Erlent

Árás talíbana hrundið

Sprengingarnar í Kabúl voru öflugar eins og sést á þessari mynd.
Sprengingarnar í Kabúl voru öflugar eins og sést á þessari mynd. MYND/AP

Árás Talíbana í miðborg Kabúl virðist hafa verið hrundið að mestu. Nokkir þeirra sprengdu sig í loft upp á fjölförnum stöðum og létust að minnsta kosti fimm og er eitt barn þar á meðal. Lögregla og herlið lokuðu miðborginni á meðan barist var við uppreisnarmennina og voru fimm talíbanar hið minnsta felldir í bardaga í verslunarmiðstöð í borginni.

Þá hafa borist fregnir af mannfalli í liði lögreglumanna við aðra verslunarmiðstöð í borginni þar sem sjálfsmorðssprengjumaður var að verki. Talið er að um 30 talíbanar hafi tekið þátt í árasunum en þær áttu sér stað á sama tíma og verið var að sverja ráðherra í afgönsku ríkisstjórninni í embætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×