Fleiri fréttir

Klemmdi löppina undir vörulyftu

Karl á þrítugsaldri slasaðist á fæti þegar verið var að ferma sendibifreið í austurborginni í gærmorgun. Á bílnum er vörulyfta og klemmdist fótur mannsins undir henni. Meiðsli mannsins voru ekki talin alvarleg, að sögn lögreglu.

Piltur reyndi að svíkja út tölvu

Tæplega tvítugur piltur var handtekinn af lögreglunni í verslun á höfuðborgarsvæðinu í gær en þar hafði hann reynt að svíkja út tölvu.

Kannabisræktun stöðvuð á tveimur stöðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í Reykjavík og Kópavogi í gær. Við húsleit í bílskúr í austurborginni í hádeginu var lagt hald á tæplega 100 kannabisplöntur, 30 grömm af marijúana og lítilræði af hassi. Á sama stað tók lögreglan í sína vörslu tölvu, flatskjá og skjávarpa en grunur leikur á að um þýfi sé að ræða.

Eldsneytishækkun þrátt fyrir styrkari krónu og lækkanir á heimsmarkaði

Olíufélögin hækkuðu bensínlítrann um fjórar krónur í gær, þrátt fyrir fregnir af því að krónan væri heldur að styrkjast í sessi gagnvart dollar og olía væri heldur að lækka á heimsmarkaði. Bensínverðið hefur hækkað um níu krónur á fáum vikum, en skammt er frá því að verðið hækkaði um fimmkall.

Atli Gísla: AGS ræður alltof miklu

Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna segir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ráða allt of miklu um efnahagsmál Íslendinga. Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir sjóðinn taka í taumana þegar ríkisstjórn eins og sú sem nú situr sé ráðalaus.

Netframtöl einstaklinga frestast um dag

Til stóð að opna netframtöl einstaklinga 2010 á þjónustuvef skattsins í dag. Vegna bilunar verða framtölin hins vegar ekki opnuð fyrr en á morgun. Síðasti dagur fyrir einstaklinga til að skila framtölum er 26. mars.

Forseti Maldíveyja heimsækir Ísland

Forseti Maldíveyja Mohamed Nasheed heimsækir Ísland á föstudag og laugardag til að kynna sér nýtingu hreinnar orku og sjávarútveg ásamt því að halda opinberan fyrirlestur um loftslagsbreytingar en hækkun sjávarborðs ógnar efnahagslífi landsins og sjálfri tilveru þjóðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Dæmdir fyrir að ræna Búálf

Tveir ungir menn voru dæmdir fyrir fjölmörg afbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Annar mannanna hlaut tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot sín, hinn hlaut átta mánaða fangelsi skilorðsbundið til fimm mánaða.

Neyðarkall vegna sveltandi barna

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarkall vegna hungursneyðar í Zimbabwe. Þar búa 2,8 milljónir manna við matarskort. Það er nær þriðjungur þjóðarinnar.

Fíkniefnatík þefaði uppi amfetamín

Fíkniefnatíkin Luna þefaði uppi um 200 grömm af ætluðu amfetamíni í Vestmannaeyjum í gær. Efnin fundust í bifreið manns sem var að koma með Herjólfi frá Þorlákshöfn. Þegar maðurinn kom til Vestmannaeyja var hann færður á lögreglustöðina vegna gruns um fíkniefnamisferli. Fíkniefnatíkin Luna var þá kölluð til og þefaði hún uppi efnin.

Pétur Blöndal: Nóg komið af álverum

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur nóg komið af álverum á Íslandi. Hann vill heldur beina orkunni í önnur verkefni. Pétur fagnar því að Landsvirkjun ætli innan skamms að upplýsa um orkuverð. Rætt var við þingmanninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Forsetinn afhendir Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun í dag afhenda Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 17. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi verðlaun eru afhent en yfir fjögur hundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna bárust í ár og hafa þær aldrei verið fleiri.

Morðingi slapp út af geðdeild

Víðtæk leit fer nú fram í Danmörku af karlmanni sem sagður er hættulegur og slapp út af geðdeild í Álaborg í gær. Þar hafa geðlæknar að undanförnu metið sakhæfi mannsins sem er 28 ára en hann er talinn hafa stungið mann á sextugsaldri til bana í lok janúar.

Stúlkan og drengurinn fundin

18 ára gömul stúlka sem fór frá Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn mánudag og lögreglan lýsti eftir er fundin. Það sama á við um 13 ára gamlan dreng sem lýst var eftir en ekki hafði spurst til hans frá því seint á mánudagskvöld.

Bruni: Hver veit hvað gerist í framtíðinni

Frönsku forsetahjónin hafa ekkert gert til að eyða sögusögnum um að hjónband þeirra standi á brauðfótum. Forsetafrúin segist ekki vita hvað gerist í framtíðinni.

Áformum Ísraela mótmælt

Ákvörðun ísraelskra yfirvalda að leyfa byggingu 1600 nýrra íbúða gyðinga í austurhluta Jerúsalem hefur víða verið mótmælt. Arababandalagið, Evrópusambandið, Bretar og Frakkar leggjast alfarið gegn fyrirhuguðum framkvæmdum. Það sama gerir Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem heldur heim í dag eftir þriggja daga heimsókn í Ísrael og Palestínu.

