Vilja samkeyra gögn um stöðu lögmanna 18. janúar 2010 02:00 Mikil fjölgun lögmanna á stuttum tíma hefur að sögn Lögmannafélags Íslands leitt til þess að þeir sjálfir og dómarar þekki síður deili hver á öðrum miðað við það sem áður var.Fréttablaðið/GVA Lögmannafélag Íslands segir mikla fjölgun lögmanna leiða til hættu á að upplýsingar um hugsanleg gjaldþrot og refsidóma félagsmanna berist félaginu ekki. Því þurfi að heimila að samkeyra upplýsingar úr gagnabönkum. Í bréfi til Persónuverndar bendir Lögmannafélagið á að félagið eigi að fylgjast með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði laganna fyrir lögmannsréttindum. Þetta varðar meðal annars það að bú lögmanns hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta og að hann hafi óflekkað mannorð, að sjálfstætt starfandi lögmenn hafi gilda ábyrgðartryggingu og sérstakan fjárvörslureikning í viðurkenndri bankastofnun til að varðveita fé skjólstæðinga. Lögmannafélagið segir að félagsmönnum hafi fjölgað um sextíu prósent á tíu árum. Lögmenn og dómarar þekki nú síður deili á lögmönnum en áður og því hætta á að nauðsynlegar upplýsingar um gjaldþrot eða refsidóma lögmanna berist félaginu ekki og að upp hafi komið slík tilvik. Handvirkt eftirlit með félagsmönnum sé orðið nær óframkvæmanlegt. „Til að tryggja betur lögbundið eftirlit félagsins með lögmönnum telur stjórn þess mikilvægt að kanna hvort samkeyra megi, með reglulegu millibili, ýmsar opinberar upplýsingar, sem og viðskiptaupplýsingar einkafyrirtækja, við lista lögmannafélagsins yfir skráða félagsmenn. Þær upplýsingar sem hér um ræðir eru meðal annars upplýsingar úr sakaskrá, skrá Lánstrausts hf. um gjaldþrot lögmanna, skrár íslenskra vátryggingafélaga um gildar starfsábyrgðartryggingar lögmanna á hverjum tíma og loks upplýsingar viðskiptabanka og sparisjóða um skráða fjárvörslureikninga lögmanna,“ segir í erindi Lögmannafélagsins. Í svari Persónuverndar segir að gæta þurfi þess að persónuupplýsingarnar séu fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og ekki unnar frekar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi. Sömuleiðis að þær séu nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Persónuvernd segir að sú vinnsla persónuupplýsinga sem Lögmannafélagið lýsir geti stuðst við lagaheimildir og býðst til að svara frekari spurningum varðandi það. „Þó skal tekið fram að áður en slík svör eru veitt er æskilegt að veittar verði frekari skýringar á því hvernig umræddri vinnslu verður hagað.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Lögmannafélag Íslands segir mikla fjölgun lögmanna leiða til hættu á að upplýsingar um hugsanleg gjaldþrot og refsidóma félagsmanna berist félaginu ekki. Því þurfi að heimila að samkeyra upplýsingar úr gagnabönkum. Í bréfi til Persónuverndar bendir Lögmannafélagið á að félagið eigi að fylgjast með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði laganna fyrir lögmannsréttindum. Þetta varðar meðal annars það að bú lögmanns hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta og að hann hafi óflekkað mannorð, að sjálfstætt starfandi lögmenn hafi gilda ábyrgðartryggingu og sérstakan fjárvörslureikning í viðurkenndri bankastofnun til að varðveita fé skjólstæðinga. Lögmannafélagið segir að félagsmönnum hafi fjölgað um sextíu prósent á tíu árum. Lögmenn og dómarar þekki nú síður deili á lögmönnum en áður og því hætta á að nauðsynlegar upplýsingar um gjaldþrot eða refsidóma lögmanna berist félaginu ekki og að upp hafi komið slík tilvik. Handvirkt eftirlit með félagsmönnum sé orðið nær óframkvæmanlegt. „Til að tryggja betur lögbundið eftirlit félagsins með lögmönnum telur stjórn þess mikilvægt að kanna hvort samkeyra megi, með reglulegu millibili, ýmsar opinberar upplýsingar, sem og viðskiptaupplýsingar einkafyrirtækja, við lista lögmannafélagsins yfir skráða félagsmenn. Þær upplýsingar sem hér um ræðir eru meðal annars upplýsingar úr sakaskrá, skrá Lánstrausts hf. um gjaldþrot lögmanna, skrár íslenskra vátryggingafélaga um gildar starfsábyrgðartryggingar lögmanna á hverjum tíma og loks upplýsingar viðskiptabanka og sparisjóða um skráða fjárvörslureikninga lögmanna,“ segir í erindi Lögmannafélagsins. Í svari Persónuverndar segir að gæta þurfi þess að persónuupplýsingarnar séu fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og ekki unnar frekar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi. Sömuleiðis að þær séu nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt sé. Persónuvernd segir að sú vinnsla persónuupplýsinga sem Lögmannafélagið lýsir geti stuðst við lagaheimildir og býðst til að svara frekari spurningum varðandi það. „Þó skal tekið fram að áður en slík svör eru veitt er æskilegt að veittar verði frekari skýringar á því hvernig umræddri vinnslu verður hagað.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira