Fleiri fréttir Lokað inn í Þórsmörk og upp á Sólheimajökul Veginum inn í Þórsmörk hefur verið lokað tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samhæfingarstöð. Ein hefur leiðinni verið lokað upp á Sólheimajökul. 31.3.2010 21:10 Engin hætta í byggð Byggð er ekki talin stafa hætta af nýju gossprungunni sem myndaðist á Fimmvörðuhálsi í kvöld. Nú er búið að ná stjórn á vettvangi við gosstöðvarnar að því er fram kemur hjá Samhæfingarmiðstöð. Ferðamönnum við gosstöðvarnar hefur verið snúið aftur til Skóga og niður í Þórsmörk og einnig hefur farartækjum á Mýrdalsjökli verið snúið til baka. 31.3.2010 21:52 Fólk í Básum heldur kyrru fyrir þar Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hefur öllu ferðafólki verið komið niður af Fimmvörðuhálsi. Veginum inn í Þórsmörk hefur verið lokað en fólk sem statt er inni í Básum mun halda kyrru fyrir þar. Þar er nokkur fjöldi fólks en lögregla hefur ekki nákvæma tölu á fjöldanum. 31.3.2010 21:27 Landsvirkjun kemur af fjöllum og segir skilyrði uppfyllt á Kárahnjúkum Landsvirkjun vísar því á bug að ekki hafi verið staðið við öll skilyrði varðandi Kárahnjúkavirkjun en eins og greint var frá í dag hefur umhverfisráðherra ákveðið að láta kanna það. Ráðherra sagðist í daga hafa fengið ábendingar um að skilyrði í úrskurði ráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar hafi ekki verið uppfyllt og því hefur Umhverfisstofnun verið falið að kanna málið. 31.3.2010 20:46 Aukin viðbúnaður vegna nýju sprungunnar Aukin mönnun er í Samhæfingarstöð vegna óvissunnar á Fimmvörðuhálsi en þar opnaðist ný sprunga um klukkan sjö. Í samhæfingarmiðstöðinni eru nú um 12 manns að störfum. Aðgerðastjórn á Hellu hefur einnig verið boðuð til starfa. 31.3.2010 20:30 Mælar Veðurstofunnar sýna engin merki um nýja sprungu Á mælum Veðurstofunnar er ekki hægt að sjá að ný sprunga hafi opnast á Fimmvörðuhálsi eins og raunin er. Að sögn jarðfræðings á vakt eru engin merki um aukinn óróa og engir jarðskjálftar hafa komið fram á mælum. 31.3.2010 20:14 Allt í lás hjá læknum Fátt bendir til annars en að neyðarástand skapist á Landspítalanum á morgun þegar sextíu læknar ætla að leggja niður störf vegna deilna um vinnutíma. 31.3.2010 19:05 Hraunið ekki á hraðferð í Þórsmörk Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast Þórsmörk frá því fyrir helgi. Ástæðan er víxlverkun hraunfossanna ofan í gilin tvö sem veldur því að nýjar hraunspýjur hlaðast upp í giljunum hver ofan á annnarri. 31.3.2010 18:39 Hraunið myndar skeifu um skjöldinn Minningarskjöldurinn um ungmennin þrjú, sem fórust á Fimmvörðuhálsi fyrir fjörutíu árum, er enn óskemmdur á sínum stað, rétt við rætur nýja eldfjallsins. Tvær hrauntungur hafa myndað skeifu utan um skjöldinn, en vari gosið lengi gæti minningarreiturinn lent undir hrauni. 31.3.2010 18:30 Hleypt inn í hollum í Heiðrúnu Margir hyggja á ferðalög um páskana og því kemur ekki á óvart að mikið hafi verið að gera í vínbúðum borgarinnar í dag. Meðfylgjandi mynd var tekin í Heiðrúnu fyrir stundu og þar var hleypt inn í hollum. 31.3.2010 17:22 Ráðherra undirritar makrílreglugerð Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag undirritað reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekki hafi náðst samkomulag við önnur strandríki um fyrirkomulag eða leyfilegt heildarmagn makrílveiða, og verða því leyfi til veiða á makríl einungis gefin út fyrir yfirstandandi ár. 31.3.2010 16:59 Fjórtándi hjálparstarfsmaður Rauða krossins til Haítí Valgerður Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heldur til Haítí þriðjudaginn 6. apríl til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Valgerður hefur áður starfað í neyðarverkefnum Rauða krossins í Pakistan og Írak. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að hún sé fjórtándi hjálparstarfsmaðurinn sem Rauði kross Íslands sendir til Haítí. 31.3.2010 16:47 Kárahnjúkar: Kannað hvort staðið hafi verið við skilyrði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við þau skilyrði sem umhverfisráðuneytið setti í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar í desember 2001. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ábendingar hafi borist um að ekki hafi verið staðið við öll skilyrði sem sett hafi verið og þess vegna hafi ráðherra falið Umhverfisstofnun að kanna það sérstaklega. 31.3.2010 16:32 Íranskur kjarnorkufræðingur í Bandaríkjunum Íranskur kjarnorkuvísindamaður hefur fengið pólitískt hæli í Bandaríkjunum að sögn ABC fréttastofunnar. 31.3.2010 16:14 Þungar áhyggjur af deilum almennra lækna við Landspítalann Læknaráð Landspítala lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þess ástands sem skapast ef deildar- og aðstoðarlæknar á sjúkrahúsinu mæta ekki til vinnu um næstu mánaðarmót. Tugir lækna gera ráð fyrir að leggja niður störf á morgun ef ekki næst sátt í deilu þeirra við stjórnendur spítalans sem snýst um vinnufyrirkomulag. 31.3.2010 15:32 Búrkur og blæjur bannaðar í Belgíu Þverpólitísk þingnefnd í Belgíu samþykkti einróma í dag að banna blæjur og annan klæðnað sem algerlega hylur andlit manna. 31.3.2010 15:21 Biskupar hvetja fólk til að kæra misnotkun Evrópskir biskupar eru farnir að hvetja fórnarlömg kynferðislegrar misnotkunar í kaþóolsku kirkjunni að fara með mál sín til lögregluyfirvalda. 31.3.2010 15:05 Sýna myndir af gosinu í HD gæðum Stöð 2 Sport HD sýnir um þessa dagana fyrstu myndirnar af gosinu á Fimmvörðuhálsi sem teknar eru upp með svokallaðri HD tækni. Myndirnar hafa verið í sýningu síðan í fyrradag og verða eitthvað áfram, að sögn Haraldar Ása Lárussonar, sem tók myndirnar. 31.3.2010 14:50 Skoda með fljótasta löggubílinn í Danaveldi Skoda og Ford umboðin í Danmörku eru komin í pínulítið stríð út af löggubílum. Í síðustu viku sagði Extrabladet frá Ford Focus sem umboðíð hafði látið mála sem lögreglubíl. 31.3.2010 14:21 Leggja niður störf á morgun að óbreyttu Tugir ungra lækna á Landspítalanum munu leggja niður störf frá og með morgundeginum ef ekki næst sátt um breytingar sem fyrirhugaðar eru á spítalanum. Þetta er mikill meirihluti almennra lækna á spítalanum,“ segir Gunnar Thoroddsen, hjá Félagi almennra lækna. Hann segist ekki geta sagt til um hversu margir læknar leggi niður störf. Þó er ljóst að þeir hlaupa á tugum. 31.3.2010 13:58 Upplýsingavefur um kosningar opnaður Upplýsingavefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins um sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi hefur verið opnaður. Á vefnum, sem hefur slóðina www.kosning.is, eins og við aðrar kosningar, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar er lúta að framkvæmd kosninganna. 31.3.2010 12:48 Veiði í Elliðavatni hefst á morgun Stangaveiði í Elliðavatni hefst á morgun. Það er mánuði fyrr en verið hefur síðustu áratugi. Veiðimenn geta útvegað sér leyfi til veiðanna á 31.3.2010 12:18 Hraunið fossar niður í Hrunagil Mikið hraunrennsli hefur verið niður í Hrunagil í morgun frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og sjást miklar gufusprengingar reglulega ofan í gilinu sem senda stóra gufubólstra hátt til himins. Mikill kraftur er enn í gosinu. 