Fleiri fréttir

Århus verði Aarhus

Meirihluti borgarstjórnar Árósa vill að stafsetningu á heiti borgarinnar verið breytt og að hætt verði að nota danska bolluaið og að í stað bókstafsins komi tvöfallt A. Frá þessu er greint á vef Berlingske Tidende.

Boðað verkfall flugliða óréttlætalegt

Samgönguráðherra Bretlands gagnrýnir harðlega fyrirhugað verkfall sem flugliðar hjá flugfélaginu British Airways hafa boðað um næstu helgi. Að hans mati eru hinar fyrirhuguðu aðgerðir með öllu óréttlætanlegar. Um helgina slitnaði upp úr viðræðum á milli samningsaðila og lítur allt út fyrir að þúsundir starfsmanna flugfélagsins leggi niður störf í þrjá daga frá og með næsta laugardegi. Ráðherrann telur að boðað verkfall stefni framtíð British Airways í hættu.

Með fjögur kíló af amfetamíni

Ríkissaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir að standa saman að innflutningi á tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Þeir ætluðu að selja efnið hér á landi.

Innbyrðis deilur sliga stjórn VR

Mikil ólga er í stjórn VR, stærsta stéttarfélags landsins, nú þegar póstkosning um stjórn og trúnaðarráð stendur fyrir dyrum. Tiltæki fjögurra stjórnarmanna úr samtökunum Nýju Íslandi, að skila á síðustu stundu inn mótframboði við áður samþykktan lista uppstillingarnefndar, hefur vakið hörð viðbrögð félaga þeirra í stjórninni.

Lítrinn lækkar ekki í bráð

Olíufélögin hafa hækkað lítraverð á bensíni um um það bil 20 krónur frá áramótum. Eftir fjögurra króna hækkun á eldsneytisverði á miðvikudag er algengt sjálfsafgreiðsluverð á bensínlítranum 208,2 krónur en dísillítrinn kostar víða 202,9 krónur.

Prófdómari víki af lögmannanámskeiði

Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, gagnrýnir harðlega tilhögun námskeiða og prófa sem lögfræðingar taka til að fá réttindi sem héraðsdómslögmenn.

Skemmdu bíla Pólverja á Akranesi

Fimm bílar, allir í eigu Pólverja, voru skemmdir á Akranesi í fyrrinótt. Stungið var á dekk fjögurra bílanna og lakkið rispað á þeim fimmta. Bílunum var lagt víða um bæinn og því ekki talið að um handahófskenndan glæp sé að ræða.

Ætla að berjast gegn Urriðafossvirkjun

Unnið er að stofnun nýs framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Flóahreppi. Samhljómur er í hópnum um að klára skipulagsmál hreppsins sem fyrst, og berjast gegn Urriðafossvirkjun.

Fleiri gera vínin heima

Magnús Axelsson, rekstrar-stjóri og einn eigenda Ámunnar, segir verslunina hafa átt tryggan viðskiptavinahóp um árabil, líka í góðærinu þegar verð á innfluttum flöskuvínum lækkaði mikið. Hann bætir við að löngum hafi verið ódýrara að gera vínin sjálfur en kaupa þau út úr búð. Nú sé munurinn talsverður. Fordóma hafi áður gætt í garð heimagerðra vína. Þeir hafi horfið í tímans rás enda bilið á milli góðra heimagerðra vína og framleiddra í verksmiðju orðið nánast ekki neitt í dag. „Fólk er að búa til góð vín til að njóta þeirra,“ segir hann og bendir á að helst finni byrjendur í víngerð fyrir muninum. „Þeir byrja stundum að neyta afurðarinnar áður en hún nær toppgæðum. Gott og bragðmikið rauðvín þarf allt frá tveimur og upp í sex mánuði á flöskum. Eftir því sem þau eru geymd lengur verða þau betri,“ segir hann.

Vilja Thaksin aftur til valda

Bangkok, ap Þúsundir mótmælenda komu saman í Bangkok, höfuðborg Taílands á sunnudag. Mótmælendurnir, sem kenndir eru við rauðar skyrtur, vilja að stjórnvöld leysi upp þingið og efni til kosninga. Þannig vonast þeir til að Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, komist aftur til valda en hann var settur af með hervaldi árið 2006 vegna meintrar spillingar og misbeitingu valds.

Fjöldamorðum hótað í háskóla í Stokkhólmi

Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar nú orðsendingu sem birtist á netinu á föstudaginn var en í henni hótar óþekktur maður að fremja fjöldamorð í Konunglega tækniháskólanum í höfuðborg Svíþjóðar. Lögregla og skólayfirvöld taka hótunina mjög alvarlega.

Eftirlýstur Baski handtekinn í London

Lögreglan í Lundúnum handtók í dag mann sem eftirlýstur er af spænskum yfirvöldum fyrir hryðjuverk. Maðurinn, Garikotz Murua, er 29 ára gamall Baski og er hann talinn tengjast aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA. Er honum gefið að sök að hafa efnt til og tekið þátt í óeirðum og hemdarverkum í Baskalandi.

Lítið þokast í kjaradeilu álversstarfsmanna

Lítið hefur þokast í kjaradeilu starfsmanna Norðuráls. Fundað verður með ríkissáttasemjara á morgun en starfsmenn Norðuáls krefjast sömu kjara og starfsmenn Alcan í Straumsvík. Það þýðir allt að 20 prósenta launahækkun.

Vilja leyfa staðgöngumæður

Rúmlega fimmtíu manns hafa skráð sig í félagið Staðgöngu sem berst fyrir því að staðgöngumæðrun verði lögleidd á Íslandi. Verði það ekki gert eru tvær konur í félaginu staðráðnar í að fara til útlanda með sinni staðgöngumóður.

Árni Páll óttast ekki málsókn

Félagsmálaráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp í vikunni, þar sem meðal annars er tekið á vanda þeirra sem eru að sligast undan háum bílalánum. Hann óttast ekki málsókn frá Deutsche bank.

Mamma Maddíar biður fyrir ræningjunum

Kate McCann, móðir Maddý litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007, segist biðja fyrir mönnunum sem rændu dóttur hennar. Þetta kemur fram í útvarpsviðtali við Kate sem fór í loftið í dag á BBC. McCann, sem er kaþólsk, segir að Guð hafi gefið sér innri styrk til þess að komast í gegnum daginn þegar portúgalska lögreglan gaf henni réttarstöðu grunaðs í málinu.

Rúmar níu milljónir hafa safnast

Rúmar 9 milljónir og 300 þúsund krónur hafa safnast í söfnunarátaki Krabbameinsfélagsins Karlmenn og krabbamein. Mottumars. Átakið hefur vakið mikla athygli og fjöldi karlmanna skartar nú myndarlegum skeggvexti á efri vör og jafnvel meðfram munnvikum niður að höku.

Blaðamaður ársins vill verða fjölmiðlafulltrúi Steingríms

Jóhann Hauksson, blaðamaður á DV sem nýverið var útnefndur Blaðamaður ársins 2009, hefur sótt um starf fjölmiðlafulltrúa Fjármálaráðuneytisins. Þetta kemur fram á Pressunni og segist Jóhann hafa verið að svipast um eftir nýju starfi undanfarið og því sótt um þegar starfið var auglýst.

Árásin í Kandahar var aðvörun til Bandaríkjamanna

Sprengjuárásirnar í Kandahar í gær sem urðu að minnsta kosti 35 manns að bana í gær voru aðvörun til Bandaríkjanna og NATO. Talsmaður Talibana lýsti þessu yfir í dag og var árásunum ætlað að fæla Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra frá því að auka við liðsstyrk sinn á svæðinu til þess að hrekja Talíbana á brott.

