breytir áætlunum fyrir morgundaginn Icelandair hefur tilkynnt breytingar á flugi á morgun, sunnudaginn 8. maí, vegna áframhaldandi óvissu um hvort Keflavíkurflugvöllur verður opinn fyrir flugumferð. 8.5.2010 14:18 BÍ: Konur vilja aukaaðalfund Félag fjölmiðlakvenna hefur sent frá sér ályktun þar sem átök innan Blaðamannafélags Íslands eru hörmuð. „Félag fjölmiðlakvenna harmar átök í stjórn Blaðamannafélagi Íslands sem leiddu til þess að þrjár þungavigtarkonur í blaðamennsku hurfu úr stjórninni,“ segir meðal annars og bætt við að í þeirra stað hafi verið valin nærri hrein karlastjórn. 8.5.2010 13:50 Kosningar 2010: Frestir framlengdur í Mývatnssveit og á Súðavík Frestur til að skila inn framboði í Mývatnssveit vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur verið framlengdur um tvo daga. 8.5.2010 12:58 Skemmdir unnar á leiðum Skemmdarvargar hafa verið á ferð í kirkjugarðinum við Suðurgötu í nótt eða í morgun. Krossar hafa verið rifnir upp á tveimur leiðum auk þess sem blómaker hefur verið mölbrotið. Leiðin sem um ræðir eru í vesturenda garðsins. Lögregla kannaðist ekki við málið þegar fréttastofa hafði samband en ætlaði að kanna málið. 8.5.2010 12:26 70 þúsund lentu í rafmagnsleysi Áætla má að um 70 þúsund íbúar landsbyggðarinnar, allt frá Vesturlandi og norður til Austfjarða, hafi mátt þola rafmagnsleysi í allt að tvær klukkustundir í gærkvöldi. Bilunin var það víðtæk að Almannavarnir og Fjarskiptamiðstöð lögreglu sáu ástæðu til að koma að málum. 8.5.2010 12:11 Steingrímur leiðréttir fréttaflutning Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur sent frá sér tilkynningu í tilefni af því að í gær tóku einhverjir fjölmiðlar spurningu blaðamanns að loknum ríkisstjórnarfundi og gerðu að orðum Steingríms. Steingrímur segir að þó málið sé ekki stórt sé mikilvægt að koma réttum upplýsingum á framfæri. 8.5.2010 11:55 Kosningar 2010: Ólafur F. leiðir H-listann Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, mun skipa fyrsta sæti H-listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Ólafur mun leggja fram lista skipaðan 30 frambjóðendum á fundi kjörstjórnar í dag en frestur til að skila inn framboðum rennur út á hádegi. Bryndís H. Torfadóttir, framkvæmdastjóri, skipar annað sæti listans og Katrín Corazon Surban það þriðja. 8.5.2010 10:59 Enn fundað í Bretlandi Enn liggur ekki fyrir hvort ný samsteypustjórn Íhaldflokks og Frjálslyndra demókrata taki við völdum í Bretlandi. Fulltrúar flokkanna funduðu í alla nótt en viðræðum var slitið í morgun. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, að Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata ætlar að funda með þingmönnum flokksins í dag til að fara yfir tilboð íhaldsmanna. Ekki er búist við niðurstöðu í dag. 8.5.2010 10:57 Keflavík: Maður fannst látinn Lögreglan í Reykjanesbæ rannsakar nú lát manns sem fannst undir berum himni um klukkan sex í morgun. Að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá embættinu er talið að andlát mannsins hafi ekki borið að með eðlilegum hætti og er rannsókn á frumstigi. 8.5.2010 10:51 Reyndi að brjótast inn til sinnar fyrrverandi Karlmaður gistir nú fangageymslu á Selfossi en hann var handtekinn í nótt þegar hann reyndi að brjóta sér leið inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og núverandi sambýlismanns hennar. 8.5.2010 10:44 Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn minni en í gær Dregið hefur úr skjálftavirkni við eldstöðina í Eyjafjallajökli og þar hefur engin skjálfti mælst síðan í gær. Gosmökkurinn er einnig minni en í gær en hann nær nú 5 kílómetra hæð. Hann stefnir í suð-austur og því er búist við öskufalli á Sólheimasandi, í Vík í Mýrdal og jafnvel vestar. 