31.3.2010 12:06 Mæðrastyrksnefnd úthlutar matarpökkum með hátíðarbrag Matarpökkum verður úthlutað hjá hjálparsamtökum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Hátíðarbragur verður á pökkunum hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og minnsta páskaeggið í boði fyrir börnin. 31.3.2010 12:05 Menntamálaráðherra las fyrir leikskólabörn Formaður Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra afhenti nú í vikunni mennta- og menningarmálaráðherra fyrstu eintök af SAFT lestrarbókum fyrir börn um jákvæða og örugga netnotkun. 31.3.2010 11:47 Forsetinn sendi samúðarkveðjur til Rússlands Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag Dimitry Medvedev forseta Rússlands samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna 31.3.2010 11:41 Ráðherra gaf út reglugerðir um skötuselsveiðar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur undirritað tvær reglugerðir er snerta veiðar á skötusel. 31.3.2010 11:15 Krabbameinsleit fremur gagnleg en skaðleg Krabbameinsleit í brjóstum gerir meira gagn en ógagn. Fjöldi lífa sem bjargað er með slíkri leit er tvöfaldur á við þær leitir sem gerðar eru að tilefnislausu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerðar voru á 80 þúsund konum. 31.3.2010 10:36 Loftslagsprófessor gerði ekkert rangt Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að prófessor sem var í miðdepli hins svokallaða tölvupóstahneykslis í loftslagsmálum hafi ekki falsað neinar niðurstöður. 31.3.2010 09:48 Fjölmörgum frumvörpum dreift í dag Engin mál eru á dagskrá Alþingis í dag, en dagurinn verður þess í stað notaður til að dreifa frumvörpum, enda er þetta síðasti dagur til þess á þessu vorþingi. Frumvörp, sem þingflokkar stjórnarflokkanna og ríkisstjórnin hafa samþykkt, skipta tugum, og mörg hver varða endurreysn efnahagslífsins. 31.3.2010 09:24 Ellefu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás Að minnsta kosti ellefu fórust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í bænum Kisljar á Kákasussvæðinu við Rússland í nótt. Meðal þeirra sem fórust voru sex lögreglumenn. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna hryðjuverkanna í Moskvu í fyrradag. 31.3.2010 08:09 Fresta skýrslu um morðið á Bhutto Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað útgáfu skýrslu um morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, að beiðni pakistanskra stjórnvalda. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, samþykkti þessa frestun í gær, einungis fáeinum klukkustundum áður en skýrlsan átti að koma út. Bhutto var myrt í sjálfsmorðsárás á leið sinni á framboðsfund í Rawalpindi í desember 2007. 31.3.2010 08:00 Rændu 100 indverskum sjómönnum Sómalskir sjóræningjar hafa rænt meira en 100 indverskum sjómönnum undan ströndum Sómalíu. Gíslarnir voru á sjö til átta farþegaskipum þegar þeim var rænt, en skipin eru núna á valdi sjóræningjanna. 31.3.2010 08:00 Biðjast afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica Serbneska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem beðist er afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica fyrir fimmtán árum síðan. Í ályktuninni segir að Serbar hefðu átt að gera meira til þess að koma í veg fyrir þær hörmungar sem urðu. Um átta þúsund múslimar í Bosníu voru myrtir í árásunum en árásarmennirnir voru bandamenn Slobodans Milesovic, sem þá var forseti Serbíu. Ályktunin var samþykkt með naumum meirihluta eftir 13 tíma umræður í serbneska þinginu. 31.3.2010 07:51 Innbrotsþjófar fóru inní fyrirtæki við Skipholt Brotist var inn í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík i nótt og þaðan stolið dýrum tækjabúnaði, að sögn lögreglu. Það var öryggisvörður, sem tilkynnti um innbrotið, en þá voru þjófarnir á bak og burt og eru ófundnir. Búnaðurinn mun vera sérhæfður og er því ekki talinn markaðsvara á fíkniefnamarkaðnum. 31.3.2010 07:38 Kveiktu í timburgámi í Borgarnesi Mikill eldur gaus upp í timburgámi fyrir úrgangstimbur á gámasvæðinu í Borgarnesi í gærkvöldi og skíðlogaði úr honum þegar slökkvilið kom á vettvang. Auk þess lagði mikinn reyk yfir bæinn. Slökkvistarf gekk vel og eldurinn náði ekki að teygja sig í verðmæti í grenndinni. Brennuvargurinn er ófundinn.-Það var líka kveikt í rusli á skólalóð Hólabrekkuskóla í Reykjavík, en ekki hlaust tjón af áður en eldurinn var slökktur. Ekki er vitað hver kveikti í.- 31.3.2010 07:33 Vildu fá endurgreidda töng sem þeir stálu Lögreglan á Akranesi handtók í gær tvö kalrmenn um tvítugt á bensínstöð Olís þar í bæ, þar sem þeir voru að reyna að fá endurgreidda forláta töng, sem þeir höfðu skömmu áður stolið í Olísstöðinni í Borgarnesi. 31.3.2010 07:07 Tifandi tímasprengja á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveit var kölluð út undir morgun eftir að kona hafði fest bíl sinn í krapa og íshröngli í Gilsá í Fljótsdal, en hún var ásamt tveimur öðrum á leið að gosstöðvunum við Fimmvörðuháls. 31.3.2010 07:00 Súkkulaði dregur úr líkum á hjartasjúkdómum Líkurnar á því að fá hjartasjúkdóma eða heilablóðfall geta minnkað um 39%, borði menn súkkulaði á hverjum degi. Þetta fullyrðir þýskur næringarfræðingur sem hefur rannsakað málið. 31.3.2010 07:00 Hyggjast leigja makrílkvóta Sú hugmynd er rædd af alvöru innan sjávarútvegsráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að makrílkvóta þessa árs, sem er 130 þúsund tonn, verði ekki deilt út til útgerðanna í landinu í neinu samhengi við veiðireynslu þeirra. Útgerðir sem hafa aflað sér veiðireynslu undanfarin fjögur ár muni fá tiltekið magn í sinn hlut en frekari veiðiheimildir þurfi viðkomandi útgerð að greiða fyrir. 31.3.2010 06:15 Fermdist ásamt dóttur sinni og tvíburasonum Þjóðkirkjan Séra Bragi Ingibergsson í Víðistaðakirkju blessaði ellefu fermingarbörn á sunnudaginn var. Þar af voru fjögur úr sömu fjölskyldunni, og það elsta að nálgast fertugt. 31.3.2010 06:00 Níu Fáfnisliðar krefja ríkið um skaðabætur Níu núverandi og fyrrverandi félagar í vélhjólaklúbbnum Fáfni hafa stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta vegna ólögmætrar handtöku. Sjö þeirra krefjast 600 þúsund króna í bætur og tveir krefjast einnar milljónar. 31.3.2010 06:00 Össur fagnar viðbrögðum Hillary Clinton „Við erum mjög ánægð með viðbrögð utanríkisráðherra Bandaríkjanna og teljum að hún hafi lög að mæla,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um orð Hillary Clinton á samráðsfundi fimm ríkja um málefni norðurskautsins, sem haldinn var í Kanada, „en við höfum reyndar komið þessum sjónarmiðum skýrt á framfæri við bandarísk stjórnvöld í gegnum utanríkisþjónustuna. Og ég man ekki betur en ég hafi verið eini utanríkisráðherra þessara þriggja ríkja sem utan standa, sem kvaddi sér hljóðs um málið á alþjóðafundi fyrir um tveimur mánuðum.“ 31.3.2010 05:30 Meirihluti framlaga úr sjávarútveginum Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. 31.3.2010 05:00 Bygging á nýju fangelsi fær græna ljósið „Þetta er ánægjulegur áfangi í fangelsismálum hér á landi," segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær um að dómsmálaráðuneyti verði heimilað að auglýsa útboð nýrrar fangelsisbyggingar á höfuðborgarsvæðinu svo fremi sem fjármögnun fáist. 31.3.2010 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Lokað inn í Þórsmörk og upp á Sólheimajökul Veginum inn í Þórsmörk hefur verið lokað tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samhæfingarstöð. Ein hefur leiðinni verið lokað upp á Sólheimajökul. 31.3.2010 21:10
