Erlent

Loftslagsprófessor gerði ekkert rangt

Óli Tynes skrifar
Phil Jones, prófessor.
Phil Jones, prófessor.

Vísindanefnd breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að prófessor sem var í miðdepli hins svokallaða tölvupóstahneykslis í loftslagsmálum hafi ekki falsað neinar niðurstöður.

Hann hafi ekkert gert sem hann þurfi að svara til saka fyrir. Prófessor Phil Jones stýrir loftslagsrannsóknum við East Anglia háskólann í Bretlandi.

Háskólinn hefur verið áhrifamikill ráðgefandi í loftslagsmálum, meðal annars til Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Það var frá þeim skóla sem lekið var hundruðum tölvupósta sem mörgum þóttu sanna að vísindamenn fölsuðu niðurstöður.

Opinber rannsókn var í kjölfarið fyrirskipuð og nú hefur Vísindanefnd breska þingsins kveðið upp sinn úrskurð.

Í niðurstöðum hennar segir þó að nokkrir tölvupóstarnir bendi til þess að Jones hafi ekki viljað deila rannsóknarupplýsingum með öðrum vísindamönnum.

Nefndin telur mikilvægt að greiður aðgangur sé að öllum rannsóknum og rannsóknarniðurstöðum til þess að tryggja að þær séu hafnar yfir grun og gagnrýni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×