Fleiri fréttir

Sakar minnihlutann um að taka undir ávítta gagnrýni Ólafs F.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sakar minnihluta borgarstjórnar, Samfylkinguna og VG, um að taka óbeint undir málflutning borgarfulltrúans Ólafs F. Magnússonar, með því að sitja hjá þegar vantrauststillögu Ólafs var vísað frá á borgarstjórnarfundi í vikunni.

Heppnir Frakkar

Tveir franskir ferðamenn sluppu ótrúlega vel frá umferðaóhappinu á Grindavíkurveginum nú fyrr í kvöld þegar vörubifreið með tengivagn valt við Seltjörn samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum.

Seldi atvinnuhúsnæði langt undir fasteignavirði

Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Hrakvirði segir löggiltur fasteignasali, en ekki óeðlilegt í þessu ástandi.

Vörubifreið valt á Grindavíkurvegi

Vörubifreið með tengivagn valt fyrir skömmu á Grindavíkurvegi við Seltjörn samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum en þar er aftakaveður.

Engin svör frá Bretum og Hollendingum

Engin svör hafa borist frá Bretum og Hollendingum um hvort hægt verði að taka upp nýjar samningaviðræður um Icesave. Ríkisstjórnin fundaði með stjórnarandstöðunni nú síðdegis án niðurstöðu. Höskuldur Kári Schram var í Stjórnarráðshúsinu.

Óveður á Reykjanesbrautinni

Vegfarendur eru varaði við miklu hvassviðri á Suðurlandi, undir Eyjafjöllum, Hafnarfjalli, Kjalanesi og á Reykjanesbraut.

Herjólfur þurfti aðstoð í aftakaveðri - myndir

Herjólfur kom til Vestmannaeyja klukkutíma of seint í dag en vindhraði var svo mikill að kalla þurfti lóðsinn til aðstoðar. Herjólfur átti í mestu vandræðum með að leggjast að bryggju en samkvæmt fréttaritara fréttastofunnar, Gísla Óskarssyni, var vindurinn slíkur að lóðsinn þurfti til þess að leggja Herjólfi.

Lögðu hald á 90 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 90 kannabisplöntur og var megnið af þeim á lokastigi ræktunar.

Jóhanna: Þjóðin líti til íslenska landsliðsins

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, telur að þjóðin þyrfti að líta til landsliðsins í handbolta um fyrirmyndir í vörn og sókn í atvinnu- og efnahagsmálum á næstu árum. Þetta kom fram í ávarpi sem hún flutti á Selfossi í tengslum við verkefnið 20/20 Sóknaráætlun sem ætlað er að draga fram styrkleika og sóknarfæri landsmanna og gera tillögur og áætlanir á grunni þeirra. Markmiðið með áætluninni er að tryggja að Ísland verið eitt af 10 samkeppnishæfustu löndum heims árið 2020. tryggja að Ísland verið eitt af 10 samkeppnishæfustu löndum heims árið 2020.

Samninganefndin á byrjunarreit

„Vinna samninganefndarinnar er á byrjunarstigi ef svo má segja. Bæði aðal samninganefndin og einstakir samningahópar hafa verið að undirbúa sig og viða að sér upplýsingum,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður starfshóps utanríkismálanefndar um Evrópumál. Starfshópurinn fundaði í dag með forystumönnum samninganefndar Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Ríkisstjórn fundar með stjórnarandstöðu

Leiðtogar ríkisstjórnar hafa boðað fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi til fundar klukkan hálffimm í dag. Samkvæmt heimildum Vísis verður þar farið yfir stöðu mála varðandi Icesave.

Hart tekist á um REI-málið

Hart var tekist um einn anga REI-málsins svokallaða á fundi borgarráðs í dag þegar fjallað var um fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, forseta borgarstjórnar, til innri endurskoðanda borgarinnar varðandi kaup á filippseysku ríkisreknu orkufyrirtæki. Meira en tvö ár eru síðan að ólga í kringum málefni tengd REI, útrásar- og dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, leiddi til þess að fyrri meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk.

