Erlent

Jesú fær andlitslyftingu

mynd/ap

Styttan af Jesú Kristi sem gnæfir yfir brasilísku borgina Rio de Janeiro er nú í allsherjar yfirhalningu. Rigningar hafa tært hluta andlits styttunnar og hendur hennar og þá hefur styttan einnig skemmst í eldingarveðrum í gegnum árin. Verkamenn vinna nú hörðum höndum að því að flikka upp á styttuna en búist er við því að viðgerðin kosti um fjórar milljónir dollara.

Búist er við því að viðgerðum ljúki í júní en styttan, sem er 38 metrar á hæð var reist árið 1931.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×