Breskur Fritzl níddist á dætrum sínum

Bresk yfirvöld hafa beðið dætur manns sem níddist á þeim og nauðgaði ítrekað í meira en 25 ár afsökunar á því að hafa brugðist þeim. Í gær var birt skýrsla þar sem kom fram að röð mistaka fag- og eftirlitsaðila kom í veg fyrir upp komst um misnotkunina. Manninum sem er 57 ára gamall hefur verið líkt við Austurríkismanninn Joseph Fritzl sem hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist með henni börn.

Hringdi eftir hjálp og bað um lögreglumenn - og hermenn

Sjö ára gamall drengur náði að fela sig inni á baðherbergi á heimili sínu í suðurhluta Kaliforníu í gær á sama tíma þrír vopnaðir ræningjar hótuðu foreldrum hans. Þaðan náði hann að hringja í neyðarlínuna og óska eftir aðstoð. Drengurinn bað ekki einungis um að lögreglumenn yrðu sendir að heimilinu heldur einnig hermenn.

Bensín hækkaði um fjórar krónur

Olíufélögin hækkuðu bensínlítrann um fjórar krónur í gær þrátt fyrir fregnir af því að krónan væri heldur að styrkjast í sessi gagnvart dollar og olía væri heldur að lækka á heimsmarkaði, en olíuviðskiptin eru gerð í Bandaríkjadollurum.

Enn skelfur undir Eyjafjallajökli

Enn urðu nokkrir jarðskjálftar undir Eyjafjallajökli í nótt en þeir mældust allir undir þremur á Richter. Upptökin voru sem fyrr á miklu dýpi þannig að ekki verður vart breytinga til hins verra á því sviði. Hrinan í nótt var mun kraftminni en hrinurnar í fyrrinótt og nóttina þar á undan.

Fílskálfur í Ástralíu

Lítið kraftaverk átti sér stað í dýragarði í Ástralíu í gær þegar fílskálfur kom í heiminn. Dýralæknar og sérfræðingar í garðinum töldu nefnilega fullvíst að kálfurinn hefði dáið í lok meðgöngunnar. Fæðingin gekk afar illa og tók tæpa viku en allt lítur út fyrir að hann hafi verið dái meðan á atganginum stóð.

Stunginn í hálsinn með hitamæli á nýrri mynd Scorsese

Karlmaður var nýverið stunginn í hálsinn í kvikmyndahúsi í Kaliforníu þar sem hann horfði á nýjustu afurð leiksstjórans Martin Scorsese, Shutter Island. Árásarvopnið var hitamælir sem notaður er við eldamennsku. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafði skömmu áður beðið konu sem talaði í farsíma að tala lægra eða fara fram á gang. Í kjölfarið yfirgaf konan kvikmyndahúsið ásamt tveimur karlmönnum sem fljótlega snéru til baka og réðust á manninn og aðra kvikmyndarhúsagesti sem komu honum til hjálpar. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús en árásarmennina er enn leitað.

Enn ósamið

Samningafundur flugumferðarstjóra og Flugstoða stóð í aðeins tvær klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess að viðræður þokuðust í samkomulagsátt, en aftur hefur verið boðað til fundar klukkan ellefu fyrir hádegi. Flugumferðarstjórar hafa boðað annað fjögurra klukkustunda verkfall í fyrramálið og svo annan hvern dag í heila viku.

Vill áhrif í ríkisstjórninni

Ögmundur Jónasson vill að áhrifa hans gæti í stjórnarráðinu við ríkisstjórnarborðið og getur hugsað sér að taka sæti í stjórninni. Ekkert sé ákveðið hvort það gerist eða hvaða sæti hann taki, en hann hafi verið sáttur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann segir mikið hafa áunnist varðandi Icesave og hann bíði ekki endalaust eftir samstöðu á þingi um málið.

Telur Catalinu þegar refsað

Verjandi Catalinu Mikue Ncogo vill að ákæru á hendur henni fyrir að hagnast á vændisstarfsemi fimm kvenna verði vísað frá. Hann telur að Catalina hafi í raun þegar hlotið fyrir það dóm. Þetta kemur fram í greinargerð lögmannsins Jóns Egilssonar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Æ fleiri börn á geðdeild

Bráðamálum á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur fjölgað undanfarna mánuði. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og geðlækninga, segir að það sem af er ári hafi yfir sextíu mál k

Ók í öfuga átt á Skólavörðustíg

Vegfarendur í miðborginni ráku upp stór augu um tvöleytið í gær þegar bíl var ekið frá Laugavegi upp Skólavörðustíg gegn einstefnuumferð sem þar er. Ungur ökumaður bílsins þurfti öðru hvoru að víkja fyrir þeim sem k

Segir aukna hörku í íslensku nefndinni

„Við erum ekki að reyna að hagnast á þessu,“ sagði Jann Kees de Jager, fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórn Hollands, um samningaviðræður við Íslendinga um Icesave-deiluna. „Við erum núna aðeins að skoða fjármögnunarkostnaðinn.“ Fjármálanefnd hollenska þingsins yfirheyrði hann í tvo og hálfan tíma um málið í gær.

