Innlent

Engin hætta í byggð

MYND/Óskar Friðriksson

Byggð er ekki talin stafa hætta af nýju gossprungunni sem myndaðist á Fimmvörðuhálsi í kvöld. Nú er búið að ná stjórn á vettvangi við gosstöðvarnar að því er fram kemur hjá Samhæfingarmiðstöð. Ferðamönnum við gosstöðvarnar hefur verið snúið aftur til Skóga og niður í Þórsmörk og einnig hefur farartækjum á Mýrdalsjökli verið snúið til baka.

„Byggð umhverfis Eyjafjallajökul er ekki talan stafa hætta af nýrri gossprungu á Fimmvörðuhálsi," segir ennfremur en Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur hefur verið í sambandi við Samhæfingarstöð og telur hann að um sé að ræða sprungu frá sömu gosrás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×