Vík í Mýrdal eins og draugabær í gærdag 8. maí 2010 07:15 Aska í Sólheimahjáleigu. Þau Margrét Þrastardóttir og Jóhann Bragi Magnússon létu ekki öskumökkinn stoppa sig í gær.fréttablaðið/valli Vík í Mýrdal var eins og draugabær yfir að líta í gær vegna mikils öskufalls frá sprengigosinu í Eyjafjallajökli. Svifryksmælingar í Vík og nágrenni fóru langt yfir heilsuverndarmörk og Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöðvar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri síðdegis vegna þessa. Lýsingar heimafólks eru til vitnis um það að öskufallið hafi verið „óþolandi klukkustundum saman“ og um sjötíu manns leituðu athvarfs í fjöldahjálparstöðinni í Vík. Margir þeirra létu vita að þeir ætluðu ekki að vera á heimilum sínum yfir nóttina, segir Víðir Reynisson, hjá Almannavörnum. „Þetta eru rétt viðbrögð og mjög skiljanlegt að fólk, sérstaklega barnafólk og eldra fólk, fari meðan á þessu stendur. Fyrir marga er ekki um neitt annað að ræða en að fara.“ Víðir segir að öskufallið hafi náð frá Þorvaldseyri í vestri allt austur á Mýrdalssand, um sextíu kílómetra frá gosstöðvunum. Erfitt sé þó að átta sig á hvað er öskufall og svo aska að fjúka. Elísabet Ólafsdóttir, sem býr við Hátún í Vík, segir ástandið óþolandi og að hún hafi ekkert farið út fyrir hússins dyr. „Þetta er ógeðslegt. Það er öskulag hér yfir öllu og maður er að verða hálfvitlaus á því að hafa ekki ferskt loft,“ segir Elísabet, sem er áttræð. Berglind Guðmundsdóttir, íbúi við Bakkabraut, ákvað í gær að fara frá Vík og vera hjá vinafólki í Reykjavík. Litli sonur hennar, Guðmundur Atlas, verður hjá afa sínum og ömmu á Laugarvatni. „Hann tekur þessu vel og finnst það hálfgert sport að vera með grímuna sína.“ Berglind hefur ekki ákveðið hvenær hún fer heim; um það hafi Eyjafjallajökull mest að segja. Margt af hennar fólki var farið frá Vík seinni partinn í gær. Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur segir að gosmökkurinn hafi risið hæst um sjö kílómetra og stefndi þá í suðaustur. Ekki sé aukinn styrkur í gosinu þótt það sé kannski tilfinning þeirra sem búa á öskufallssvæðinu. Reyndar hafi sprengivirkni líklegast minnkað frá því deginum áður. Gígur hleðst áfram upp í kringum gosopið í ískatlinum og hraunstraumurinn til norðurs er á svipuðum slóðum og undanfarna daga. svavar@frettabladid.is Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Vík í Mýrdal var eins og draugabær yfir að líta í gær vegna mikils öskufalls frá sprengigosinu í Eyjafjallajökli. Svifryksmælingar í Vík og nágrenni fóru langt yfir heilsuverndarmörk og Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöðvar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri síðdegis vegna þessa. Lýsingar heimafólks eru til vitnis um það að öskufallið hafi verið „óþolandi klukkustundum saman“ og um sjötíu manns leituðu athvarfs í fjöldahjálparstöðinni í Vík. Margir þeirra létu vita að þeir ætluðu ekki að vera á heimilum sínum yfir nóttina, segir Víðir Reynisson, hjá Almannavörnum. „Þetta eru rétt viðbrögð og mjög skiljanlegt að fólk, sérstaklega barnafólk og eldra fólk, fari meðan á þessu stendur. Fyrir marga er ekki um neitt annað að ræða en að fara.“ Víðir segir að öskufallið hafi náð frá Þorvaldseyri í vestri allt austur á Mýrdalssand, um sextíu kílómetra frá gosstöðvunum. Erfitt sé þó að átta sig á hvað er öskufall og svo aska að fjúka. Elísabet Ólafsdóttir, sem býr við Hátún í Vík, segir ástandið óþolandi og að hún hafi ekkert farið út fyrir hússins dyr. „Þetta er ógeðslegt. Það er öskulag hér yfir öllu og maður er að verða hálfvitlaus á því að hafa ekki ferskt loft,“ segir Elísabet, sem er áttræð. Berglind Guðmundsdóttir, íbúi við Bakkabraut, ákvað í gær að fara frá Vík og vera hjá vinafólki í Reykjavík. Litli sonur hennar, Guðmundur Atlas, verður hjá afa sínum og ömmu á Laugarvatni. „Hann tekur þessu vel og finnst það hálfgert sport að vera með grímuna sína.“ Berglind hefur ekki ákveðið hvenær hún fer heim; um það hafi Eyjafjallajökull mest að segja. Margt af hennar fólki var farið frá Vík seinni partinn í gær. Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur segir að gosmökkurinn hafi risið hæst um sjö kílómetra og stefndi þá í suðaustur. Ekki sé aukinn styrkur í gosinu þótt það sé kannski tilfinning þeirra sem búa á öskufallssvæðinu. Reyndar hafi sprengivirkni líklegast minnkað frá því deginum áður. Gígur hleðst áfram upp í kringum gosopið í ískatlinum og hraunstraumurinn til norðurs er á svipuðum slóðum og undanfarna daga. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira