Fleiri fréttir

Fréttir Stöðvar 2 í nýju umhverfi

Útlit frétta Stöðvar 2 tekur stakkaskiptum í kvöld. Þá verður í fyrsta skipti sent út frá nýju fréttasetti með nýrri upphafskynningu. Allt útlit og umgjörð fréttatímans verður annað en verið hefur undanfarin fimm ár.

Eymundsson forselur rannsóknarskýrsluna

Bókabúðin Eymundsson hyggst forselja rannsóknarskýrsluna yfir helgina en hún verður ekki gerð opinber fyrr en á mánudaginn klukkan hálf ellefu.

Gylfi Magnússon: „Krossleggjum fingur og vonum það besta“

„Þetta eru afar góðar fréttir,“ segir Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, en Ísland er komið á dagskrá stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varðandi endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 16. apríl.

Forsætisráðherra agndofa yfir póstum til Lárusar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, furðuðu sig á því í morgun að mál tengt tölvupóstssendingum milli Lárusar Welding og stórra hluthafa Glitnis hafi ekki verið sent til embættis sérstaks saksóknara. Forsætisráðherra segist agndofa yfir tölvupóstunum.

Kaninn tekinn úr sambandi - sakar Lýðvarpið um árás á útvarpssendi

„Ég áttaði mig á því stuttu eftir hádegi að sendir á okkar vegum í Bláfjöllum var dottinn út,“ segir Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í hús þar sem sendirinn er og tekið hann úr sambandi með þeim afleiðingum að útsending útvarpsstöðvarinnar þagnaði.

Byltingarmenn þakka Rússum

Hin nýja byltingarstjórn í Kyrgistan hefur þakkað Rússum fyrir hjálpina við að steypa Kyrmanbek Bakiev forseta af stóli.

Kostar sex milljónir vikulega að gæta eldstöðvanna

Áætlað er að ríkið muni greiða um 6 milljónir á viku vegna lágmarksgæslu í kringum eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi en dómsmálaráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun erindi þess eðlis. Það er lögreglan á Hvolsvelli og björgunarsveitir sem munu gæta öryggis á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu.

Vill að Sjálfstæðismenn taki skýrsluna alvarlega

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vill að flokksmenn sínir taki niðurstöðum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis alvarlega og dragi lærdóm af þeim. Þetta kemur fram í ávarpi Bjarna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins.

Söfnuðu 55 þúsund fyrir bágstadda á Haítí

Í vetur hafa yngri börnin í ungmennastarfi Stöðvarfjarðardeildar Rauða kross Íslands safnað peningum fyrir börn á Haiti sem urðu hart úti í jarðskjálftunum þar í vetur.

Svavar Halldórsson: Auðmenn reyna að hræða blaðamenn

„Tilgangurinn er augljóslega sá að hræða blaðamenn frá því að fjalla um aðdraganda hrunsins. Það er alveg augljóst í mínum huga,“ segir Svavar Halldórsson, fréttamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins en Pálmi Haraldsson hefur stefnt honum vegna fréttar sem hann flutti í kvöldfréttunum í lok mars.

Norskir nazistar vildu nýlendur í Rússlandi

Leppstjórn nazista í Noregi í síðari heimsstyrjöldinni hafði í hyggju að biðja Adolf Hitler um að gefa Norðmönnum nýlendur í Rússlandi eftir að búið væri að sigra það.

Alþjóðahúsið flytur í nýtt húsnæði

Alþjóðahúsið hefur flutt starfsemi sína af Laugavegi 37 að Ofanleiti 2 þar sem áður var aðalbygging Háskólans í Reykjavík fyrir flutning skólans í Nauthólsvík.

Ísland á dagskrá stjórnar AGS

Tilkynnt verður síðar í dag um að endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) verði tekin fyrir í stjórn sjóðsins á næstunni. Unnið hefur verið að því í íslenska stjórnkerfinu að koma þeirri endurskoðun á dagskrá, en hún átti að fara fram í febrúar.

Skilaði barninu með bréfmiða

Utanríkisráðherra Rússlands hefur hvatt til þess að hætt verði að leyfa ættleiðingar barna til Bandaríkjanna.

Reykjavík vill verða græn borg

Reykjavík keppir við spænsku borgirnar Barcelónu og Vitoria-Gasteiz, sænsku borgina Málmey, Nantes í Frakkalandi og Núrnberg í bæjaralandi í Þýskalandi um að vera Græna borgin í Evrópu árið 2012 eða 2013. Tvær af þessum sex verða valdar.

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða 63 milljónir

Um 15.000 sjúkratryggðum einstaklingum hafa verið endurgreiddar 63 milljónir króna af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) vegna afsláttar sem ekki var hægt að borga út þegar heilbrigðisþjónusta var veitt á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands.

Jarðskjálftar í Goðabungu í Mýrdalsjökli

Gosórói í eldstöðinni í Eyjafjallajökli fer nú hægt minnkandi. Jarðskjálftar urðu í Goðabungu í Mýrdalsjökli í nótt og í morgun. Almannavarnir funda eftir hádegi með vísindamönnum þar sem meta á stöðu gossins og þörf fyrir gæslu á svæðinu.

Leyfislausir ferja fólk að gosstöðvunum

Nokkur fyrirtæki, sem bjóða ferðafólki í jeppa- eða fjórhjólaferðir að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi, hafa ekki tilskilin leyfi til þess. Þá hefur Ríkisskattstjóri fundið matarholu við gosstöðvarnar.

Dönsk fermingarbörn sólþyrst

Danska Krabbameinsfélagið hefur miklar áhyggjur af sókn væntanlegra fermingarbarna í sólbekki fyrir stóra daginn.

Innri endurskoðun fer yfir styrki til Golfklúbbs Reykjavíkur

Innri endurskoðun fer nú yfir efndir á fyrri samningum við Golfklúbb Reykjavíkur vegna upplýsinga úr ársreikningum klúbbsins um að framkvæmdastyrkir frá Reykjavíkurborg hafi verið teknir til annarra nota en framkvæmda samkvæmt samningnum auk þess sem umsamið "mótframlag" klúbbsins hafi ekki verið lagt í framkvæmdir í samræmi við samninginn.

Hamas ætla að hefja aftökur

Hamas samtökin á Gaza ströndinni ætla að fara að framfylgja dauðadómum og meðal annars taka af lífi Palestínumenn sem hafa verið dæmdir fyrir að njósna fyrir Ísrael.

Biskup vill að söfnuðir kaupi rannsóknarskýrsluna

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, hefur sent prestum og djáknum bréf þar sem hann hvetur til þess að söfnuðir kaupi eintak af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og láti liggja frammi í safnaðarheimilum. Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að þar geti sóknarbörn nálgast hana og lesið í henni og mælst er til þess að boðið verði upp á kaffi og auglýstar sérstakar samverustundir þar sem unnt verði að ræða skýrsluna.

Heimdallur minnir á hvaðan peningarnir koma

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur sent frá sér ályktun vegna umræðunnar um fjármögnunm golfvallar á sama tíma og borgin glímir við þrönga stöðu. „Atburðir og umræða síðustu daga sýna vel hve hættuleg blanda stjórnmálamenn og opinber útgjöld eru,“ segir í ályktuninni.

Davíð Oddsson farinn úr landi

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, verður staddur í útlöndum þegar rannsóknarskýrsla Alþingis verður gerð opinber á mánudaginn.

Fyrirvaralaus árás hvar sem er í heiminum

Bandaríkin eru að þróa nýtt vopn sem mun gera þeim kleift að gera árás hvar sem er á jarðkringlunni einni klukkustund eftir að ákvörðun er tekin um slíka árás.

Ingvar og Breki hnýttu bestu flugurnar

Ingvar Ingvarsson og Breki Sigurjónsson báru sigur úr bítum í silungafluguhnýtingakeppni sem Krabbameinsfélag Íslands efndi til í samvinnu við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Veiðihornið og Veiðikortið. Keppt var í tveimur flokkum, almennum flokki og unglingaflokki, og voru glæsileg verðlaun í boði fyrir þær flugur sem hrepptu þrjú efstu sætin að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.

Kostnaðarsöm kóbraslanga

Þriggja vikna leit að eiturslöngu í Þýskalandi er lokið. Málið hefur vakið mikla athygli í landinu en ungur eigandi kóbraslöngu í bænum Muelheim hafði samband við yfirvöld fyrir þremur vikum og viðurkenndi skömmustulega að kóbraslangana hans hefði sloppið úr búrinu sínu.

Lausn fundin á húsasótt

Japanskir vísindamenn segjast hafa fundið upp tæki sem vinnur á húsasótt. Húsasótt stafar af lélegri loftræstingu í byggingum og stofnunum sem verður þess valdandi að ýmis efni í teppum, hreinsiefnum og í raftækjum komast ekki út og valda fólki ýmsum kvillum á borð við hausverk og síþreytu.

Þrír Japanar teknir af lífi í Kína

Þrír japanskir eiturlyfjasmyglarar hafa verið teknir af lífi í Kína. Mennirnir voru dæmdir fyrir smygl á met-amfetamíni og segist dómsmálaráðherra Japans óttast að aftökurnar muni hafa slæm áhrif á samskipti ríkjanna. Á þriðjudag var annar Japani tekinn af lífi í landinu fyrir sömu sakir en hann var fyrsti japaninn til að hljóta dauðadóm í Kína frá því ríkin tóku upp samskipti á ný árið 1972.

Óttast um 200 eftir aurskriðu í Ríó

Óttast er um afdrif allt að 200 manns eftir að enn ein aurskriðan skall á fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu. Nú þegar hafa 153 látið lífið í aurskriðum í borginni en þar hefur rignt eins og hellt sé úr fötu síðustu daga.

Pálmi hefur stefnt fréttamanni RÚV

Pálmi Haraldsson fjárfestir hefur stefnt Svavari Halldórssyni, fréttamanni á fréttastofu RÚV, vegna fréttar af málefnum Fons, eignarhaldsfélagi Pálma.

Höfundur pönksins er allur

Brautryðjandinn Malcolm McLaren, sem kom pönkinu á koppinn, er látinn 64 ára að aldri. McLaren lést í Sviss en þar hafði hann verið í meðferð við krabbameini sem að lokum dró hann til dauða.

Tíu skip í færeysku lögsögunni

Tíu íslensk kolmunnaskip eru nú komin til veiða í færeysku lögsögunni, eftir nokkurt hlé á veiðunum vestur af Skotlandi, sem gengu ekki vel. Bæði var veður vont og svo gekk kolmunninn inn í skosku lögsöguna, þar sem íslensku skipin hafa ekki veiðiheimildir.

Framleiðandi Survivor grunaður um morð

Lögregla í Mexíkó hneppti bandaríska sjónvarpsframleiðandann Bruce Beresford-Redman í varðhald en hann var grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína.

NATO þyrla hrapar í Afganistan

Herþyrla frá NATO hrapaði í suðurhluta Afganistans í gær og létust fjórir hermenn bandalagsins. Talsmenn Talibana segjast hafa skotið þyrluna niður en NATO hefur aðeins staðfest að málið sé í rannsókn. Herlið NATO hefur verið í aðgerðum á svæðinu frá því í febrúar en ætlun þeirra er að hrekja Talibana á brott en þeir hafa mikil ítök í þessum slóðum.

Forseti Kirgistan vill viðræður

Kurmanbek Bakijev forseti Kirgistans sem hrakinn var frá völdum í vikunni hefur boðist til að ræða við það sem hann kallar bráðabirgðastjórn landsins. Hann segist enn vera forseti, þótt hann viðurkenni valdaleysi sitt og ætlar ekki að segja af sér.

Netanyahu hættir við að mæta á kjarnorkuráðstefnu

Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hætti á síðustu stundu við að mæta á ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem ræða átti kjarnorkumál. Ísraelar komust að því að Egyptar og Tyrkir ætluðu að ræða kjarnorkuvopnaeign Ísraela á fundinum og því ákvað ráðherrann að draga sig í hlé.

Brennuvargar á ferð í borginni

Lögreglan á höfuðborgarvæðinu handtók í nótt þrjá karlmenn á þrítugsaldri, eftir að eldur var kveiktur í strætisvagnaskýli við Sogaveg upp úr klukkan tvö í nótt, og olli þar nokkrum skemmdum.

Frestur væri bestur á aðildarviðræðum

Íslendingar þurfa að gera upp hug sinn og ákveða hvar þeir vilja vera í samfélagi þjóða. Það væri jafnvel betra að fresta yfirstandandi viðræðum við ESB en að halda þeim áfram í óvissu um hvert sé stefnt.

Sjá næstu 50 fréttir