Innlent

Stjórn og stjórnarandstaða funda áfram um Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að funda með stjórnarandstöðunni. Mynd/ Anton Brink.
Ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að funda með stjórnarandstöðunni. Mynd/ Anton Brink.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar stefna að því að funda með fulltrúum stjórnarandstöðunnar klukkan átta í kvöld. Á fundinum verður haldið áfram að reyna að ná samstöðu í Icesave málinu.

Samstaða á meðal stjórnar og stjórnarandstöðu er talin vera grundvöllur fyrir því að hægt sé að fara fram á nýjar samningaviðræður við Breta og Hollendinga.

Verði ekkert af nýjum samningaviðræðum má gera ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fari fram í lok febrúar eða fyrsta laugardaginn í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×