Erlent

Urðu að hverfa frá Léogane af öryggisástæðum

Andri Ólafsson skrifar

Íslenska rústabjörgunarsveitin þurfti að hætta við að eyða nóttinni í borginni Léogane á Haítí þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi hennar. Félagar í sveitinni eru nú að störfum í einu af fátækustu hverfum borgarinnar í fylgd með bandarískum hermönnum.

Ólafur Loftsson, einn af yfirmönnum sveitarinnar ítrekar að íslendingunum sé vel tekið hvert sem þeir fari. Öryggisaðstæður voru hins vegar metna þannig í gærkvöldi að skynsamlegra væri að kalla sveitina heim í grunnbúðir, sem er við flugvöllinn í Port Au Prince.

Hún er nú að störfum í einu af fátækustu hverfum höfuðborgarinnar en fjölmiðlar á staðnum segja að þar sé ástandið afar ótryggt.

Sveitin hefur ekki fundið neinn með lífsmarki í dag eða í gær.

Daninn Jens Kristensson var bjargað úr rústum höfuðstöðva sameinuðu þjóðanna í Port au Prince í gær eftir fimm daga. Kristensson er starfsmaður Sameinuðu þjóðanna en það var Bandarísk björgunarsveit sem gróf hann úr rústunum. Kristensson var við merkilega góða heilsu miðað aðstæður. 300 starfsmenn sameinuðu þjóðanna voru ekki eins heppnir og er enn saknað.

Það er ljóst að íbúar Haíti munu þurfa gríðarlega mikla aðstoð næstu mánuði og ár til að jafna sig á skjálftanum. Forystumenn Evrópusambandslandanna komu saman í dag og hétu 72 milljörðum króna til hjálparstarfsins.

Börn á Gaza í Palestínu sýndu á sama tíma að það er hugurinn sem skiptir máli. Þrátt fyrir að hafa ekki mikið á milli handanna söfnuðu þau leikföngum, barnafötum og smávegist af peningum og sendu til Haíti í til að sýna samstöðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×