Engin hætta í byggð Byggð er ekki talin stafa hætta af nýju gossprungunni sem myndaðist á Fimmvörðuhálsi í kvöld. Nú er búið að ná stjórn á vettvangi við gosstöðvarnar að því er fram kemur hjá Samhæfingarmiðstöð. Ferðamönnum við gosstöðvarnar hefur verið snúið aftur til Skóga og niður í Þórsmörk og einnig hefur farartækjum á Mýrdalsjökli verið snúið til baka. 31.3.2010 21:52
Fólk í Básum heldur kyrru fyrir þar Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hefur öllu ferðafólki verið komið niður af Fimmvörðuhálsi. Veginum inn í Þórsmörk hefur verið lokað en fólk sem statt er inni í Básum mun halda kyrru fyrir þar. Þar er nokkur fjöldi fólks en lögregla hefur ekki nákvæma tölu á fjöldanum. 31.3.2010 21:27
Landsvirkjun kemur af fjöllum og segir skilyrði uppfyllt á Kárahnjúkum Landsvirkjun vísar því á bug að ekki hafi verið staðið við öll skilyrði varðandi Kárahnjúkavirkjun en eins og greint var frá í dag hefur umhverfisráðherra ákveðið að láta kanna það. Ráðherra sagðist í daga hafa fengið ábendingar um að skilyrði í úrskurði ráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar hafi ekki verið uppfyllt og því hefur Umhverfisstofnun verið falið að kanna málið. 31.3.2010 20:46
Aukin viðbúnaður vegna nýju sprungunnar Aukin mönnun er í Samhæfingarstöð vegna óvissunnar á Fimmvörðuhálsi en þar opnaðist ný sprunga um klukkan sjö. Í samhæfingarmiðstöðinni eru nú um 12 manns að störfum. Aðgerðastjórn á Hellu hefur einnig verið boðuð til starfa. 31.3.2010 20:30
Mælar Veðurstofunnar sýna engin merki um nýja sprungu Á mælum Veðurstofunnar er ekki hægt að sjá að ný sprunga hafi opnast á Fimmvörðuhálsi eins og raunin er. Að sögn jarðfræðings á vakt eru engin merki um aukinn óróa og engir jarðskjálftar hafa komið fram á mælum. 31.3.2010 20:14
Allt í lás hjá læknum Fátt bendir til annars en að neyðarástand skapist á Landspítalanum á morgun þegar sextíu læknar ætla að leggja niður störf vegna deilna um vinnutíma. 31.3.2010 19:05
Hraunið ekki á hraðferð í Þórsmörk Hraunið frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi hefur ekkert nálgast Þórsmörk frá því fyrir helgi. Ástæðan er víxlverkun hraunfossanna ofan í gilin tvö sem veldur því að nýjar hraunspýjur hlaðast upp í giljunum hver ofan á annnarri. 31.3.2010 18:39
Hraunið myndar skeifu um skjöldinn Minningarskjöldurinn um ungmennin þrjú, sem fórust á Fimmvörðuhálsi fyrir fjörutíu árum, er enn óskemmdur á sínum stað, rétt við rætur nýja eldfjallsins. Tvær hrauntungur hafa myndað skeifu utan um skjöldinn, en vari gosið lengi gæti minningarreiturinn lent undir hrauni. 31.3.2010 18:30
Hleypt inn í hollum í Heiðrúnu Margir hyggja á ferðalög um páskana og því kemur ekki á óvart að mikið hafi verið að gera í vínbúðum borgarinnar í dag. Meðfylgjandi mynd var tekin í Heiðrúnu fyrir stundu og þar var hleypt inn í hollum. 31.3.2010 17:22
Ráðherra undirritar makrílreglugerð Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í dag undirritað reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er tekið fram að ekki hafi náðst samkomulag við önnur strandríki um fyrirkomulag eða leyfilegt heildarmagn makrílveiða, og verða því leyfi til veiða á makríl einungis gefin út fyrir yfirstandandi ár. 31.3.2010 16:59
Fjórtándi hjálparstarfsmaður Rauða krossins til Haítí Valgerður Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, heldur til Haítí þriðjudaginn 6. apríl til starfa fyrir Rauða kross Íslands. Valgerður hefur áður starfað í neyðarverkefnum Rauða krossins í Pakistan og Írak. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að hún sé fjórtándi hjálparstarfsmaðurinn sem Rauði kross Íslands sendir til Haítí. 31.3.2010 16:47
Kárahnjúkar: Kannað hvort staðið hafi verið við skilyrði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við þau skilyrði sem umhverfisráðuneytið setti í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar í desember 2001. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ábendingar hafi borist um að ekki hafi verið staðið við öll skilyrði sem sett hafi verið og þess vegna hafi ráðherra falið Umhverfisstofnun að kanna það sérstaklega. 31.3.2010 16:32
Íranskur kjarnorkufræðingur í Bandaríkjunum Íranskur kjarnorkuvísindamaður hefur fengið pólitískt hæli í Bandaríkjunum að sögn ABC fréttastofunnar. 31.3.2010 16:14
Þungar áhyggjur af deilum almennra lækna við Landspítalann Læknaráð Landspítala lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þess ástands sem skapast ef deildar- og aðstoðarlæknar á sjúkrahúsinu mæta ekki til vinnu um næstu mánaðarmót. Tugir lækna gera ráð fyrir að leggja niður störf á morgun ef ekki næst sátt í deilu þeirra við stjórnendur spítalans sem snýst um vinnufyrirkomulag. 31.3.2010 15:32
Búrkur og blæjur bannaðar í Belgíu Þverpólitísk þingnefnd í Belgíu samþykkti einróma í dag að banna blæjur og annan klæðnað sem algerlega hylur andlit manna. 31.3.2010 15:21
Biskupar hvetja fólk til að kæra misnotkun Evrópskir biskupar eru farnir að hvetja fórnarlömg kynferðislegrar misnotkunar í kaþóolsku kirkjunni að fara með mál sín til lögregluyfirvalda. 31.3.2010 15:05
Sýna myndir af gosinu í HD gæðum Stöð 2 Sport HD sýnir um þessa dagana fyrstu myndirnar af gosinu á Fimmvörðuhálsi sem teknar eru upp með svokallaðri HD tækni. Myndirnar hafa verið í sýningu síðan í fyrradag og verða eitthvað áfram, að sögn Haraldar Ása Lárussonar, sem tók myndirnar. 31.3.2010 14:50
Skoda með fljótasta löggubílinn í Danaveldi Skoda og Ford umboðin í Danmörku eru komin í pínulítið stríð út af löggubílum. Í síðustu viku sagði Extrabladet frá Ford Focus sem umboðíð hafði látið mála sem lögreglubíl. 31.3.2010 14:21
Leggja niður störf á morgun að óbreyttu Tugir ungra lækna á Landspítalanum munu leggja niður störf frá og með morgundeginum ef ekki næst sátt um breytingar sem fyrirhugaðar eru á spítalanum. Þetta er mikill meirihluti almennra lækna á spítalanum,“ segir Gunnar Thoroddsen, hjá Félagi almennra lækna. Hann segist ekki geta sagt til um hversu margir læknar leggi niður störf. Þó er ljóst að þeir hlaupa á tugum. 31.3.2010 13:58
Upplýsingavefur um kosningar opnaður Upplýsingavefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins um sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí næstkomandi hefur verið opnaður. Á vefnum, sem hefur slóðina www.kosning.is, eins og við aðrar kosningar, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar er lúta að framkvæmd kosninganna. 31.3.2010 12:48
Veiði í Elliðavatni hefst á morgun Stangaveiði í Elliðavatni hefst á morgun. Það er mánuði fyrr en verið hefur síðustu áratugi. Veiðimenn geta útvegað sér leyfi til veiðanna á 31.3.2010 12:18
Hraunið fossar niður í Hrunagil Mikið hraunrennsli hefur verið niður í Hrunagil í morgun frá eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og sjást miklar gufusprengingar reglulega ofan í gilinu sem senda stóra gufubólstra hátt til himins. Mikill kraftur er enn í gosinu. 31.3.2010 12:06
Mæðrastyrksnefnd úthlutar matarpökkum með hátíðarbrag Matarpökkum verður úthlutað hjá hjálparsamtökum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Hátíðarbragur verður á pökkunum hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og minnsta páskaeggið í boði fyrir börnin. 31.3.2010 12:05
Menntamálaráðherra las fyrir leikskólabörn Formaður Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra afhenti nú í vikunni mennta- og menningarmálaráðherra fyrstu eintök af SAFT lestrarbókum fyrir börn um jákvæða og örugga netnotkun. 31.3.2010 11:47
Forsetinn sendi samúðarkveðjur til Rússlands Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag Dimitry Medvedev forseta Rússlands samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna 31.3.2010 11:41
Ráðherra gaf út reglugerðir um skötuselsveiðar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hefur undirritað tvær reglugerðir er snerta veiðar á skötusel. 31.3.2010 11:15
Krabbameinsleit fremur gagnleg en skaðleg Krabbameinsleit í brjóstum gerir meira gagn en ógagn. Fjöldi lífa sem bjargað er með slíkri leit er tvöfaldur á við þær leitir sem gerðar eru að tilefnislausu. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerðar voru á 80 þúsund konum. 31.3.2010 10:36
Loftslagsprófessor gerði ekkert rangt Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að prófessor sem var í miðdepli hins svokallaða tölvupóstahneykslis í loftslagsmálum hafi ekki falsað neinar niðurstöður. 31.3.2010 09:48
Fjölmörgum frumvörpum dreift í dag Engin mál eru á dagskrá Alþingis í dag, en dagurinn verður þess í stað notaður til að dreifa frumvörpum, enda er þetta síðasti dagur til þess á þessu vorþingi. Frumvörp, sem þingflokkar stjórnarflokkanna og ríkisstjórnin hafa samþykkt, skipta tugum, og mörg hver varða endurreysn efnahagslífsins. 31.3.2010 09:24
Ellefu fórust í sjálfsmorðssprengjuárás Að minnsta kosti ellefu fórust í tveimur sjálfsmorðssprengjuárásum í bænum Kisljar á Kákasussvæðinu við Rússland í nótt. Meðal þeirra sem fórust voru sex lögreglumenn. Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær vegna hryðjuverkanna í Moskvu í fyrradag. 31.3.2010 08:09
Fresta skýrslu um morðið á Bhutto Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað útgáfu skýrslu um morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, að beiðni pakistanskra stjórnvalda. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, samþykkti þessa frestun í gær, einungis fáeinum klukkustundum áður en skýrlsan átti að koma út. Bhutto var myrt í sjálfsmorðsárás á leið sinni á framboðsfund í Rawalpindi í desember 2007. 31.3.2010 08:00
Rændu 100 indverskum sjómönnum Sómalskir sjóræningjar hafa rænt meira en 100 indverskum sjómönnum undan ströndum Sómalíu. Gíslarnir voru á sjö til átta farþegaskipum þegar þeim var rænt, en skipin eru núna á valdi sjóræningjanna. 31.3.2010 08:00
Biðjast afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica Serbneska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem beðist er afsökunar á fjöldamorðunum í Srebrenica fyrir fimmtán árum síðan. Í ályktuninni segir að Serbar hefðu átt að gera meira til þess að koma í veg fyrir þær hörmungar sem urðu. Um átta þúsund múslimar í Bosníu voru myrtir í árásunum en árásarmennirnir voru bandamenn Slobodans Milesovic, sem þá var forseti Serbíu. Ályktunin var samþykkt með naumum meirihluta eftir 13 tíma umræður í serbneska þinginu. 31.3.2010 07:51
