Erlent

Biskupar hvetja fólk til að kæra misnotkun

Óli Tynes skrifar
Péturskirkjan í Róm. Höfuðkirkja kaþólskra manna.
Péturskirkjan í Róm. Höfuðkirkja kaþólskra manna.

Evrópskir biskupar eru farnir að hvetja fórnarlömg kynferðislegrar misnotkunar í kaþóolsku kirkjunni að fara með mál sín til lögregluyfirvalda.

Á ráðstefnu svissneskra biskupa í dag komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu vanmetið umfang málsins og séu nú farnir að ráðleggja fólki að kæra.

Kaþólska kirkjan í Danmörku ætlar að hefja rannsókn á kynferðislegri misnotkun marga áratugi aftur í tímann.

Og biskupar á Ítalíu hafa lofað fullri samvinnu við yfirvöld í öllum málum sem þessu tengjast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×