Innlent

Eyjafjallajökull: Mjög slæmt skyggni á Sólheimasandi

Skyggni á Sólheimasandi er nú mjög slæmt Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins var á ferðinni þar í dag og tók þessa mynd.
Skyggni á Sólheimasandi er nú mjög slæmt Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins var á ferðinni þar í dag og tók þessa mynd. MYND/Vilhelm

Mjög slæmt skyggni er nú á Sólheimasandi sökum öskufalls auk þess sem askan úr Eyjafjallajökli sem þegar er fallin fýkur mikið upp. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er því í raun ekkert ferðaveður á svæðinu en þrátt fyrir það hefur umferð um sandinn verið töluverð.

Lögreglan beinir því til þeirra sem ætla sér austur fyrir Skóga að fara mjög varlega. Skyggni á sandinum er aðeins um tuttugu metrar og á verstu köflunum ekki nema um það bil fimm metrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×