Innlent

Svifrykið vel undir mörkum í Reykjavík

MYND/Stefán Karlsson

Styrkur svifryks var vel undir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag. Styrkurinn mældist l8 míkrógrömm á rúmmetra á mælistöðinni á Grensásvegi klukkan 16.00 og 12 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni.

„Heilsuverndarmörkin eru 50 á sólarhring - og klukkan 16.00 í dag voru þau 27 míkrógrömm á rúmmetra," segir einnig.

„Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar fylgist grannt með loftgæðum í Reykjavík og með þróun gossins í Eyjafjallajökli og hvaða áhrif mögulegt öskufall gæti haft í borginni. Ekki er búist við svifryksmengun af völdum gossins um helgina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×