Fleiri fréttir Vændiskaupendur til ákæruvaldsins Mál átta meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ákæruvaldsins. Allt að átta mál til viðbótar verða send þangað á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21.1.2010 05:30 Nágranni kærir og eigandi vill bætur Eigendur lóðarinnar Miðskóga 8 krefja bæjaryfirvöld á Álftanesi um 13,2 milljónir króna í „uppsafnaðan kostnað“ vegna „ólöglegrar meðferðar“ á umsókn þeirra um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi allt frá árinu 2005 þar til í haust að leyfið var veitt. 21.1.2010 05:00 Mörg lönd með stórhuga áætlanir Rafmagnsbíllinn virðist loks í þann mund að ná fótfestu, segir í nýrri umfjöllun á vef Umhverfisstofnunar Evrópu. Þar segir að kostir rafbíla séu ótvíræðir með tilliti til umhverfisins, sér í lagi í þéttbýli. 21.1.2010 04:00 Ætla að útskýra málstað Íslendinga Íslenskir þingmenn búa sig nú undir að upplýsa erlenda starfsbræður um stöðu Íslands í framhaldi af ákvörðun forsetans um að synja Icesave-lögunum staðfestingar. 21.1.2010 03:15 Íslenska sveitin kemur heim í kvöld Íslenska rústabjörgunarsveitin hefur lokið störfum á hamfarasvæðinu á Haítí og flaug í gær til Bahama-eyja. Þaðan mun sveitin síðan halda til Íslands og er áætlað að hópurinn komi til landsins í kvöld. 21.1.2010 03:00 Gjörningaveður á Suðurlandi Mikið þrumuveður gerði á sunnanverðu landinu síðdegis í gær og var mörgum brugðið þegar eldingar lýstu reglulega upp himininn allt frá Eyrarbakka áleiðis í Borgarfjörð. 21.1.2010 03:00 Býst við gjaldi fyrir sumarbústaðinn „Ég er þeirrar skoðunar að reglur um þetta, sem hvíla á rúmlega tuttugu ára gamalli hefð, séu barn síns tíma eins og svo margt annað,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri um sumarbústað sem borgin á við Úlfljótsvatn og er lánaður án endurgjalds til borgarfulltrúa og útvalinna embættismanna. 21.1.2010 02:00 Telur ólíklegt að álverið verði 360 þúsund tonna Sjö umhverfissamtök, þar með talið Græna netið sem tilheyrir Samfylkingunni, hafa sent ríkisstjórninni áskorun um að gerð verði rækilega grein fyrir hvaða háhitasvæði og vatnsföll verður nauðsynlegt að virkja til að afla orku fyrir 360 þúsund tonna álver í Helguvík. Samtökin telja að slíkri orkuvinnslu fylgi ráðstöfun fjölmargra dýrmætra hverasvæða og vatnsfalla, sem réttara væri að vernda en nýta. 21.1.2010 01:15 Flotinn á leið á mótmælafund Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum hafa stefnt flota Eyjamanna til hafnar svo sjómenn geti tekið þátt í baráttufundi gegn fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda í málefnum sjávarútvegsins sem haldinn verður í samkomuhúsinu Höllinni í kvöld. 21.1.2010 01:00 Gengst við morðum á söguslóðum Snemma í gærmorgun kom Christopher Speight, 39 ára maður, á morðvettvang í Virginíu og gaf sig fram við lögreglu. Mannsins hafði verið leitað víðs vegar í nágrenninu um nóttina. 21.1.2010 00:30 Íhugar að játa til að spara skattfé Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. 20.1.2010 21:46 Úlfurinn reyndist vera fyrirsæta Ljósmynd af úlfi sem Jose Luis Rodriguez tók mynd af sigraði hina virtu ljósmyndakeppni Wildlife Photographer of the Year. En nú er babb komið í bátinn. Myndin, sem fylgir fréttinni, hefur verið dæmd úr leik þar sem grunur leikur á um að úlfurinn sé alls ekki villtur, heldur fyrirsæta. 20.1.2010 23:30 Obama vill ekki þröngva heilbrigðisfrumvarpi í gegn Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hvetur öldungadeildarþingmenn á bandaríska þinginu til þess að troða ekki umdeildu heilbrigðisfrumvarpi í gegnum þingið áður en nýkjörinn þingmaður Massacuttes fylkis, repúblikaninn Scott Brown tekur sæti. 20.1.2010 20:58 Slökkviliðsmenn á námsbekk kallaðir út vegna eldsvoða - myndir Klukkan rétt rúmlega tólf í dag var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað út vegna bruna í húsi á Vallargötu í Keflavík. 20.1.2010 19:53 Íslendingur vann í Víkingalottó Íslendingur vann í Víkingalottói en deilir vinningsfénu með tveimur öðrum lottóspilurum sem keyptu sína miða í Finnlandi og Noregi. Allir fengu þeir ríflega 44 milljónir króna. 