Erlent

25 látnir í Kandahar

Frá Afganistan.
Frá Afganistan. MYND/AP

Fjórar sprengjur sprungu í afgönsku borginni Kandahar í dag og svo virðist sem um skipulagðar árásir hafi verið að ræða. Sprengjurnar sprungu nærri hóteli, fangelsi, mosku og á gatnamótum í miðborginni að því er lögreglustjóri borgarinnar segir.

Á heimasíðu BBC segir að 25 hafi látist í það minnsta.  Þá hafa einnig borist fregnir af því að eldflaugum hafi verið skotið á borgina eftir að sprengjurnar sprungu.

Talíbanar hafa staðið fyrir fjölmörgum árásum í borginni síðustu vikur og hafa náð svæðum umhverfis borgina á sitt vald.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×