Búkolla brann á Suðurstrandarvegi

Eldur kom upp í svokallaðri Búkollu rétt fyrir hádegi í dag á Suðurstrandarvegi við Hlíðarvatn. Búkolla er stærsta gerð af vörubíl og kom eldurinn upp í vélarrúmi tækisins. Slökkviliðið í Þorlákshöfn var kallað á staðinn en vélin var mikið brunnin þegar þá bar að garði.

Snjósleðamenn lentu í snjóflóði

Þrír snjósleðamenn eru látnir og margra er saknað í Kanada eftir að snjóflóð féll í kanadísku klettafjöllunum í gær. Um 200 snjósleðamenn voru þar samankomnir á móti þegar flóðið skall á hluta hópsins.

Ísraelar handsama háttsettan Hamas-liða

Háttsettur foringi hjá Hamas samtökunum í Palestínu var handtekinn í dag í árás sem ísraelskir hermenn gerðu í bænum Ramallah á Vesturbakkanum. Maher Udda, er 47 ára gamall og segja Ísraelar að hann tengist dauða um 70 manna í gegnum árin.

Kreditkortafærslur dregnar frá launum starfsmanna VR

Hundrað og sextíu þúsund krónur voru teknar út í tólf færslum á kreditkort í eigu VR sem ekki tilheyrðu félaginu árin 2007-2009 samkvæmt Deloitte endurskoðun. Formaður VR segir að skýringar hafi verið á öllum færslum og þær hafi verið dregnar frá launum starfsmanna.

Fagna því að ESB-umsókn sé í eðlilegum farvegi

Stjórn SUF, Sambands ungra framsóknarmanna, fagnar því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé í eðlilegum farvegi eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað að mæla með því við leiðtoga sambandsins að hafnar verði aðildarviðræður við Íslendinga.

Braut glas á höfði annars manns

Nokkuð annríki var hjá lögreglunni á Akranesi í nótt. Einn maður var handtekinn á dansleik í bænum en hann braut glas á höfði annars manns. Árásarmaðurinn var fluttur í fangageymslu lögreglunnar en sá sem ráðist var á leitaði sér lækninga á sjúkrahúsi. Hann mun ekki alvarlega særður.

Bílar skemmdir á Akranesi

Fimm bílar voru skemmdir á Akranesi í nótt. Lögreglu grunar að sami aðili hafi verið að verki en búið var að stinga á dekk fjögurra bíla og rispa lakkið á þeim fimmta. Ef einhver sá til þess eða þeirra sem frömdu skemmdarverkin er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögregluna á Akranesi í síma 444 011.

Frétt af rússneskri innrás í Georgíu var uppspuni

Það varð uppi fótur og fit í Georgíu í gærkvöldi þegar sjónvarpsstöð í landinu flutti af því fréttir að rússneskir skriðdrekar væru komnir til höfuðborgarinnar Tblisi og að forseti landsins væri látinn. Fréttinn var uppspuni en engu að síður olli hún miklu uppnámi í landinu og símkerfi landsins hrundi auk þess sem fjöldi fólks þusti út á götur.

Vann tólf milljónir í Lottóinu

Einn var með allar tölur réttar í Lottóinu í gær og fékk sá tæpar 12 milljónir króna í vinning. Þá voru tveir með 4 rétta í jókernum og fær hver um sig 100 þúsund krónur.

Skíðasvæðin opin fyrir norðan

Lokað er í Bláfjöllum í dag. Skíðasvæðin í Tindastól, á Siglufirði og á Dalvík eru opin frá tíu til fjögur í dag. Hlíðarfjall er einnig opið á sama tíma. Veður er gott og ágætis skíðafæri.

Jarðskjálfti skók byggingar í Tókýó

Öflugur jarðskjálfti skók Japan í morgun og hristust byggingar í höfuðborginni Tókýó. Skjálftinn átti upptök sín um 80 kílómetra undan austurströnd landsins og mældist hann 6,6 stig.