20.1.2010 19:10 Öryrkjar mótmæla kjaraskerðingu vegna verðtryggðra lána Öryrkjabandalag Íslands hélt aðalstjórnarfund í kvöld og samþykkt þar ályktun þar sem kjaraskerðingu öryrkja er meðal annars mótmælt. ályktun er eftirfarandi: 20.1.2010 20:01 Alþingi getur stöðvað þjóðaratkvæðagreiðslu Alþingi getur stöðvað þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave í miðjum klíðum ef Bretar og Hollendingar fallast á nýtt samkomulag. Enn liggur þó ekki fyrir hvort þeir séu reiðubúnir til nýrra samningaviðræðna. 20.1.2010 18:37 Móðir vill svipta HIV smitaða dóttur sjálfræði Móðir ungrar HIV smitaðrar konu sem er ánetjuð fíkniefnum óttast um dóttur sína og þá sem hana umgangast. Hún segir nauðsynlegt að meðferðarstarf fyrir langt leidda fíkla verði styrkt og fræðsla um HIV smit efld. 20.1.2010 18:29 Þrumuveður á Suðurnesjum - eldingaveður truflar símkerfi Mikið eldingaveður gekk yfir Suðurnesin nú síðdegis með háværum drunum og miklum ljósagangi samkvæmt fréttavef vf.is. 20.1.2010 17:35 Búist er við stormi á morgun Búist er við stormi Sunnan til á landinu síðdegis á morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands. Spáð er Suðaustanátt, víða 8-15 m/s í dag. Hvessir á morgun, austan og suðaustan 18-25 m/s síðdegis, hvassast syðst. Úrkomulítið NA-lands, annars rigning eða skúrir, einkum á SA-landi. Hiti 3 til 8 stig. 20.1.2010 17:28 Grunaður átta manna morðingi gaf sig fram Bandarískur maður sem talinn er hafa myrt átta manns í bænum Appomattox í Virginíu í gær hefur gefið sig fram við lögregluna án átaka. 20.1.2010 16:26 Bandaríkjamenn semji við Ísraela um landamæri Palestínu Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna hefur lagt til að Bandaríkjamenn taki að sér að semja við Ísraela um endanleg landamæri sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. 20.1.2010 16:02 Hafið þið séð sjóræningjann Störtberger? Hauskúpunni af frægasta sjóræningja Þjóðverja frá miðöldum hefur verið stolið úr sögusafni Hamborgar. Klaus Störtberger var hálshöggvinn ásam þrjátíu skipverjum sínum í Hamborg árið 1400. 20.1.2010 15:47 Fræða almenning um geðheilbrigði barna Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hefur gefið út tvo fræðslubæklinga um geðheilbrigði barna í sastarfi við Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð. Annar bæklingurinn er ætlaður unglingum og hinn aðstandendum barna og unglinga. 20.1.2010 15:22 Pískuð fyrir farsíma í skólanum Þrettán ára gömul telpa í Saudi-Arabíu hefur verið dæmd til að vera pískuð níutíu högg fyrir að hafa farsíma með sér í skólann. 20.1.2010 15:11 Dekkjaumgangur kostar fjórar milljónir Bugatti Veyron er víst nokkuð röskur bíll. Eittþúsund hestafla vélin kemur honum upp í hundrað á tveimur og hálfri sekúndu. 20.1.2010 14:11 Hverjir eru þetta? Þremenningarnir í Reykjavík síðdegis fylgjast öðrum fremur með tíðarandanum. Þeir hafa því komið sér upp eigin Facebook síðu þar sem ýmsum skilaboðum er komið á framfæri. 20.1.2010 13:15 Borgarfulltrúi ekki verið víttur áður Elstu menn muna ekki eftir því að borgarfulltrúi hafi verið víttur áður, segir Ólafur Hjörleifsson, lögfræðingur á skrifstofu borgarstjórnar. Það gerðist þó í gær þegar að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, vítti Ólaf F. Magnússon þegar að hann flutti níðvísu um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra. 20.1.2010 12:58 Björgunarsveitamenn skilja hluta af búnaði sínum eftir í Haítí Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vann í allan gærdag í rústum Montana hótelsins í Port au Prince en á því hóteli gisti starfsfólk Sameinuðu þjóðanna ásamt fjölskyldum sínum. Unnið var til klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma en að því loknu fór sveitin í búðir þar sem hún hvílist nú. 20.1.2010 11:55 Öflugur eftirskjálfti á Haítí Mikil skelfing greip um sig þegar eftirskjálfti reið yfir Haítí á tólfta tímanum í dag. Samkvæmt bandarísku jarðfræðistofnuninni mældist skjálftinn 6,1 á Richter kvarðanum og voru upptök hans í um 56 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Port au Prince. Skjálftinn sem reið yfir fyrir viku síðan með hörmulegum afleiðingum mældist 7,3 á Richter. Engar fregnir hafa borist af manntjóni af völdum eftirskjálftans en fólk þusti út á götur borgarinnar skelfingu lostið. 