Tíundi hver borgaði fasteignagjöld of seint

Ellefu prósent af álögðum fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar á síðasta ári voru send til milliinnheimtufyrirtækis í innheimtu. Alls voru vanskilin 1.982 milljónir króna og greiðendurnir 5.472 talsins. Meðalskuld hvers gjaldanda var um 362.000 krónur sem er meira en þreföld fasteignagjöld meðal-íbúðar.

Loðna hrygndi í fiskasafninu

Skipverjar á Sighvati Bjarnasyni VE komu á mánudag með lifandi loðnu til Fiskasafnsins í Vestmannaeyjum. Það má undrum sæta að loðnan svaraði kalli náttúrunnar, þrátt fyrir vistaskiftin, og hrygndi morguninn eftir.

Telja nægu fé vera varið í menningarmál

Rúm 62 prósent þátttakenda í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um menningarneyslu telja hið opinbera verja nægu fé til menningarmála í þeirra byggðarlagi. Könnunin var gerð fyrir menntamálaráðuneytið nú í haust.

Gæðaráð háskólanna stofnað

Unnið er að stofnun gæðaráðs fyrir háskólana sem hafi gæðaeftirlit með kennslu og rannsóknum við skólana. Með því færist matið út fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og verður sjálfstætt.

Bílalánskröfu vísað frá dómi

Krafa SP Fjármögnunar á hendur manni sem leigt hafði bíl með samnningi við fyrirtækið var svo illa reifuð og ruglingsleg að sögn Héraðsdóms Reykjavíkur að ekki var um annað að ræða en vísa henni frá. Maðurinn tók

Ákvörðunin gæti tafist

Ný ákvæði í þýskum lögum gætu orðið til þess að þýska þjóðþingið fái ekki nægan tíma til að taka afstöðu til þess hvort hefja eigi aðildarviðræður Evrópusambandsins við Ísland áður en málið verður tekið fyrir á næsta fundi Leiðtogaráðs Evrópusambandsins dagana 25. og 26. mars, eða eftir aðeins hálfan mánuð.

Þjófarnir hringdu sjálfir í lögregluna

Lögreglunni í Danmörku var næstum skemmt í nótt. Tveir seinheppnir menn brutu rúðu í húsi á Vestergade í Tønder. Því næst fóru þeir óboðnir inn í húsið. Það vildi ekki betur til en svo að annar þjófanna missti jafnvægi og skar sig á brotnu rúðunni.

Dæmdar 3 milljónir í bætur vegna læknamistaka sem leiddu til andláts

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða eiginmanni og tveimur börnum konu sem lést fyrir níu árum samtals þrjár milljónir króna í miskabætur. Konan lést á miðri meðgöngu eftir að fósturvísi var komið fyrir í legi hennar þegar hún var 47 ára gömul. Fjölskylda konunnar krafðist bóta og byggði kröfuna á því að saknæm háttsemi hefði átt sér stað þegar fórstuvísi var komið fyrir í konunni og meðferð við meðgöngueitrun sem konan fékk hafi verið verulega ábótavant. Bótaskylda af hálfu ríkisins var viðurkennd en deilt var um fjárhæð bótanna fyrir rétti.

Jarðskjálftinn færði til borgir

Jarðskjálftinn í Chile á dögunum var svo öflugur að hann færði borgina Conception þrjá metra í vesturátt. Hann færði einnig höfuðborgina Santiago um 27 sentimetra í vestsuðvestur.

Menningarverðlaun DV afhent

Fyrr í kvöld fór fram afhending Menningarverðlauna DV fyrir árið 2009. Menningarverðlaun DV eru árlegur viðburður þar sem veitt eru verðlaun fyrir einstakt framlag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sérstök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti.

Jón Bjarnason víki fyrir Ögmundi

Allar líkur eru á að Ögmundur Jónasson sé aftur á leið í ráðherrastól og að Jón Bjarnason víki úr ríkisstjórn. Frekari uppstokkun á stjórnarliðinu er ekki útilokuð.

Haförninn í tveggja tíma aðgerð

Haförninn í Húsdýragarðinum var fluttur á Dýraspítalann í Víðidal í Reykjavík í dag og lagður á skurðarborð. Örninn hefur lítil batamerki sýnt frá því hann fannst illa haldinn við Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi í haust og hefur enn ekki náð að blaka vængjunum eðlilega.

Vilhjálmur vermir heiðurssætið

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, skipar heiðurslista sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri leiðir listann. Listinn var samþykktur á fundi Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í kvöld. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að kynjahlutfall sé jafnt á listanum, fimmtán konur og fimmtán karlar.

Stúlkan þarf hjálp

Bandarískur læknir sem annast hefur íslenska telpu sem glímir við alvarleg veikindi undrast að íslenskir læknar hafi ákveðið að kæra foreldra stúlkunnar til barnaverndaryfirvalda fyrir að vilja fara með hana í uppskurð á heila. Aðgerðin sé nauðsynleg.

Sjá næstu 50 fréttir