Fleiri fréttir Hægir á verðhækkun orku Tólf mánaða verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) minnkaði lítillega í febrúar á þessu ári, var 1,9 prósent. Í fyrra mánuði mældist 2,1 prósents verðbólga. 31.3.2010 02:00 Mikil mildi að enginn slasaðist Mikil mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast þegar bíl var ekið í gegnum girðingu og inn á lóð leikskólans Suðurborgar í Breiðholti á mánudag. Börnin voru innan dyra þegar atvikið varð. 31.3.2010 01:30 Óvíst um afdrif námumanna Kína, AP Ættingjar 153 námuverkamanna kröfðust svara og aðgerða af björgunarfólki og stjórnvöldum í Kína. Um þúsund björgunarmenn hafa unnið á vöktum við að bjarga mönnum úr námu í Shanxi-héraði eftir að vatn flæddi niður í hana á sunnudag. 31.3.2010 01:00 Kveikt í rusli við Hólabrekkuskóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað í Breiðholtið í kvöld en þar hafði verið kveikt í rusli á lóð Hólabrekkuskóla. Að sögn vaktstjóra var um minniháttar eld að ræða og slökkvliðsmenn áttu ekki í vandræðum með að slökkva í glæðunum. Að öðru leyti hefur kvöldið verið rólegt hjá slökkviliðs- og lögreglumönnum. 30.3.2010 22:25 Varnarmálastofnun lokað um áramót Varnarmálastofnun verður lögð niður 1. janúar næstkomandi verði boðað frumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt. 30.3.2010 21:33 Níu mánaða fangelsi fyrir þjófnað og ölvunarakstur Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyri þjófnað og umferðarlagabrot. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánuði einnig, en þá var dómurinn bundinn skilorði að fullu. 30.3.2010 20:26 Ungir framsóknarmenn á Austurlandi vilja hætta ESB viðræðum Stjórn Eysteins - félags ungra framsóknarmanna á Austurlandi, skorar á ríkisstjórn Íslands að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og draga aðildarumsóknina til baka. Það er austfirski miðillinn Austurglugginn sem greinir frá þessu en félagið samþykkti ályktun þess efnis í gær. Þetta er þvert á nýlega ályktun Sambands ungra framsóknarmanna. 30.3.2010 19:55 Gróðurinn stendur af sér kuldakastið Kuldakastið undanfarna daga, hefur engin áhrif á gróðurinn, sem byrjaður er að lifna við. Þetta segir Náttúrufræðistofnun. Margir hafa velt fyrir sér áhrifum kuldans á gróðurinn sem er að kvikna eftir veturinn, en það mun vera alvanalegt að kuldaköst sem þessi komi eftir að gróður hefur tekið við sér. Hann mun því harka af sér frosthörkur síðustu daga. 30.3.2010 19:07 TR borgar bæturnar á morgun Tryggingastofnun ríkisins hyggst borga lífeyrisþegum mánaðarlegar bætur á morgun eða degi fyrr en vanalega vegna páskahátíðarinnar. 30.3.2010 19:06 Ekki inn í gilin í Þórsmörk án súrefniskúta Þótt Þórsmörk hafi nú verið opnuð á ný verður fólki bannað fara inn í gilin sem hraunið rennur um vegna hættu á eiturgasi og gufusprengingum. 30.3.2010 18:56 Gosrásin beygði á síðustu stundu til Fimmvörðuháls Litlu munaði að eldgosið kæmi upp í austurjaðri hábungu Eyjafjallajökuls og ylli stórhlaupi í Markarfljóti sem hefði rofið varnargarða og sett fólk í bráða hættu. Kvikan beygði hins vegar á síðustu stundu í átt til Fimmvörðuháls á leið sinni til yfirborðs. 30.3.2010 18:36 Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp um fækkun lögregluumdæma Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra þess efnis að lögregluumdæmum verði fækkað úr 15 í 6 og að yfirstjórn lögreglu verði skilin frá embættum sýslumanna frá og með 1. janúar 2011. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að miðað sé við að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á morgun að fengnu samþykki stjórnarflokka. 30.3.2010 17:34 Catalina reyndi að lokka samfanga sinn í vændi Catalina Ncoco bauð samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona, þegar hún væri laus úr fangelsi. Hún var úrskurð í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Stefnt er á aðalmeðferð í máli hennar þann 12. apríl. Breki Logason. 30.3.2010 17:18 Kanada löðrungaði Hillary Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna fékk óþægilegan skell í Kanada í dag. 30.3.2010 17:12 Helstirnið í nærmynd Cassini geimfarið tók þessa mynd af Mimas tungli Satúrnusar úr aðeins 9.500 kílómetra fjarlægð. Það er það næsta sem geimfar hefur farið tunglinu. 30.3.2010 16:44 Óvíst að fiskum fjölgi þrátt fyrir hvalveiðar Útreikningar um hagkvæmni hvalaveiða eru hæpnir, að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann segir að þessir útreikningar sýni hvað það sé hættulegt þegar hagfræðingar komist í tölur sem þeir skilji ekki. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að hvalveiðar þjóðhagslega hagkvæmar. Því vísar Árni á bug. 30.3.2010 16:22 Gunnar tók þriðja sætið Tuttugu og tveggja manna framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi var samþykktur á fulltrúarfundi flokksins í gær. Fátt kemur á óvart á listanum sem endurspeglar niðurstöðu prófkjörsins í Kópavogi. 30.3.2010 15:51 Þakhluti á höll Nerós hrundi í dag Stór hluti af þakinu á hinni Gullnu höll Nerós í Róm hrundi í dag. Ekki er vitað til þess að neinn hafi orðið þar undir, en slökkviliðsmenn hafa girt svæðið af og eru að leita í rústunum. 30.3.2010 15:47 Með hríðskotariffla í neðanjarðarlestum Lestarfarþegum í neðanjarðarlestum í New York brá í brún í morgun þegar þeir sáu lögreglumenn með hríðskotariffla, hjálma og í skotheldum vestum um borð í lestarvögnunum. 30.3.2010 14:24 Veðurstofan sagði að rólegra væri undir Eyjafjallajökli Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis fékk þær upplýsingar frá Veðurstofunni laust fyrir klukkan fimm á gosdaginn, þann 20. mars, að heldur rólegra væri undir Eyjafjallajökli en hefði þá verið undanfarna daga. Engu að síður væri unnið eftir áætlunum um óvissustig á svæðinu vegna mögulegs eldgoss. 30.3.2010 14:23 Páskaeggin brotnuðu öll á leið til Danmerkur Íslenskur afi sem ætlaði að senda páskaegg til barnabarna sinna í Danmörku segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við danska póstinn. Hann sendi átta páskaegg til Esbjerg í síðustu viku en þegar þau komust á leiðarenda voru þau öll brotin nema eitt. 30.3.2010 14:01 Hvar í helv... er klósettpappírinn? Starfsmenn í Stjórnsýslumiðstöð breska ríkisins í West Midlands eru öskureiðir yfir því að búið er að setja upp tímamæla sem slökkva ljós á klósettum miðstöðvarinnar eftir tíu mínútur. 30.3.2010 13:45 Fyrrverandi ráðherra vill kalla sendiherra í Bandaríkjunum heim Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, vill að sendiherra íslands í Bandaríkjunum verði kallaður heim. Hann gagnrýnir á bloggi sínu að enn hafi ekki verið skipaður bandarískur sendiherra hér, og vill að íslenski sendiherrann vestra verði kallaður heim til skrafs og ráðagerða sem fyrst. 30.3.2010 12:29 Alvarlegum umferðarslysum fækkaði um 15% Alvarlegum umferðarslysum fækkaði um 15% í fyrra, eða úr 200 í hitteðfyrra í 170 slys á síðasta ári. Þetta sýna niðurstöður samantektar slysaskráningar Umferðarstofu á umferðarslysum fyrir síðasta ár. Slysaskráning Umferðarstofu byggist á lögregluskýrslum úr gagnagrunni Ríkislögreglustjóra. 30.3.2010 12:12 Veðurstofan varaði Almannavarnir við hálfum degi fyrir upphaf goss Veðurstofan tilkynnti Almannavörnum hálfum sólarhring fyrir upphaf eldgossins á Fimmvörðuhálsi um verulega grynnri skjálftavirkni í Eyjafjallajökli, sem benti til að kvikan væri á uppleið. Ekki var talin ástæða til sérstakra viðbragða enda var þá þegar búið að lýsa yfir óvissustigi. 30.3.2010 12:03 Morðkvendin í Moskvu hyllt Margar vefsíður sem tengjast Al Kaida hafa hyllt konurnar tvær sem myrtu þrjátíu og níu Rússa í sprengjuárásum á neðanjarðarlestarkerfi Moskvu í gær. 30.3.2010 11:03 Tony Blair aftur í slaginn Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands blandar sér í dag í kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar sem að öllum líkindum verða haldnar sjötta maí næstkomandi. 