8.5.2010 10:41 Skjálftahrina á Reykjaneshrygg Nokkrir skjálftar hafa riðið yfir á Reykjaneshrygg frá því í gær. Hrinan hófst með skjálfta sem mældist 3,1 stig um klukkan þrjú í gær og strax í kjölfarið fylgdu skjálftar sem mældust nokkru minni eða um 2,5 stig. Skjálftarnir eiga upptök sín nálægt Eldey og Geirfuglaskeri og frá því klukkan þrjú í gær hafa sex skjálftar mælst stærri en tvö stig á svæðinu, þar á meðal einn sem náði þremur stigum, auk nokkurra minni. 8.5.2010 10:09 Rannsóknin í fullum gangi um helgina Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum Kaupþings verður í fullum gangi um helgina og eru fjölmargar yfirheyrslur framundan. Sérstakur saksóknari hyggst nýta tímann sem Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjórar Kaupþings sitja í gæsluvarðhaldi, til að yfirheyra þá sem tengjast meintum lögbrotum bankans. 8.5.2010 10:04 Eyjafjallajökull: Öllu flugi aflýst í Keflavík - Lokanir í Evrópu Öllum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Þá er truflun á öllu innanlandsflugi og er athugun klukkan 11:15. Nokkrar vélar fóru af stað frá Keflavíkurflugvelli í morgun en nú hefur brottför fimm véla í dag og komu níu véla síðdegis og í kvöld verið aflýst. 8.5.2010 09:51 Tugir starfsmanna ráðnir til sérstaks saksóknara Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram tillögu fyrir ríkisstjórn í vikunni um að embætti sérstaks saksóknara verði eflt til muna. Þetta segir hún í viðtali við Fréttablaðið í dag. Nefnd þriggja ráðuneyta, dómsmála-, fjármála- og forsætisráðuneyta, fer nú yfir rekstraráætlun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tugum starfsmanna bætt við embættið. 8.5.2010 07:30 Vík í Mýrdal eins og draugabær í gærdag Vík í Mýrdal var eins og draugabær yfir að líta í gær vegna mikils öskufalls frá sprengigosinu í Eyjafjallajökli. Svifryksmælingar í Vík og nágrenni fóru langt yfir heilsuverndarmörk og Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöðvar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri síðdegis vegna þessa. 8.5.2010 07:15 Fjármálin eru sitjandi meirihlutum erfið Erfið staða í fjármálum sveitarfélaga gæti valdið sitjandi meirihlutum vandræðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, og valdið þeim fylgistapi, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. 8.5.2010 07:00 Hvítar flugur sækja í tóbakið „Ég veit ekki hvort við eigum nóg af þessu,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður í Garðheimum, um fræ af villitóbaksplöntunni sem þar eru í sölu. Hún segir fjölda manns hafa lagt leið sína í verslunina í leit að fræjum eftir að greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þau væru þar í sölu. 8.5.2010 07:00 Yfirheyra þarf tugi manna áður en varðhaldinu lýkur Sérstakur saksóknari hyggst nýta tímann sem Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjórar Kaupþings, sitja í gæsluvarðhaldi til að yfirheyra alla þá sem tengjast meintum lögbrotum tvímenninganna. 8.5.2010 07:00 Stóraukin framlög þarf til tækjakaupa Fyrrverandi yfirlæknir hjartadeildar telur að tækjamál Landspítalans séu helsti veikleiki hans. Mörg stærri lækningatæki hefa hærri meðalaldur en ásættanlegt getur talist. Sambærilegar stofnanir á Norðurlöndunum eru margfalt betur settar, og vart hægt að bera saman íslenskan raunveruleika í því samhengi. 8.5.2010 06:45 Lífeyrissjóður eignast golfvöll Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga eignaðist Svarfhólsvöll við Ölfusá á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi á miðvikudag. Greint er frá þessu í Sunnlenska fréttablaðinu. Þar segir að auk þess eignaðist sjóðurinn um 200 hektara lands í landi Laugardæla í Flóa og skika úr landi Uppsala. Eignin var slegin á 290 miljónir króna, en áhvílandi skuldir námu um 1,5 milljörðum króna. 8.5.2010 06:30 Fríða Á. Sigurðardóttir látin Fríða Áslaug Sigurðardóttir rithöfundur lést í Reykjavík í gær. Fríða fæddist á Hesteyri í Sléttuhreppi á Hornströndum 11. desember 1940. 8.5.2010 06:30 Clegg vill sjá hvað Cameron býður Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er kominn í þá stöðu að geta valið með hverjum hann vill stjórna. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur gefið loforð um að helstu kosningamálum frjálslyndra verði gert hátt undir höfði í stjórnarsáttmála samsteypustjórnar þeirra. 8.5.2010 06:00 Skemmtiferðaskipum fjölgar „Það stefnir allt í enn frekari fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar. Við erum með bókaðar um 120 viðkomur skemmtiferðaskipa til landsins, þar af um 40 til Reykjavíkur,“ er haft eftir Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen, í tilkynningu fyrirtækisins. 8.5.2010 06:00 Voru samstiga í námi og inn í Kaupþing Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Group, og Magnús Guðmundsson, sem áður stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, eru jafnaldrar og luku báðir stúdentsprófi árið 1990. Hreiðar er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og Magnús frá Menntaskólanum við Sund. Þeir hófu á sama tíma nám við viðskiptaskor Háskóla Íslands á endurskoðunarsviði og útskrifuðust saman árið 1994. Báðir voru svo ráðnir til Kaupþings í maí 1994. Hreiðar Már var ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Hávöxtunarfélagsins hjá Kaupþingi og Magnús forstöðumaður hjá Kaupþingi, að því er fram kemur í Viðskipta- og hagfræðingatalinu. - óká 8.5.2010 06:00 Elite vill halda lokakeppni hér í haust Lokakeppni alþjóðlegu fyrirsætukeppninnar Elite Model Look World 2010 verður haldin hér á landi í nóvember gangi allar áætlanir eftir. „Ég get staðfest að við viljum skipuleggja lokakeppni Elite Model Look World á Íslandi," skrifar Bernard Hennet, forstjóri Elite, í bréfi til Jóns Ólafssonar vatnsútflytjanda, sem löngum er kenndur við Skífuna. Hennet segir Ísland verða tilvalinn stað fyrir keppnina. 8.5.2010 06:00 Bestu samningarnir fást hér Ísland er öruggt land. Við höfum staðreyndir til að sanna það en verðum að sýna umheiminum fram á það, að sögn Þorvaldar E. Sigurðssonar, ráðgjafa og fyrrum framkvæmdastjóra Verne Holding, sem vinnur að byggingu gagnavers að Ásbrú á Reykjanesi. 8.5.2010 06:00 Rannsaka þarfar breytingar Frestur til aðildar að rannsóknarnefnd Rauðs vettvangs hefur verið framlengdur til 15. maí. Nefndinni er ætlað að rannsaka nauðsynlegar breytingar á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshruns. 8.5.2010 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Vargöld í Mexíkó: Þrjú höfuðlaus lík fundust í Acapulco Mexíkanska lögreglan rannsakar nú morð á þremur mönnum í ferðamannaborginni Acapulco en líkin fundust í dag. Mennirnir höfðu greinilega verið pyntaðir og að lokum hálshöggnir. 8.5.2010 22:00
Aldrei eins mikil umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Mikill straumur flugvéla hefur verið inn á íslenska flugstjórnarsvæðið í dag og síðustu nótt, búist er við áframhaldandi mikilli umferð í nótt og á morgun. „Vegna umferðarinnar sem er í meira lagi óvenuleg vegna umfangs og flækjustigs hefur mönnun á flugumferðarstjórum tvöfaldast í dag og voru tuttugu og tveir á vaktinni í þegar mest var að gera,“ segir í tilkynningu frá Isavia (áður Flugstoðir). 8.5.2010 20:54
Bumbur barðar á Austurvelli Í dag var Alþjóðlegur dagur sanngjarnra viðskipta haldinn hátíðlegur um allan heim. Í fyrra tóku um 8 milljónir manna þátt og létu Íslendingar að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og í ár var gert enn betur. Markmiðið er að berjast gegn fátækt, ósanngirni og barnaþrælkun, félagafrelsi og lýðræði og styðja lífræna ræktun með jákvæðum aðferðum. Fairtrade samtökin stuðla að réttæti og sanngirni í viskiptaháttum við þriðja heiminn og er Fairtrade vottunin trygging fyrir því að bændurnir sem framleiddu vöruna hafi fengið lágmarksverð sem dugir þeim til að lifa af. 8.5.2010 19:49
Heitavatnslaust í Reykárhverfi Í kjölfar rafmagnsbilunar í gærkveldi bilaði hraðastýring á dælu sem þjónar Reykárhverfi sem ollu truflunum í rekstri dreifikerfis á svæðinu. Í dag varð síðan bilun í stofnæð sem veldur því að heitavatnslaust er í Reykárhverfi að því er fram kemur í tilkynningu frá Norðurorku. 8.5.2010 19:56
Clegg fær umboð til áframhaldandi viðræðna Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra, fundaði með forystu flokksins í dag og fékk umboð til áframhaldandi viðræðna. Fulltrúar flokkana funda á morgun en búist er við því að viðræður taki nokkra daga. 8.5.2010 18:30
Fjármagnsflutningar til Lúx meðal annars til rannsóknar Hundrað milljarðar króna voru millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga skömmu fyrir hrun. Fjármagnsflutningarnir frá móðurfélagi bankans hér á landi til Lúxemborgar og annarra landa teygja anga sína inn í rannsókn sérstaks saksóknara. Yfirheyrslur hafa staðið yfir í dag. 8.5.2010 18:30
Eyjafjallajökull: Iceland Express flýgur frá Akureyri á morgun Iceland Express hefur ákveðið að vélar félagsins sem fara til London og Kaupmannahafnar á morgun fara frá Akureyrarflugvelli. Vélin til Kaupmannahafnar fer klukkan 13:00 og sú til London klukkan 15:00. Sætaferðir verða til og frá Akureyri. 8.5.2010 18:03
Manndráp í Keflavík: Liðlega tvítugur maður í haldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú staðfest að maður sé í haldi, grunaður um að hafa orðið öðrum manni að bana í bænum. Hinn handtekni er liðlega tvítugur og verður hann yfirheyrður síðar í dag. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu en borin hafa verið kennsl á hann. Hann var á sextugsaldri. 8.5.2010 15:28
Kópavogsdagar hófust í dag Kópavogsdagar, árleg menningarhátíð Kópavogsbæjar, hófust í dag með opnun sýningarinnar, Fúsi á ýmsa vegu, sem sett hefur verið upp í Tónlistarsafni Íslands á Kópavogsholti til heiðurs listamanninum Sigfúsi Halldórssyni. 8.5.2010 20:27
Lottó: Tveir með allar tölur réttar Tveir heppnir Lottóspilarar voru með allar tölur réttar í útdrætti kvöldsins. Þeir skipta því með sér fyrsta vinningi og koma rúmar fimm milljónir króna í hlut hvors. Annar vinningsmiðinn var áskriftarmiði en hinn var keyptur í verslun Samkaupa-Úrvals á Selfossi. Þá var einn heppinn þáttakandi með Jókertölurnar réttar og fær sá tvær milljónir í sinn hlut. Sá miði var keyptur í Skýlinu í Vestmannaeyjum. 8.5.2010 20:03
Félagsmálaráðherra: Lögreglan taki á stórfelldum bótasvikum Félagsmálaráðherra segir að það sé lögreglunnar en ekki Tryggingastofnunar að taka á stórfelldum bótasvikum. Hins vegar þurfi að einfalda almannatryggingakerfið og skýra betur réttindi fólks til að koma í veg fyrir misskilning. 8.5.2010 19:41
Starfshópur leggur til fækkun ráðuneyta Breytingar gætu orðið á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar í lok sumars en frumvarp um fækkun ráðuneyta verður væntanlega lagt fram á yfirstandandi þingi. 8.5.2010 19:23
Svifrykið vel undir mörkum í Reykjavík Styrkur svifryks var vel undir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag. Styrkurinn mældist l8 míkrógrömm á rúmmetra á mælistöðinni á Grensásvegi klukkan 16.00 og 12 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. 8.5.2010 17:29
Eyjafjallajökull: Kröftugt sprengigos enn í gangi Enn er kröftugt sprengigos í gangi í Eyjafjallajökli að því er fram kemur í stöðuskýrslu frá Veðurstofunni og Jarðfræðistofnun Háskólans. Lítið sem ekkert hraunrennsli er niður Gígjökul og gufuvirkni þar í lágmarki. Dregið hefur úr sprengivirkni og gosið líkist nú því sem var fyrir aukninguna að kvöldi 5. maí og 6. maí. 8.5.2010 16:58
Kosningar 2010: Tvö ný framboð í Kópavogi og eitt í Garðabæ Tvö ný framboð litu dagsins ljós í Kópavogi í dag en frestur til að lýsa yfir framboði til sveitarstjórnakosninga rann út í dag. Eitt framboð kom einnig fram í Garðabæ. 8.5.2010 16:49
Eyjafjallajökull: Mjög slæmt skyggni á Sólheimasandi Mjög slæmt skyggni er nú á Sólheimasandi sökum öskufalls auk þess sem askan úr Eyjafjallajökli sem þegar er fallin fýkur mikið upp. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er því í raun ekkert ferðaveður á svæðinu en þrátt fyrir það hefur umferð um sandinn verið töluverð. 8.5.2010 16:22
Mannslát: Lögreglan staðfestir ekki handtöku Lögreglan verst enn allra frétta af rannsókn á mannsláti í Keflavík í morgun. Vefmiðillinn Víkurfréttir segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingur hafi verið handtekinn í tengslum við málið en í samtali við fréttastofu vildi Jóhannes Jensson yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hvorki játa því né neita. Von er á yfirlýsingu frá lögreglunni um málið síðar í dag. 8.5.2010 14:28
Eyjafjallajökull: Icelandair breytir áætlunum fyrir morgundaginn Icelandair hefur tilkynnt breytingar á flugi á morgun, sunnudaginn 8. maí, vegna áframhaldandi óvissu um hvort Keflavíkurflugvöllur verður opinn fyrir flugumferð. 8.5.2010 14:18
BÍ: Konur vilja aukaaðalfund Félag fjölmiðlakvenna hefur sent frá sér ályktun þar sem átök innan Blaðamannafélags Íslands eru hörmuð. „Félag fjölmiðlakvenna harmar átök í stjórn Blaðamannafélagi Íslands sem leiddu til þess að þrjár þungavigtarkonur í blaðamennsku hurfu úr stjórninni,“ segir meðal annars og bætt við að í þeirra stað hafi verið valin nærri hrein karlastjórn. 8.5.2010 13:50
Kosningar 2010: Frestir framlengdur í Mývatnssveit og á Súðavík Frestur til að skila inn framboði í Mývatnssveit vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur verið framlengdur um tvo daga. 8.5.2010 12:58
Skemmdir unnar á leiðum Skemmdarvargar hafa verið á ferð í kirkjugarðinum við Suðurgötu í nótt eða í morgun. Krossar hafa verið rifnir upp á tveimur leiðum auk þess sem blómaker hefur verið mölbrotið. Leiðin sem um ræðir eru í vesturenda garðsins. Lögregla kannaðist ekki við málið þegar fréttastofa hafði samband en ætlaði að kanna málið. 8.5.2010 12:26
70 þúsund lentu í rafmagnsleysi Áætla má að um 70 þúsund íbúar landsbyggðarinnar, allt frá Vesturlandi og norður til Austfjarða, hafi mátt þola rafmagnsleysi í allt að tvær klukkustundir í gærkvöldi. Bilunin var það víðtæk að Almannavarnir og Fjarskiptamiðstöð lögreglu sáu ástæðu til að koma að málum. 8.5.2010 12:11
Steingrímur leiðréttir fréttaflutning Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur sent frá sér tilkynningu í tilefni af því að í gær tóku einhverjir fjölmiðlar spurningu blaðamanns að loknum ríkisstjórnarfundi og gerðu að orðum Steingríms. Steingrímur segir að þó málið sé ekki stórt sé mikilvægt að koma réttum upplýsingum á framfæri. 8.5.2010 11:55
Kosningar 2010: Ólafur F. leiðir H-listann Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, mun skipa fyrsta sæti H-listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Ólafur mun leggja fram lista skipaðan 30 frambjóðendum á fundi kjörstjórnar í dag en frestur til að skila inn framboðum rennur út á hádegi. Bryndís H. Torfadóttir, framkvæmdastjóri, skipar annað sæti listans og Katrín Corazon Surban það þriðja. 8.5.2010 10:59
Enn fundað í Bretlandi Enn liggur ekki fyrir hvort ný samsteypustjórn Íhaldflokks og Frjálslyndra demókrata taki við völdum í Bretlandi. Fulltrúar flokkanna funduðu í alla nótt en viðræðum var slitið í morgun. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, að Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata ætlar að funda með þingmönnum flokksins í dag til að fara yfir tilboð íhaldsmanna. Ekki er búist við niðurstöðu í dag. 8.5.2010 10:57
