Innlent

Landaverksmiðja í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti landaframleiðslu í bruggverksmiðju í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar voru fleiri hundruð lítrar af gambra í gerjun í nokkrum stórum plasttunnum og tæki til að sjóða úr honum landa, en eftir suðuna telst hann orðinn markaðsvara.

Einn maður var handtekinn á staðnum. Ekki liggur fyrir hvort starfsemin hefur verið lengi í gangi, en miðað við umfang bendir all til þess að framleiðslan hafi verið ætluð til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×