Össur fagnar viðbrögðum Hillary Clinton 31. mars 2010 05:30 Clinton kveður Íslensk stjórnvöld hafa greinilega haft erindi sem erfiði við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við Bandaríkastjórn. nordicphotos/AFP „Við erum mjög ánægð með viðbrögð utanríkisráðherra Bandaríkjanna og teljum að hún hafi lög að mæla,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um orð Hillary Clinton á samráðsfundi fimm ríkja um málefni norðurskautsins, sem haldinn var í Kanada, „en við höfum reyndar komið þessum sjónarmiðum skýrt á framfæri við bandarísk stjórnvöld í gegnum utanríkisþjónustuna. Og ég man ekki betur en ég hafi verið eini utanríkisráðherra þessara þriggja ríkja sem utan standa, sem kvaddi sér hljóðs um málið á alþjóðafundi fyrir um tveimur mánuðum.“ Clinton gagnrýndi Kanadastjórn harðlega fyrir að bjóða hvorki Íslendingum, Finnum og Svíum né fulltrúum frumbyggjaþjóða á norðurslóðum til fundar um norðurskautsmálefni, sem haldinn var í Ottawa í Kanada í gær. „Mikilvægar alþjóðlegar viðræður um málefni norðurskautsins eiga að fara fram með þátttöku allra sem eiga lögmætra hagsmuna að gæta á þessu svæði,“ sagði hún. Lawrence Cannon, utanríkisráðherra Kanada, hafði boðið utanríkisráðherrum Bandaríkjanna, Rússlands, Noregs og Danmerkur til samráðsfundar um málefni norðurskautsins á mánudag í tengslum við utanríkisráðherrafund G8-ríkjanna, sem haldinn var í Kanada. Öll þessi fimm ríki eiga sæti í Norðurskautsráðinu, en til fundarins var ekki boðið utanríkisráðherrum Íslands, Svíþjóðar og Finnlands, þrátt fyrir aðild þeirra að ráðinu. Ekki var heldur boðið þangað fulltrúum frumbyggjaþjóða sem einnig eiga aðild að Norðurskautsráðinu. „Ég veit ekki af hverju þeir héldu þennan fund,“ segir Össur, „en þetta er í annað skiptið sem svona fundur, sem er utan vébanda Norðurskautsráðsins, er haldinn. Síðast var það í Grænlandi fyrir tveimur árum. Við teljum þetta mjög rangt að kljúfa okkur út úr umfjöllun um þessi málefni, því við erum þeirrar skoðunar að allir sem eiga hagsmuni undir eigi að hafa aðkomu þar að, líka frumbyggjaþjóðirnar sem búa í þessum ríkjum.“ Í viðtali við þýska tímaritið Spiegel réttlætir Catherine Loubier, talskona kanadíska utanríkisráðuneytisins, fimm ríkja fundinn með því að hann sé fundur strandríkja við Norður-Íshafið. Þess vegna séu hvorki Ísland, Finnland og Svíþjóð með, og fulltrúar frumbyggja væntanlega ekki vegna þess að þeir séu ekki fulltrúar stjórnvalda neins þjóðríkis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist sem Rússar vilji draga úr möguleikum þess að Evrópusambandið hafi áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Norðurskautsráðsins. Ekki er að sjá annað en að Kanadamenn séu þar á svipuðu róli og Rússar, enda eru Kanadamenn verulega ósáttir við Evrópusambandið vegna afstöðu þess bæði til hvalveiða og sölu selaafurða. Viðbrögð Clintons hafa líklega orðið til þess að vægi fundarins varð minna en Kandamenn og Rússar höfðu vonast til. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist þó ánægður með fundinn. Hann sagðist ekki líta svo á að fimm ríkja fundirnir drægju neitt úr gildi Norðurskautsráðsins, enda þurfi hvort eð er að leysa allar deilur ríkjanna með friðsamlegum hætti. Cannon sagði sömuleiðis að fimm ríkja fundinum væri hvorki ætlað að koma í staðinn fyrir Norðurskautsráðið né grafa undan því. „Satt að segja tel ég að viðræðurnar í dag komi sér vel fyrir Norðurskautsráðið og aðildarríki þess,“ er haft eftir honum í fréttaskeytum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Við erum mjög ánægð með viðbrögð utanríkisráðherra Bandaríkjanna og teljum að hún hafi lög að mæla,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um orð Hillary Clinton á samráðsfundi fimm ríkja um málefni norðurskautsins, sem haldinn var í Kanada, „en við höfum reyndar komið þessum sjónarmiðum skýrt á framfæri við bandarísk stjórnvöld í gegnum utanríkisþjónustuna. Og ég man ekki betur en ég hafi verið eini utanríkisráðherra þessara þriggja ríkja sem utan standa, sem kvaddi sér hljóðs um málið á alþjóðafundi fyrir um tveimur mánuðum.“ Clinton gagnrýndi Kanadastjórn harðlega fyrir að bjóða hvorki Íslendingum, Finnum og Svíum né fulltrúum frumbyggjaþjóða á norðurslóðum til fundar um norðurskautsmálefni, sem haldinn var í Ottawa í Kanada í gær. „Mikilvægar alþjóðlegar viðræður um málefni norðurskautsins eiga að fara fram með þátttöku allra sem eiga lögmætra hagsmuna að gæta á þessu svæði,“ sagði hún. Lawrence Cannon, utanríkisráðherra Kanada, hafði boðið utanríkisráðherrum Bandaríkjanna, Rússlands, Noregs og Danmerkur til samráðsfundar um málefni norðurskautsins á mánudag í tengslum við utanríkisráðherrafund G8-ríkjanna, sem haldinn var í Kanada. Öll þessi fimm ríki eiga sæti í Norðurskautsráðinu, en til fundarins var ekki boðið utanríkisráðherrum Íslands, Svíþjóðar og Finnlands, þrátt fyrir aðild þeirra að ráðinu. Ekki var heldur boðið þangað fulltrúum frumbyggjaþjóða sem einnig eiga aðild að Norðurskautsráðinu. „Ég veit ekki af hverju þeir héldu þennan fund,“ segir Össur, „en þetta er í annað skiptið sem svona fundur, sem er utan vébanda Norðurskautsráðsins, er haldinn. Síðast var það í Grænlandi fyrir tveimur árum. Við teljum þetta mjög rangt að kljúfa okkur út úr umfjöllun um þessi málefni, því við erum þeirrar skoðunar að allir sem eiga hagsmuni undir eigi að hafa aðkomu þar að, líka frumbyggjaþjóðirnar sem búa í þessum ríkjum.“ Í viðtali við þýska tímaritið Spiegel réttlætir Catherine Loubier, talskona kanadíska utanríkisráðuneytisins, fimm ríkja fundinn með því að hann sé fundur strandríkja við Norður-Íshafið. Þess vegna séu hvorki Ísland, Finnland og Svíþjóð með, og fulltrúar frumbyggja væntanlega ekki vegna þess að þeir séu ekki fulltrúar stjórnvalda neins þjóðríkis. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist sem Rússar vilji draga úr möguleikum þess að Evrópusambandið hafi áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Norðurskautsráðsins. Ekki er að sjá annað en að Kanadamenn séu þar á svipuðu róli og Rússar, enda eru Kanadamenn verulega ósáttir við Evrópusambandið vegna afstöðu þess bæði til hvalveiða og sölu selaafurða. Viðbrögð Clintons hafa líklega orðið til þess að vægi fundarins varð minna en Kandamenn og Rússar höfðu vonast til. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagðist þó ánægður með fundinn. Hann sagðist ekki líta svo á að fimm ríkja fundirnir drægju neitt úr gildi Norðurskautsráðsins, enda þurfi hvort eð er að leysa allar deilur ríkjanna með friðsamlegum hætti. Cannon sagði sömuleiðis að fimm ríkja fundinum væri hvorki ætlað að koma í staðinn fyrir Norðurskautsráðið né grafa undan því. „Satt að segja tel ég að viðræðurnar í dag komi sér vel fyrir Norðurskautsráðið og aðildarríki þess,“ er haft eftir honum í fréttaskeytum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira