Erlent

Ísraelar handsama háttsettan Hamas-liða

Móðir Uddah heldur á mynd af syni sínum.
Móðir Uddah heldur á mynd af syni sínum.

Háttsettur foringi hjá Hamas samtökunum í Palestínu var handtekinn í dag í árás sem ísraelskir hermenn gerðu í bænum Ramallah á Vesturbakkanum. Maher Udda, er 47 ára gamall og segja Ísraelar að hann tengist dauða um 70 manna í gegnum árin.

Hann hefur verið á flótta í meira en tíu ár. Udda er sagður hafa skipulagt sjálfsmorðsárásir í Ísrael undir lok tíunda áratugs síðustu aldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×