Innlent

Voru samstiga í námi og inn í Kaupþing

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson. Mynd/Anton Brink

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Group, og Magnús Guðmundsson, sem áður stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, eru jafnaldrar og luku báðir stúdentsprófi árið 1990. Hreiðar er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og Magnús frá Menntaskólanum við Sund. Þeir hófu á sama tíma nám við viðskiptaskor Háskóla Íslands á endurskoðunarsviði og útskrifuðust saman árið 1994.

Báðir voru svo ráðnir til Kaupþings í maí 1994. Hreiðar Már var ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Hávöxtunarfélagsins hjá Kaupþingi og Magnús forstöðumaður hjá Kaupþingi, að því er fram kemur í Viðskipta- og hagfræðingatalinu. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×