Frambjóðandi býður ókeypis í strætó

Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi ætlar að bjóða fólki ókeypis í strætó, leið 6, sem fer frá Hlemmi klukkan sjö mínútur yfir eitt á laugardaginn. Tilgangurinn er sá að kynna fólki hugmyndir sínar um tilraunaverkefnið Frístundastrætó í Grafarvogi.

Lenti í mikilli ókyrrð - farþegum boðin áfallahjálp

Flugvél Flugfélags Íslands sem var á leið frá Ísafirði, eftir að hafa hætt við lendingu þar, lenti í mikilli ókyrrð þegar flogið var uppúr Skutulsfirðinum. Farþegum var boðin áfallahjálp þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli.

Dularfulli aðdáandinn lét ekki sjá sig

Í sextíu ár hefur óþekktur aðdáandi heimsótt gröf bandaríska rithöfundarins Edgars Allan Poe á fæðingardegi hans og skilið eftir sig þrjár rósir og hálfa koníaksflösku.

Óbreytt líðan eftir rörasprengjuslys

Líðan mannsins sem lenti í alvarlegu rörasprengjuslys í Hveragerði fyrir tveimur dögum síðan er óbreytt, segir deildarlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er sofandi í öndunarvél.

Þorsteinn hættur hjá Landsvirkjun

Landvirkjun og Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi fyrirtæksins, hafa gert samkomulag um að hann láti af störfum, en hann hefur starfað hjá Landsvirkjun undanfarin 18 ár.

Óveður undir Eyjafjöllum

Vegagerðin varar vegfarendur við miklu hvassviðri á Suðurlandi og Reykjanesi. Um miðjan dag í dag gæti verið varasamt að vera á ferð undir Hafnarfjalli, á Kjalanesi, á Reykjanesbraut og undir Eyjafjöllum en þar er óveður, að fram kemur í tilkynningu.

Mikilfenglegt grískt hof í Egyptalandi

Mikilfenglegt grískt hof sem hugsanlega hefur verið tileinkað kattagyðjunni Bastet hefur verið grafið upp í Alexandríu í Egyptalandi. Hofið er um 2200 ára gamalt.

Íslenska sveitin lendir skömmu eftir miðnætti

Áætlað er að íslenska rústabjörgunarsveitin lendi á Keflavíkurflugvelli um klukkan 00:30 í nótt en það er nokkuð seinna en áætlað var. Fyrri áætlarnir gerðu ráð fyrir að sveitin kæmi til landsins seinnipartinn í dag og síðar var ráðgert að hún myndi lenda í Keflavík í kvöld.

Bretar stöðva flug til Yemens

Bretar hafa ákveðið að hætta öllu beinu flugi milli Bretlands og Yemens. Ástæðan er sú að Al Kaida er að hreiðra þar um sig.

Ríkissaksóknari hefur ekki ákæruvald í efnahagsbrotamálum

Ríkissaksóknari segist ekki hafa ákæruvald í efnahagsbrotamálum og furðar sig á öllu tali um ranga forgangsröðun í tengslum við ákæruna gegn fólki sem mótmælti við Alþingishúsið í desember 2008. Hörður Torfason, tónlistarmaður og mótmælandi, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Ríkissaksóknara.

Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld

Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga.

Eiginmaður ráðherra ekki verjandi í málinu

Sigurmar Kristján Albertsson, hæstaréttarlögmaður og eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra, er ekki verjandi í máli gegn níu mönnum sem ákærðir eru vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan.

Pabbi vann

Fjórði elsti sonur Osama Bin Laden segir að Bandaríkjamenn séu miklu betur settir með föður sinn lifandi en dauðan.

Aflima hundruð manna á hverjum degi

Tugþúsundir manna á Haítí hafa enn ekki fengið viðeigandi læknishjálp eftir jarðskjálfann mikla. Læknar á erlendum hersjúkrahúsum og bandaríska spítalaskipinu sem var sent til eyjarinnar vinna nú myrkranna á milli við að bæta úr þessu.

Símasambandslaust víða á Reykjanesi

Vegna eldingar sem laust niður í fjarskiptavirki í Reykjanesbæ í gær eru um tólf- til þrettánhundruð heimili þar símasambandslaus. Strax í morgun var hafist handa við að færa notendur á milli stöðva en samkvæmt upplýsingum frá Símanum er það seinlegt verk. Einnig er unnið að viðgerð á símstöðinni. Ekki er hægt að segja til um hvenær símasamband verður komið á.

Ræddu bráðnun íss og hækkun sjávarborðs

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti í vikunni fund með forseta Maldíveyja, Mohamed Nasheed, í Abu Dhabi og ræddu samstarf þessara tveggja eyþjóða, en báðir sóttu Heimsþing hreinnar orku sem þar var haldið.

Ekki alvarlega slösuð

Kona sem var farþegi í jeppa sem lenti í árekstri á Suðurlandsvegi í morgun er ekki talin alvarlega slösuð, að sögn lögreglu. Búið er að opna fyrir umferð á slysstað.

Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni

Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu.

Neslistinn með prófkjör

Bæjarmálafélag Seltjarnarness efnir til prófkjörs vegna vals frambjóðenda á Neslistann fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí samkvæmt ákvörðun félagsfundar í nóvember. Prófkjörið fer fram 20. febrúar næstkomandi og rennur framboðsfrestur út á hádegi mánudaginn 1. febrúar.

Stormur í aðsigi

Veðurstofa Íslands vekur athygli á því að nú er stormur í aðsigi. Eftir hádegi verður austan 20-28 metrar á sekúndu Suð- og Suðvestanlands og hviður við fjöll á því svæði víða yfir 40 metrar á sekúndu. Einnig verður vætusamt og búist er við mikilli rigningu Suðaustanlands í kvöld. Norðanlands verður heldur hægari vindur, en þó hvasst.

Dalabyggð styrkir íbúa á Haítí

Byggðarráð Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að veita 100 þúsund krónu styrk til hjálparstarfs vegna þeirra hörmunga sem íbúar á Haítí ganga nú í gegnum. Rauða kross Íslands verður falið að ráðstafa styrknum.

Alvarlegt umferðarslys við Sandskeið

Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi við Sandskeið skammt frá Bláfjallaafleggjara um níuleytið í morgun þegar tvær bifreiðar lentu saman sem komu úr gagnstæðum áttum. Farþegi í annarri bifreiðinni er slasaður en ökumenn bifreiðanna slösuðust ekki, að sögn lögreglu. Vegna þessa verður Suðurlandsvegur lokaður um óákveðinn tíma.

Breskum þingmönnum ráðið frá Íslandsför

Þingmönnum sem sitja í Skotlandsmálanefnd breska þingsins hefur verið ráðið frá því að heimsækja Ísland en nefndin rannsakar nú orsakir efnahagskreppunnar. Í dagblaðinu the Scotsman er sagt frá því að það hafi verið breski sendiherrann hér á landi sem hafi komið þeim skilaboðum til nefndarmanna að þeir ættu að fresta för sinni hingað þar til fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla í Icesavemálinu væri afstaðin.

Bandarískum hermönnum fjölgar á Haítí

Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að senda fjögur þúsund hermenn til viðbótar til Haítí til þess að aðstoða við hjálparstarf í kjölfar skjálftans í síðustu viku sem talinn er hafa dregið allt að 200 þúsund manns til dauða.

Eyjamenn á mótmælafundi

Helstu hagsmunahópar í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum boða til baráttufundar í Eyjum í kvöld, og ætla áhafnir margra skipa að sigla í land til að sækja fundinn. Þar stendur til að mótmæla svonefndri fyrningarleið, útflutningsálagi á ísfisk, afnámi sjómannaafsláttar og aðför að landsbyggðinni, eins og það er orðað.

Hafísinn á undanhaldi

Ísdreifar sáust á ratsjá norður af Horni, þegar Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug síðdegis í gær. Ísinn var ekki lengur samfelldur og ísröndin var næst landi umþaðbil 50 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Hafísinn er því greinilega á undanhaldi og ógnar ekki lengur öryggi sjófarenda.

Sjá næstu 50 fréttir