Keflavík: Maður fannst látinn Lögreglan í Reykjanesbæ rannsakar nú lát manns sem fannst undir berum himni um klukkan sex í morgun. Að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá embættinu er talið að andlát mannsins hafi ekki borið að með eðlilegum hætti og er rannsókn á frumstigi. 8.5.2010 10:51
Reyndi að brjótast inn til sinnar fyrrverandi Karlmaður gistir nú fangageymslu á Selfossi en hann var handtekinn í nótt þegar hann reyndi að brjóta sér leið inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og núverandi sambýlismanns hennar. 8.5.2010 10:44
Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn minni en í gær Dregið hefur úr skjálftavirkni við eldstöðina í Eyjafjallajökli og þar hefur engin skjálfti mælst síðan í gær. Gosmökkurinn er einnig minni en í gær en hann nær nú 5 kílómetra hæð. Hann stefnir í suð-austur og því er búist við öskufalli á Sólheimasandi, í Vík í Mýrdal og jafnvel vestar. 8.5.2010 10:41
Skjálftahrina á Reykjaneshrygg Nokkrir skjálftar hafa riðið yfir á Reykjaneshrygg frá því í gær. Hrinan hófst með skjálfta sem mældist 3,1 stig um klukkan þrjú í gær og strax í kjölfarið fylgdu skjálftar sem mældust nokkru minni eða um 2,5 stig. Skjálftarnir eiga upptök sín nálægt Eldey og Geirfuglaskeri og frá því klukkan þrjú í gær hafa sex skjálftar mælst stærri en tvö stig á svæðinu, þar á meðal einn sem náði þremur stigum, auk nokkurra minni. 8.5.2010 10:09
Rannsóknin í fullum gangi um helgina Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum lögbrotum Kaupþings verður í fullum gangi um helgina og eru fjölmargar yfirheyrslur framundan. Sérstakur saksóknari hyggst nýta tímann sem Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjórar Kaupþings sitja í gæsluvarðhaldi, til að yfirheyra þá sem tengjast meintum lögbrotum bankans. 8.5.2010 10:04
Eyjafjallajökull: Öllu flugi aflýst í Keflavík - Lokanir í Evrópu Öllum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Þá er truflun á öllu innanlandsflugi og er athugun klukkan 11:15. Nokkrar vélar fóru af stað frá Keflavíkurflugvelli í morgun en nú hefur brottför fimm véla í dag og komu níu véla síðdegis og í kvöld verið aflýst. 8.5.2010 09:51
Tugir starfsmanna ráðnir til sérstaks saksóknara Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hyggst leggja fram tillögu fyrir ríkisstjórn í vikunni um að embætti sérstaks saksóknara verði eflt til muna. Þetta segir hún í viðtali við Fréttablaðið í dag. Nefnd þriggja ráðuneyta, dómsmála-, fjármála- og forsætisráðuneyta, fer nú yfir rekstraráætlun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tugum starfsmanna bætt við embættið. 8.5.2010 07:30
Vík í Mýrdal eins og draugabær í gærdag Vík í Mýrdal var eins og draugabær yfir að líta í gær vegna mikils öskufalls frá sprengigosinu í Eyjafjallajökli. Svifryksmælingar í Vík og nágrenni fóru langt yfir heilsuverndarmörk og Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöðvar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri síðdegis vegna þessa. 8.5.2010 07:15
Fjármálin eru sitjandi meirihlutum erfið Erfið staða í fjármálum sveitarfélaga gæti valdið sitjandi meirihlutum vandræðum í komandi sveitarstjórnarkosningum, og valdið þeim fylgistapi, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. 8.5.2010 07:00
Hvítar flugur sækja í tóbakið „Ég veit ekki hvort við eigum nóg af þessu,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður í Garðheimum, um fræ af villitóbaksplöntunni sem þar eru í sölu. Hún segir fjölda manns hafa lagt leið sína í verslunina í leit að fræjum eftir að greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að þau væru þar í sölu. 8.5.2010 07:00
Yfirheyra þarf tugi manna áður en varðhaldinu lýkur Sérstakur saksóknari hyggst nýta tímann sem Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjórar Kaupþings, sitja í gæsluvarðhaldi til að yfirheyra alla þá sem tengjast meintum lögbrotum tvímenninganna. 8.5.2010 07:00
Stóraukin framlög þarf til tækjakaupa Fyrrverandi yfirlæknir hjartadeildar telur að tækjamál Landspítalans séu helsti veikleiki hans. Mörg stærri lækningatæki hefa hærri meðalaldur en ásættanlegt getur talist. Sambærilegar stofnanir á Norðurlöndunum eru margfalt betur settar, og vart hægt að bera saman íslenskan raunveruleika í því samhengi. 8.5.2010 06:45
Lífeyrissjóður eignast golfvöll Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga eignaðist Svarfhólsvöll við Ölfusá á uppboði hjá sýslumanninum á Selfossi á miðvikudag. Greint er frá þessu í Sunnlenska fréttablaðinu. Þar segir að auk þess eignaðist sjóðurinn um 200 hektara lands í landi Laugardæla í Flóa og skika úr landi Uppsala. Eignin var slegin á 290 miljónir króna, en áhvílandi skuldir námu um 1,5 milljörðum króna. 8.5.2010 06:30
Fríða Á. Sigurðardóttir látin Fríða Áslaug Sigurðardóttir rithöfundur lést í Reykjavík í gær. Fríða fæddist á Hesteyri í Sléttuhreppi á Hornströndum 11. desember 1940. 8.5.2010 06:30
Clegg vill sjá hvað Cameron býður Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er kominn í þá stöðu að geta valið með hverjum hann vill stjórna. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur gefið loforð um að helstu kosningamálum frjálslyndra verði gert hátt undir höfði í stjórnarsáttmála samsteypustjórnar þeirra. 8.5.2010 06:00
Skemmtiferðaskipum fjölgar „Það stefnir allt í enn frekari fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur í sumar. Við erum með bókaðar um 120 viðkomur skemmtiferðaskipa til landsins, þar af um 40 til Reykjavíkur,“ er haft eftir Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen, í tilkynningu fyrirtækisins. 8.5.2010 06:00
Voru samstiga í námi og inn í Kaupþing Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Group, og Magnús Guðmundsson, sem áður stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, eru jafnaldrar og luku báðir stúdentsprófi árið 1990. Hreiðar er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og Magnús frá Menntaskólanum við Sund. Þeir hófu á sama tíma nám við viðskiptaskor Háskóla Íslands á endurskoðunarsviði og útskrifuðust saman árið 1994. Báðir voru svo ráðnir til Kaupþings í maí 1994. Hreiðar Már var ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Hávöxtunarfélagsins hjá Kaupþingi og Magnús forstöðumaður hjá Kaupþingi, að því er fram kemur í Viðskipta- og hagfræðingatalinu. - óká 8.5.2010 06:00
Elite vill halda lokakeppni hér í haust Lokakeppni alþjóðlegu fyrirsætukeppninnar Elite Model Look World 2010 verður haldin hér á landi í nóvember gangi allar áætlanir eftir. „Ég get staðfest að við viljum skipuleggja lokakeppni Elite Model Look World á Íslandi," skrifar Bernard Hennet, forstjóri Elite, í bréfi til Jóns Ólafssonar vatnsútflytjanda, sem löngum er kenndur við Skífuna. Hennet segir Ísland verða tilvalinn stað fyrir keppnina. 8.5.2010 06:00
Bestu samningarnir fást hér Ísland er öruggt land. Við höfum staðreyndir til að sanna það en verðum að sýna umheiminum fram á það, að sögn Þorvaldar E. Sigurðssonar, ráðgjafa og fyrrum framkvæmdastjóra Verne Holding, sem vinnur að byggingu gagnavers að Ásbrú á Reykjanesi. 8.5.2010 06:00
Rannsaka þarfar breytingar Frestur til aðildar að rannsóknarnefnd Rauðs vettvangs hefur verið framlengdur til 15. maí. Nefndinni er ætlað að rannsaka nauðsynlegar breytingar á íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshruns. 8.5.2010 05:00