Eldur í Hraunbæ í gærkvöldi

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað að íbúðablokk við Hraunbæ um klukkan hálf tólf í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um eld í íbúð á annarri hæð. Íbúðin var mannlaus og gekk greiðlega að slökkva eldinn.

Þrettán myrtir í Acapulco

Þrettán voru drepnir í mexíkönsku strandborginni Acapulco í gær. Morðin eru talin tengjast fíkniefnaviðskiptum og höfðu morðingjarnir hoggið höfuðin af fjórum fórnarlambanna.

Eyþór efstur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Árborg

Eyþór Arnalds bar sigur úr býtum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Árborg sem fram fór í dag. Eyþór hlaut 512 atkvæði í fyrsta sæti en á eftir honum varð Elfa Dögg Þórðardóttir með 652 atkvæði í 1.-2. sæti.

Telja að Logi geimgengill hafi fyrstur stigið á tunglið

Eitt af hverjum 10 börnum í Bretlandi telur að drottningin þeirra hafi fundið upp síman, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem var gerð til að meta þekkingu barna. Sumir eignuðu jafnvel Charles Darwin og Noel

Jesú fær andlitslyftingu

Styttan af Jesú Kristi sem gnæfir yfir brasilísku borgina Rio de Janeiro er nú í allsherjar yfirhalningu. Rigningar hafa tært hluta andlits styttunnar og hendur hennar og þá hefur styttan einnig skemmst í eldingarveðrum í gegnum árin. Verkamenn vinna nú hörðum höndum að því að flikka upp á styttuna en búist er við því að viðgerðin kosti um fjórar milljónir dollara.

Húsgögn Michaels Jackson á uppboð

Aðdáendur poppkóngsins Michaels Jackson sem lést í fyrra eiga brátt kost á því að bjóða í húsgögn sem stjarnan hafði látið sérsmíða fyrir sig rétt áður en hann lést. Um er að ræða 22 gripi sem allir áttu að fara til Bretlands en Jackson hafði í hyggju að flytjast á glæsilegt sveitasetur í Kent en þegar hann lést var hann að æfa fyrir stóra tónleikaröð í London.

Dorrit prjónar trefil sem verður sá lengsti í heimi

Dorrit Mossaieff forsetafrú var sú fyrsta sem byrjaði að prjóna í dag trefil sem á að verða sá lengsti í heimi. Stefnt er að því að hann verði 58 kílómetra langur en hann verður prjónaður í Grindavíkurbæ næsta árið.

25 látnir í Kandahar

Fjórar sprengjur sprungu í afgönsku borginni Kandahar í dag og svo virðist sem um skipulagðar árásir hafi verið að ræða. Sprengjurnar sprungu nærri hóteli, fangelsi, mosku og á gatnamótum í miðborginni að því er lögreglustjóri borgarinnar segir.

Kostnaðarsamt kuldakast

Tölur frá breskum tryggingafélögum sýna að kostnaður þeirra vegna kuldakastsins sem gekk yfir Bretland í desember og janúar hleypur á hundruðum milljónum punda. 335 þúsund tryggingakröfur voru afgreiddar og er heildartalan um 650 milljónir punda eða um 125 milljarðar íslenskra króna.

Guðjón Arnar hættir sem formaður Frjálslynda flokksins

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér í formannsembættið á ný. Landsþing flokksins fer fram 19. og 20. mars næstkomandi og verður kosið í allar trúnaðarstöður flokksins.

Þingeyskir framsóknarmenn samþykkja framboðslista

Í morgun var haldinn fjölmennur félagsfundur í Framsóknarfélagi Þingeyinga þar sem framboðslisti B-lista Framsóknarflokks var samþykktur einróma. Gunnlaugur Stefánsson leiðir listann en í næstu tveimur sætum koma þau Jón Grímsson og Soffía Helgadóttir.

Sjá næstu 50 fréttir