Innbrotsþjófar fóru inní fyrirtæki við Skipholt Brotist var inn í fyrirtæki við Skipholt í Reykjavík i nótt og þaðan stolið dýrum tækjabúnaði, að sögn lögreglu. Það var öryggisvörður, sem tilkynnti um innbrotið, en þá voru þjófarnir á bak og burt og eru ófundnir. Búnaðurinn mun vera sérhæfður og er því ekki talinn markaðsvara á fíkniefnamarkaðnum. 31.3.2010 07:38
Kveiktu í timburgámi í Borgarnesi Mikill eldur gaus upp í timburgámi fyrir úrgangstimbur á gámasvæðinu í Borgarnesi í gærkvöldi og skíðlogaði úr honum þegar slökkvilið kom á vettvang. Auk þess lagði mikinn reyk yfir bæinn. Slökkvistarf gekk vel og eldurinn náði ekki að teygja sig í verðmæti í grenndinni. Brennuvargurinn er ófundinn.-Það var líka kveikt í rusli á skólalóð Hólabrekkuskóla í Reykjavík, en ekki hlaust tjón af áður en eldurinn var slökktur. Ekki er vitað hver kveikti í.- 31.3.2010 07:33
Vildu fá endurgreidda töng sem þeir stálu Lögreglan á Akranesi handtók í gær tvö kalrmenn um tvítugt á bensínstöð Olís þar í bæ, þar sem þeir voru að reyna að fá endurgreidda forláta töng, sem þeir höfðu skömmu áður stolið í Olísstöðinni í Borgarnesi. 31.3.2010 07:07
Tifandi tímasprengja á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveit var kölluð út undir morgun eftir að kona hafði fest bíl sinn í krapa og íshröngli í Gilsá í Fljótsdal, en hún var ásamt tveimur öðrum á leið að gosstöðvunum við Fimmvörðuháls. 31.3.2010 07:00
Súkkulaði dregur úr líkum á hjartasjúkdómum Líkurnar á því að fá hjartasjúkdóma eða heilablóðfall geta minnkað um 39%, borði menn súkkulaði á hverjum degi. Þetta fullyrðir þýskur næringarfræðingur sem hefur rannsakað málið. 31.3.2010 07:00
Hyggjast leigja makrílkvóta Sú hugmynd er rædd af alvöru innan sjávarútvegsráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að makrílkvóta þessa árs, sem er 130 þúsund tonn, verði ekki deilt út til útgerðanna í landinu í neinu samhengi við veiðireynslu þeirra. Útgerðir sem hafa aflað sér veiðireynslu undanfarin fjögur ár muni fá tiltekið magn í sinn hlut en frekari veiðiheimildir þurfi viðkomandi útgerð að greiða fyrir. 31.3.2010 06:15
Fermdist ásamt dóttur sinni og tvíburasonum Þjóðkirkjan Séra Bragi Ingibergsson í Víðistaðakirkju blessaði ellefu fermingarbörn á sunnudaginn var. Þar af voru fjögur úr sömu fjölskyldunni, og það elsta að nálgast fertugt. 31.3.2010 06:00
Níu Fáfnisliðar krefja ríkið um skaðabætur Níu núverandi og fyrrverandi félagar í vélhjólaklúbbnum Fáfni hafa stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta vegna ólögmætrar handtöku. Sjö þeirra krefjast 600 þúsund króna í bætur og tveir krefjast einnar milljónar. 31.3.2010 06:00
Össur fagnar viðbrögðum Hillary Clinton „Við erum mjög ánægð með viðbrögð utanríkisráðherra Bandaríkjanna og teljum að hún hafi lög að mæla,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um orð Hillary Clinton á samráðsfundi fimm ríkja um málefni norðurskautsins, sem haldinn var í Kanada, „en við höfum reyndar komið þessum sjónarmiðum skýrt á framfæri við bandarísk stjórnvöld í gegnum utanríkisþjónustuna. Og ég man ekki betur en ég hafi verið eini utanríkisráðherra þessara þriggja ríkja sem utan standa, sem kvaddi sér hljóðs um málið á alþjóðafundi fyrir um tveimur mánuðum.“ 31.3.2010 05:30
Meirihluti framlaga úr sjávarútveginum Meira en helmingur allra framlaga lögaðila til Sjálfstæðisflokksins árið 2008 kom úr sjávarútvegi. 31.3.2010 05:00
Bygging á nýju fangelsi fær græna ljósið „Þetta er ánægjulegur áfangi í fangelsismálum hér á landi," segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær um að dómsmálaráðuneyti verði heimilað að auglýsa útboð nýrrar fangelsisbyggingar á höfuðborgarsvæðinu svo fremi sem fjármögnun fáist. 31.3.2010 05:00