30.3.2010 10:24 Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Finnska skáldkonan Sofi Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010. Verðlaunin hlýtur hún fyrir þriðju bók sína Puhdistus. 30.3.2010 10:07 Nú brosir Silvio breitt Það virðist vera nokkuð sama hversu mikið andstæðingarnir hamast á Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Hann heldur sínu og vel það. 30.3.2010 10:04 Ólíklegt að það gjósi víðar við Eyjafjallajökul Litlar líkur eru á því að eldgos verði annarsstaðar við Eyjafjallajökul, segir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þetta var niðurstaða fundar almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og vísindamönnum í gær. Eyjafjallajökull verður áfram lokaður fyrir umferð. 30.3.2010 09:57 Yfir 700 manns fengu íslenskan ríkisborgararétt Alls fengu 728 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en þeir voru 914 árið áður. Aldrei höfðu fleiri fengið íslenskan ríkisborgararétt en árið 2008. Hagstofan segir að árið 1991 hafi 161 einstaklingur fengið íslenskan ríkisborgararétt en þeim hafi fjölgað jafnt og þétt síðan. 30.3.2010 09:42 Enginn strætó á föstudaginn langa og páskadag Akstur vagna Strætó bs. um páskahátíðina verður sem hér segir: Á skírdag, fimmtudaginn 1. apríl, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Á 30.3.2010 08:52 Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Obama Tuttugu og eins árs gamall nýnasisti frá Tennesse í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa ætlað að myrða fjölda svartra Bandaríkjamanna. Þar á meðal Barack Obama, sem þá var öldungardeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi. 30.3.2010 08:23 Óttast að Kínverjar taki þúsundir manna af lífi Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja kínversk stjórnvöld til að greina frá því hversu margir borgarar eru teknir þar af lífi á hverju ári. 30.3.2010 08:00 Börn hreyfa sig of lítið Þriðjungur barna í öllum heiminum ver þremur tímum eða meira á dag fyrir framan tölvu eða sjónvarpið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gert. Rannsóknin tók til nærri 73 þúsund barna á aldrinum 13 - 15 ára í 34 löndum. 30.3.2010 07:47 Vilja að allur mjólkurkvóti fari á kvótamarkað Kúabændur vilja að allur mjólkurkvóti, sem losnar, fari um kvótamarkað þar sem allir bændur geti boðið í hann og að viðskiptin verði gegnsæ. Stjórn Samtaka ungra bænda fagnar mjög þessum hugmyndum, ekki síst nú þegar hætta sé á að að bankar eignist skuldug kúabú og fari að ráðstafa mjólkurkvótanum úr þeim eins og örðum eignum, án auglýsinga, eins og dæmin sanni.- 30.3.2010 07:42 Slösuðust í bílveltu í Hamarsfirði Tveir erlendir ferðamenn slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar jepplingur þeirra valt í Hamarsfirði skammt frá Höfn í Hornafirði í gærkvöldi. Gert var að meiðslum þeirra á heilsugæslustöðinni á Höfn og gistu þeir á Höfn í nótt. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en hálka var á veginum og gekk á með snörpum vindhviðum.- 30.3.2010 07:26 Þjóðarsorg í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag vegna þeirra 38 sem fórust í sjálfsmorðssprengingum í landinu í fyrrinótt. 30.3.2010 07:00 Enn finnst fólk í hrakningum á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitarmenn á Fimmvörðuhálsi fundu enn kalda og hrakta göngumenn á slóðum eldgossins seint í gærkvöldi eftir að myrkur var skollið á. Þeir leituðu af sér allan grun um fleiri, sem þannig væri ástatt um 30.3.2010 07:00 Sóttu mann af grænlenskum togara Sjómaður á grænlenskum togara slasaðist þegar togarinn var að veiðum á milli Íslands og Grænlands síðdegis í gær. Togarinn hóf þegar siglingu á fullri ferð áleiðis til Íslands og óskaði skipstjórinn eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja hinn slasaða. TF LÍF var send til móts við togarann og var skppverjinn hífður um borð og fluttur til Reykjavíkur, þar sem þyrlan lenti um klukkan ellefu og hinn slasaði komst undir læknis hendur. Hann er ekki lífshættulega slasaður.