Innlent

Bumbur barðar á Austurvelli

Góð stemmning var á Austurvelli í dag.
Góð stemmning var á Austurvelli í dag.
Í dag var Alþjóðlegur dagur sanngjarnra viðskipta haldinn hátíðlegur um allan heim. Í fyrra tóku um 8 milljónir manna þátt og létu Íslendingar að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og í ár var gert enn betur. Markmiðið er að berjast gegn fátækt, ósanngirni og barnaþrælkun, félagafrelsi og lýðræði og styðja lífræna ræktun með jákvæðum aðferðum. Fairtrade samtökin stuðla að réttæti og sanngirni í viskiptaháttum við þriðja heiminn og er Fairtrade vottunin trygging fyrir því að bændurnir sem framleiddu vöruna hafi fengið lágmarksverð sem dugir þeim til að lifa af.

Yfir tvöhundruð viðburðir voru skipulagðir í öllum heimsálfum og voru þeir af öllum stærðum og gerðum og má þar nefna teppamarkaði, sölubása, vínsmökkunarkvöld og götuhátíðir. Á Íslandi var slegið á trumbur í takt við íbúa Svasílands, Bretlands og fleiri landa sem efndu til trumbuhringja í tilefni dagsins.

Stomphópur mætti á staðinn og troða upp og trumbuhringur Hlutverkasetursins sýndi fólki hvernig berja skal á húðirnar. Að auki voru eigendur Fafu leikfanga á staðnum með heldur óhefðbundnar Fairtrade vörur.

Hápunktinum var svo náð þegar sameinast var í einum stórum trumbuhring til að láta boðin berast sem hæst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×