Innlent

Keflavík: Maður fannst látinn

Lögreglumenn rannsaka vettvanginn í morgun.
Lögreglumenn rannsaka vettvanginn í morgun. MYND/Hilmar Bragi

Lögreglan í Reykjanesbæ rannsakar nú lát manns sem fannst undir berum himni um klukkan sex í morgun. Að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá embættinu er talið að andlát mannsins hafi ekki borið að með eðlilegum hætti og er rannsókn á frumstigi.

Maðurinn fannst fyrir utan hús í Keflavík og hefur vettvangurinn verið girtur af. Nánari upplýsingar verða ekki veittar á þessu stigi málsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×