Þingmaður hvattur til að fara að lögum 18. janúar 2010 05:00 Þingmaðurinn var árið 2003 dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir mútuþægni og fjárdrátt í opinberu starfi, einnig fyrir umboðssvik og fyrir að gefa rangar skýrslur til yfirvalda. fréttablaðið/auðunn Ríkisendurskoðun hefur hvatt Árna Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins, til að skila fjárhagslegum upplýsingum um framboð sitt til alþingiskosninga 2007. Árni átti að skila gögnunum í síðasta lagi 25. október. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka varða brot gegn þeim allt að sex ára fangelsi og það er Ríkisendurskoðun sem sker úr um hvort kæra skuli frambjóðendur eða ekki. Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun, segir að það kunni að vera svolítið harkalegt að kæra vegna þessa að svo stöddu, miðað við það sem gengur og gerist í samfélaginu, til að mynda við skil á skattframtölum. „Árni er búinn að fá hvatningu frá okkur. Hann ber því við að hann hafi sent þetta, en við höfum ekkert fengið,“ segir Lárus. Árni sjálfur geti einn bætt úr þessu. Árni Johnsen segir að upplýsingarnar hafi misfarist hjá Ríkisendurskoðun, nema eitthvað hafi farið úrskeiðis í tölvumálum, þegar hann hafi sent upplýsingarnar í gegnum Alþingi. „Ég á eftir að ganga frá þessu aftur, en hef bara ekki verið í bænum síðustu daga,“ segir hann. Aðrir sjálfstæðismenn sem ekki hafa skilað umræddum upplýsingum eru Kjartan Þ. Ólafsson á Selfossi og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir á Akureyri. Allir frambjóðendur Frjálslynda flokksins hafa nú skilað uppgjöri. Áður höfðu allir frambjóðendur Framsóknar skilað sínu. Einn samfylkingarmaður, Pétur Tyrfingsson, hefur engu skilað. Fjórir af þeim átta sem eiga eftir að skila gögnunum eru í VG: Heimir Björn Janusarson, Paul Nikolov og Þorvaldur Þorvaldsson í Reykjavík. Einnig Jósep B. Helgason á Akureyri.- kóþ Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur hvatt Árna Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins, til að skila fjárhagslegum upplýsingum um framboð sitt til alþingiskosninga 2007. Árni átti að skila gögnunum í síðasta lagi 25. október. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka varða brot gegn þeim allt að sex ára fangelsi og það er Ríkisendurskoðun sem sker úr um hvort kæra skuli frambjóðendur eða ekki. Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun, segir að það kunni að vera svolítið harkalegt að kæra vegna þessa að svo stöddu, miðað við það sem gengur og gerist í samfélaginu, til að mynda við skil á skattframtölum. „Árni er búinn að fá hvatningu frá okkur. Hann ber því við að hann hafi sent þetta, en við höfum ekkert fengið,“ segir Lárus. Árni sjálfur geti einn bætt úr þessu. Árni Johnsen segir að upplýsingarnar hafi misfarist hjá Ríkisendurskoðun, nema eitthvað hafi farið úrskeiðis í tölvumálum, þegar hann hafi sent upplýsingarnar í gegnum Alþingi. „Ég á eftir að ganga frá þessu aftur, en hef bara ekki verið í bænum síðustu daga,“ segir hann. Aðrir sjálfstæðismenn sem ekki hafa skilað umræddum upplýsingum eru Kjartan Þ. Ólafsson á Selfossi og Sigurlaug Hanna Leifsdóttir á Akureyri. Allir frambjóðendur Frjálslynda flokksins hafa nú skilað uppgjöri. Áður höfðu allir frambjóðendur Framsóknar skilað sínu. Einn samfylkingarmaður, Pétur Tyrfingsson, hefur engu skilað. Fjórir af þeim átta sem eiga eftir að skila gögnunum eru í VG: Heimir Björn Janusarson, Paul Nikolov og Þorvaldur Þorvaldsson í Reykjavík. Einnig Jósep B. Helgason á Akureyri.- kóþ
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira