Innlent

Bestu samningarnir fást hér

Mikilvægt er að koma gagnaveri Verne Holding á Reykjanesi í gagnið, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins.Fréttablaðið/GVA
Mikilvægt er að koma gagnaveri Verne Holding á Reykjanesi í gagnið, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins.Fréttablaðið/GVA

Ísland er öruggt land. Við höfum staðreyndir til að sanna það en verðum að sýna umheiminum fram á það, að sögn Þorvaldar E. Sigurðssonar, ráðgjafa og fyrrum framkvæmdastjóra Verne Holding, sem vinnur að byggingu gagnavers að Ásbrú á Reykjanesi.

Þorvaldur flutti erindi á afmælis­ráðstefnu Opinna kerfa þar sem hann fór yfir ástæður og kosti þess að reisa hér gagnaver.

Ísland hefur ýmsa kosti umfram önnur lönd þar sem gagnaver hafi verið reist, að mati Þorvaldar. Öðru fremur skipti máli að hér geti fyrirtæki tryggt örugga, stöðuga og endurnýjanlega raforku á samkeppnishæfu verði til langs tíma. Hann nefndi að raforkuverð geti sveiflast mikið í Bandaríkjunum auk þess að á sumum stöðum þar í landi verði fólk að haga lífi sínu í takt við raforkuframleiðsluna. Það þurfi ekki að gera hér.

Þorvaldur gagnrýndi fréttaflutning af gosinu á Eyjafjallajökli og sagði útlendinga halda að hér sé allt í kalda koli. Þótt gosið hafi vissulega valdið mikilli röskun á millilandaflugi sé það tímabundið ástand. Miklu máli skiptir að hefja starfsemi í gagnaveri Verne Holding að Ásbrú. Aðeins þannig verði útlendingum sýnt fram á öryggið hér, að sögn Þorvaldar. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×