Innlent

Sakborningar munu eiga kost á að koma athugasemdum á framfæri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur. Mynd/ GVA.
Hæstiréttur. Mynd/ GVA.
Sakborningarnir í mansalsmálinu munu eiga kost á því að vera í herbergi nálægt dómssalnum þar sem þeir eiga kost á því að fylgjast með vitnaleiðslum yfir brotaþola í gegnum fjarfundabúnað. Þetta segir Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari hjá embætti Ríkissaksóknara. Hún vísar í dóm Hæstaréttar máli sínu til stuðnings.

Hæstiréttur úrskurðaði á föstudag að Litháarnir sem ákærðir eru fyrir aðild að mansali í máli 19 ára stúlku munu þurfa að víkja úr dómsal á meðan að stúlkan ber vitni gegn þeim. Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður eins af sakborningunum, segist telja að niðurstaða meirihluta Hæstaréttar sé mjög umdeilanleg. Það sé hluti af málsvörn mannsins að hann sé á staðnum þegar að mikilvægt vitni gefi skýrslu.

Kolbrún segir að það verði túlkur viðstaddur vitnaleiðsluna sem tryggi að sakborningar heyri allt og hugsanlegt sé að verjandi geti farið til þeirra og spurt þá hvort eitthvað sé sem þeir vilji koma á framfæri.






Tengdar fréttir

Litháar víkja úr dómsal í mansalsmáli

Litháarnir sem ákærðir eru fyrir aðild að mansali í máli 19 ára stúlku munu þurfa að víkja úr dómsal á meðan að stúlkan ber vitni gegn þeim, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar á föstudaginn.

Segir mannréttindi brotin á meintum mansalsmönnum

„Ég tel að niðurstaða meirihluta Hæstaréttar sé mjög umdeilanleg. Það er hluti af málsvörn mannsins að hann sé á staðnum þegar að mikilvægt vitni gefur skýrslu," segir Eiríkur Elís Þorláksson, verjandi eins Litháans sem ákærður er fyrir aðild að mansali í máli 19 ára gamallar litháískrar stúlku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×