- 30.3.2010 07:00 Braggabúar voru stimplaðir Þúsundir manna bjuggu í braggahverfum í Reykjavík í síðari heimsstyrjöld og fyrstu áratugina eftir stríð. Íbúar hverfanna sættu oft og tíðum neikvæðum viðbrögðum umhverfisins og voru stimplaðir af samfélaginu, eingöngu vegna búsetu sinnar. 30.3.2010 07:00 Ölvuð kona ók á bíl Kona ók bíl sínum utan í annan bíl í Skeifunni í Reykjavík í gærkvöldi, og reyndist hún drukkin, þegar til kom. Lögreglan tók hana í sína vörslu og færði hana í blóðpröfu og bílinn á lögreglustöðina. Annars var óvenju rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.- 30.3.2010 07:00 Aung San Suu Kyi ekki fram Lýðræðishreyfingin í Búrma ætlar ekki að bjóða fram í þingkosningum, sem herforingjastjórnin hefur boðað til síðar í ár. Hreyfingin segir greinilegt að kosningarnar verði ekki lýðræðislegar. Þetta verða fyrstu þingkosningar í landinu í tvo áratugi. Herforingjastjórnin hefur lagt ríka áherslu á að stjórnarandstæðingar gæti hófs í baráttunni. 30.3.2010 06:00 Vill stjórnarandstöðuna að borðinu Ef meirihluti ríkisstjórnarinnar á Alþingi er of veikur til að hrinda aðgerðum í framkvæmd verður að fá stjórnarandstöðuna með að samningaborðinu, ásamt stjórninni, atvinnurekendum og ASÍ, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. 30.3.2010 06:00 Sakfelldir fyrir mútuþægni Fjórir yfirmenn ástralska fyrirtækisins Rio Tinto í Kína fengu sjö til fjórtán ára fangelsi fyrir að þiggja mútur og aðra spillingu, sem kínverskur dómstóll segir að hafi valdið kínverskum stáliðnaði alvarlegu tjóni. 30.3.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hægir á verðhækkun orku Tólf mánaða verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) minnkaði lítillega í febrúar á þessu ári, var 1,9 prósent. Í fyrra mánuði mældist 2,1 prósents verðbólga. 31.3.2010 02:00
Mikil mildi að enginn slasaðist Mikil mildi þykir að enginn skyldi hafa slasast þegar bíl var ekið í gegnum girðingu og inn á lóð leikskólans Suðurborgar í Breiðholti á mánudag. Börnin voru innan dyra þegar atvikið varð. 31.3.2010 01:30
Óvíst um afdrif námumanna Kína, AP Ættingjar 153 námuverkamanna kröfðust svara og aðgerða af björgunarfólki og stjórnvöldum í Kína. Um þúsund björgunarmenn hafa unnið á vöktum við að bjarga mönnum úr námu í Shanxi-héraði eftir að vatn flæddi niður í hana á sunnudag. 31.3.2010 01:00
Kveikt í rusli við Hólabrekkuskóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað í Breiðholtið í kvöld en þar hafði verið kveikt í rusli á lóð Hólabrekkuskóla. Að sögn vaktstjóra var um minniháttar eld að ræða og slökkvliðsmenn áttu ekki í vandræðum með að slökkva í glæðunum. Að öðru leyti hefur kvöldið verið rólegt hjá slökkviliðs- og lögreglumönnum. 30.3.2010 22:25
Varnarmálastofnun lokað um áramót Varnarmálastofnun verður lögð niður 1. janúar næstkomandi verði boðað frumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt. 30.3.2010 21:33
Níu mánaða fangelsi fyrir þjófnað og ölvunarakstur Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyri þjófnað og umferðarlagabrot. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánuði einnig, en þá var dómurinn bundinn skilorði að fullu. 30.3.2010 20:26
Ungir framsóknarmenn á Austurlandi vilja hætta ESB viðræðum Stjórn Eysteins - félags ungra framsóknarmanna á Austurlandi, skorar á ríkisstjórn Íslands að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og draga aðildarumsóknina til baka. Það er austfirski miðillinn Austurglugginn sem greinir frá þessu en félagið samþykkti ályktun þess efnis í gær. Þetta er þvert á nýlega ályktun Sambands ungra framsóknarmanna. 30.3.2010 19:55
Gróðurinn stendur af sér kuldakastið Kuldakastið undanfarna daga, hefur engin áhrif á gróðurinn, sem byrjaður er að lifna við. Þetta segir Náttúrufræðistofnun. Margir hafa velt fyrir sér áhrifum kuldans á gróðurinn sem er að kvikna eftir veturinn, en það mun vera alvanalegt að kuldaköst sem þessi komi eftir að gróður hefur tekið við sér. Hann mun því harka af sér frosthörkur síðustu daga. 30.3.2010 19:07
TR borgar bæturnar á morgun Tryggingastofnun ríkisins hyggst borga lífeyrisþegum mánaðarlegar bætur á morgun eða degi fyrr en vanalega vegna páskahátíðarinnar. 30.3.2010 19:06
Ekki inn í gilin í Þórsmörk án súrefniskúta Þótt Þórsmörk hafi nú verið opnuð á ný verður fólki bannað fara inn í gilin sem hraunið rennur um vegna hættu á eiturgasi og gufusprengingum. 30.3.2010 18:56
Gosrásin beygði á síðustu stundu til Fimmvörðuháls Litlu munaði að eldgosið kæmi upp í austurjaðri hábungu Eyjafjallajökuls og ylli stórhlaupi í Markarfljóti sem hefði rofið varnargarða og sett fólk í bráða hættu. Kvikan beygði hins vegar á síðustu stundu í átt til Fimmvörðuháls á leið sinni til yfirborðs. 30.3.2010 18:36
Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp um fækkun lögregluumdæma Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra þess efnis að lögregluumdæmum verði fækkað úr 15 í 6 og að yfirstjórn lögreglu verði skilin frá embættum sýslumanna frá og með 1. janúar 2011. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að miðað sé við að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á morgun að fengnu samþykki stjórnarflokka. 30.3.2010 17:34
Catalina reyndi að lokka samfanga sinn í vændi Catalina Ncoco bauð samfanga sínum, ungri konu, að starfa fyrir sig sem vændiskona, þegar hún væri laus úr fangelsi. Hún var úrskurð í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Stefnt er á aðalmeðferð í máli hennar þann 12. apríl. Breki Logason. 30.3.2010 17:18
Kanada löðrungaði Hillary Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna fékk óþægilegan skell í Kanada í dag. 30.3.2010 17:12
Helstirnið í nærmynd Cassini geimfarið tók þessa mynd af Mimas tungli Satúrnusar úr aðeins 9.500 kílómetra fjarlægð. Það er það næsta sem geimfar hefur farið tunglinu. 30.3.2010 16:44
Óvíst að fiskum fjölgi þrátt fyrir hvalveiðar Útreikningar um hagkvæmni hvalaveiða eru hæpnir, að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann segir að þessir útreikningar sýni hvað það sé hættulegt þegar hagfræðingar komist í tölur sem þeir skilji ekki. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að hvalveiðar þjóðhagslega hagkvæmar. Því vísar Árni á bug. 30.3.2010 16:22
Gunnar tók þriðja sætið Tuttugu og tveggja manna framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi var samþykktur á fulltrúarfundi flokksins í gær. Fátt kemur á óvart á listanum sem endurspeglar niðurstöðu prófkjörsins í Kópavogi. 30.3.2010 15:51
Þakhluti á höll Nerós hrundi í dag Stór hluti af þakinu á hinni Gullnu höll Nerós í Róm hrundi í dag. Ekki er vitað til þess að neinn hafi orðið þar undir, en slökkviliðsmenn hafa girt svæðið af og eru að leita í rústunum. 30.3.2010 15:47
Með hríðskotariffla í neðanjarðarlestum Lestarfarþegum í neðanjarðarlestum í New York brá í brún í morgun þegar þeir sáu lögreglumenn með hríðskotariffla, hjálma og í skotheldum vestum um borð í lestarvögnunum. 30.3.2010 14:24
Veðurstofan sagði að rólegra væri undir Eyjafjallajökli Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis fékk þær upplýsingar frá Veðurstofunni laust fyrir klukkan fimm á gosdaginn, þann 20. mars, að heldur rólegra væri undir Eyjafjallajökli en hefði þá verið undanfarna daga. Engu að síður væri unnið eftir áætlunum um óvissustig á svæðinu vegna mögulegs eldgoss. 30.3.2010 14:23
Páskaeggin brotnuðu öll á leið til Danmerkur Íslenskur afi sem ætlaði að senda páskaegg til barnabarna sinna í Danmörku segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við danska póstinn. Hann sendi átta páskaegg til Esbjerg í síðustu viku en þegar þau komust á leiðarenda voru þau öll brotin nema eitt. 30.3.2010 14:01
Hvar í helv... er klósettpappírinn? Starfsmenn í Stjórnsýslumiðstöð breska ríkisins í West Midlands eru öskureiðir yfir því að búið er að setja upp tímamæla sem slökkva ljós á klósettum miðstöðvarinnar eftir tíu mínútur. 30.3.2010 13:45
Fyrrverandi ráðherra vill kalla sendiherra í Bandaríkjunum heim Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, vill að sendiherra íslands í Bandaríkjunum verði kallaður heim. Hann gagnrýnir á bloggi sínu að enn hafi ekki verið skipaður bandarískur sendiherra hér, og vill að íslenski sendiherrann vestra verði kallaður heim til skrafs og ráðagerða sem fyrst. 30.3.2010 12:29
Alvarlegum umferðarslysum fækkaði um 15% Alvarlegum umferðarslysum fækkaði um 15% í fyrra, eða úr 200 í hitteðfyrra í 170 slys á síðasta ári. Þetta sýna niðurstöður samantektar slysaskráningar Umferðarstofu á umferðarslysum fyrir síðasta ár. Slysaskráning Umferðarstofu byggist á lögregluskýrslum úr gagnagrunni Ríkislögreglustjóra. 30.3.2010 12:12
Veðurstofan varaði Almannavarnir við hálfum degi fyrir upphaf goss Veðurstofan tilkynnti Almannavörnum hálfum sólarhring fyrir upphaf eldgossins á Fimmvörðuhálsi um verulega grynnri skjálftavirkni í Eyjafjallajökli, sem benti til að kvikan væri á uppleið. Ekki var talin ástæða til sérstakra viðbragða enda var þá þegar búið að lýsa yfir óvissustigi. 30.3.2010 12:03
Morðkvendin í Moskvu hyllt Margar vefsíður sem tengjast Al Kaida hafa hyllt konurnar tvær sem myrtu þrjátíu og níu Rússa í sprengjuárásum á neðanjarðarlestarkerfi Moskvu í gær. 30.3.2010 11:03
Tony Blair aftur í slaginn Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands blandar sér í dag í kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar sem að öllum líkindum verða haldnar sjötta maí næstkomandi. 30.3.2010 10:24
Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Finnska skáldkonan Sofi Oksanen hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2010. Verðlaunin hlýtur hún fyrir þriðju bók sína Puhdistus. 30.3.2010 10:07
Nú brosir Silvio breitt Það virðist vera nokkuð sama hversu mikið andstæðingarnir hamast á Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Hann heldur sínu og vel það. 30.3.2010 10:04
Ólíklegt að það gjósi víðar við Eyjafjallajökul Litlar líkur eru á því að eldgos verði annarsstaðar við Eyjafjallajökul, segir almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Þetta var niðurstaða fundar almannavarnanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og vísindamönnum í gær. Eyjafjallajökull verður áfram lokaður fyrir umferð. 30.3.2010 09:57
Yfir 700 manns fengu íslenskan ríkisborgararétt Alls fengu 728 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en þeir voru 914 árið áður. Aldrei höfðu fleiri fengið íslenskan ríkisborgararétt en árið 2008. Hagstofan segir að árið 1991 hafi 161 einstaklingur fengið íslenskan ríkisborgararétt en þeim hafi fjölgað jafnt og þétt síðan. 30.3.2010 09:42
Enginn strætó á föstudaginn langa og páskadag Akstur vagna Strætó bs. um páskahátíðina verður sem hér segir: Á skírdag, fimmtudaginn 1. apríl, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Á 30.3.2010 08:52
Viðurkennir að hafa ætlað að myrða Obama Tuttugu og eins árs gamall nýnasisti frá Tennesse í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa ætlað að myrða fjölda svartra Bandaríkjamanna. Þar á meðal Barack Obama, sem þá var öldungardeildarþingmaður og forsetaframbjóðandi. 30.3.2010 08:23
Óttast að Kínverjar taki þúsundir manna af lífi Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja kínversk stjórnvöld til að greina frá því hversu margir borgarar eru teknir þar af lífi á hverju ári. 30.3.2010 08:00
Börn hreyfa sig of lítið Þriðjungur barna í öllum heiminum ver þremur tímum eða meira á dag fyrir framan tölvu eða sjónvarpið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gert. Rannsóknin tók til nærri 73 þúsund barna á aldrinum 13 - 15 ára í 34 löndum. 30.3.2010 07:47
Vilja að allur mjólkurkvóti fari á kvótamarkað Kúabændur vilja að allur mjólkurkvóti, sem losnar, fari um kvótamarkað þar sem allir bændur geti boðið í hann og að viðskiptin verði gegnsæ. Stjórn Samtaka ungra bænda fagnar mjög þessum hugmyndum, ekki síst nú þegar hætta sé á að að bankar eignist skuldug kúabú og fari að ráðstafa mjólkurkvótanum úr þeim eins og örðum eignum, án auglýsinga, eins og dæmin sanni.- 30.3.2010 07:42
Slösuðust í bílveltu í Hamarsfirði Tveir erlendir ferðamenn slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar jepplingur þeirra valt í Hamarsfirði skammt frá Höfn í Hornafirði í gærkvöldi. Gert var að meiðslum þeirra á heilsugæslustöðinni á Höfn og gistu þeir á Höfn í nótt. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en hálka var á veginum og gekk á með snörpum vindhviðum.- 30.3.2010 07:26
Þjóðarsorg í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag vegna þeirra 38 sem fórust í sjálfsmorðssprengingum í landinu í fyrrinótt. 30.3.2010 07:00
Enn finnst fólk í hrakningum á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitarmenn á Fimmvörðuhálsi fundu enn kalda og hrakta göngumenn á slóðum eldgossins seint í gærkvöldi eftir að myrkur var skollið á. Þeir leituðu af sér allan grun um fleiri, sem þannig væri ástatt um 30.3.2010 07:00
Sóttu mann af grænlenskum togara Sjómaður á grænlenskum togara slasaðist þegar togarinn var að veiðum á milli Íslands og Grænlands síðdegis í gær. Togarinn hóf þegar siglingu á fullri ferð áleiðis til Íslands og óskaði skipstjórinn eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja hinn slasaða. TF LÍF var send til móts við togarann og var skppverjinn hífður um borð og fluttur til Reykjavíkur, þar sem þyrlan lenti um klukkan ellefu og hinn slasaði komst undir læknis hendur. Hann er ekki lífshættulega slasaður.- 30.3.2010 07:00
Braggabúar voru stimplaðir Þúsundir manna bjuggu í braggahverfum í Reykjavík í síðari heimsstyrjöld og fyrstu áratugina eftir stríð. Íbúar hverfanna sættu oft og tíðum neikvæðum viðbrögðum umhverfisins og voru stimplaðir af samfélaginu, eingöngu vegna búsetu sinnar. 30.3.2010 07:00
Ölvuð kona ók á bíl Kona ók bíl sínum utan í annan bíl í Skeifunni í Reykjavík í gærkvöldi, og reyndist hún drukkin, þegar til kom. Lögreglan tók hana í sína vörslu og færði hana í blóðpröfu og bílinn á lögreglustöðina. Annars var óvenju rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.- 30.3.2010 07:00
Aung San Suu Kyi ekki fram Lýðræðishreyfingin í Búrma ætlar ekki að bjóða fram í þingkosningum, sem herforingjastjórnin hefur boðað til síðar í ár. Hreyfingin segir greinilegt að kosningarnar verði ekki lýðræðislegar. Þetta verða fyrstu þingkosningar í landinu í tvo áratugi. Herforingjastjórnin hefur lagt ríka áherslu á að stjórnarandstæðingar gæti hófs í baráttunni. 30.3.2010 06:00
Vill stjórnarandstöðuna að borðinu Ef meirihluti ríkisstjórnarinnar á Alþingi er of veikur til að hrinda aðgerðum í framkvæmd verður að fá stjórnarandstöðuna með að samningaborðinu, ásamt stjórninni, atvinnurekendum og ASÍ, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. 30.3.2010 06:00
Sakfelldir fyrir mútuþægni Fjórir yfirmenn ástralska fyrirtækisins Rio Tinto í Kína fengu sjö til fjórtán ára fangelsi fyrir að þiggja mútur og aðra spillingu, sem kínverskur dómstóll segir að hafi valdið kínverskum stáliðnaði alvarlegu tjóni. 30.3.2010 06:00