20.1.2010 11:39 Óeirðir vegna seinagangs við matvæladreifingu Helsta ástæðan fyrir því að dreifing matvæla gengur of hægt er margir flöskuhálsar. Sá fyrsti er á flugvellinum í Port au Prince sem annar tæpast þeim flugvélum sem um hann fara. 20.1.2010 11:37 GPS tæki efst á óskalista þjófa Undanfarna mánuði hefur verið töluvert um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu og því vill lögreglan ítreka enn og aftur að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. 20.1.2010 11:36 Nóróveirusýking á Hlíð - deildum lokað Nóróveirusýking er komin upp á hjúkrunar og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Um bráðsmitandi sýkingu í meltingarvegi er að ræða og hefur nokkrum deildum heimilisins verið lokað og eru gestir beðnir um að fresta heimsóknum. Á heimasíðu Landlæknis segir að þær aðgerðir sem grípa þurfi til í tilvikum sem þessum séu óþægilegar og kostnaðarsamar. 20.1.2010 11:19 Ný göngudeild bráðadeildar í Fossvogi Göngudeild bráðadeildar Landspítala hefur tekið til starfa á 2. hæð á Landspítala Fossvogi. Þetta er liður í sameiningu á tveimur stærstu bráðamóttökum spítalans í lok mars 2010 í eina bráðadeild í Fossvogi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landspítalanum. Sú bráðadeild verður á tveimur hæðum, í núverandi húsnæði slysa- og bráðadeildar og á næstu hæð fyrir ofan. 20.1.2010 10:39 Er sólin að vakna á nýjan leik? Vísindamenn velta nú fyrir sér hvort sólin sé að vakna til lífs á nýjan leik eftir tveggja ára rólegheita tímabil. 20.1.2010 10:06 Kurt Westergaard tilbúinn til að selja mynd sína af Múhameð Kurt Westergaard er reiðubúinn til að selja alræmda mynd sína af spámanninum Múhameð. Erik Guldager, eigandi Draupnis gallerísins, segir að búast megi við því að teikningin verði seld á eina milljón danskra króna, eða um 24 milljónir íslenskar. 20.1.2010 10:04 Dregur úr atvinnuleysi í Bretlandi Nýjar tölur um atvinnuleysi voru birtar í Bretlandi í dag og sýna þær að atvinnulausum hefur fækkað. Þetta er í fyrsta sinn sem atvinnuleysi dregst saman frá miðju ári 2008 þegar samdráttur skall á í Bretlandi. Samkvæmt nýju tölunum eru 2,46 milljónir Breta á atvinnuleysisskrá og hefur þeim fækkað um sjö þúsund á milli mánaða. 20.1.2010 10:03 Skattman berst við dönsk gengi Dönsk skattayfirvöld hafa skorið upp herör gegn meðlimum í mótorhjólagengjum sem aka um með stolnar númeraplötur á fákum sínum. Það mun vera alþekkt bragð hjá meðlimum Hells Angels og Bandidos að skrúfa stolnar eða falsaðar númeraplötur á mótorhjólin sín til þess að komast undan því að borga skatta af tryllitækjunum. 20.1.2010 09:06 Scott Brown vann sögulegan sigur Repúblikanar unnu sögulegan sigur í gær þeghar eftirmaður öldungardeildarþingmannsins Edwards Kennedy var valinn í Massachussetts ríki, en Kennedy lést fyrir nokkrum mánuðum. Massachussetts hefur lengi verið höfuðvígi Demókrata og því kom það verulega á óvart að hinn lítt þekkti Scott Brown skyldi bera sigurorð af Mörthu Coakley sem er ráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama forseta. 20.1.2010 08:59 Olís dró hækkun til baka Olílufélagið Olís dró í gærkvöldi til baka þriggja krónu hækkun á 95 oktana bensíni, eftir að hækkunin hafði staðið í sólarhring. Ekkert hinna félaganna hækkaði bensínverð í kjölfar hækkunar Olís í fyrradag, eins og algengt hefur þó verið að undanförnu. 20.1.2010 08:58 Hvað eru þessir menn að tala um? Hagvöxtur, ávöxtur og ávöxtun eru orð yfir gjörólík fyrirbæri, segir í kynningu frá Símenntunarstöðinni á Vesturlandi, um stutt námskeið, sem haldin verða á næstunni. 20.1.2010 08:17 15 daga gamalli stúlku bjargað á Haítí Björgunarsveitum á Haítí tókst að bjarga þremur úr rústum bygginga í gær, en fólkið hefur verið innilokað í viku, án vatns og matar. Eldri konu var bjargað úr rústum kirkju í gær og skömmu síðar náðu björgunarmenn til 25 ára gamallar konu sem grafin var í rústum verslunarmiðstöðvar. 20.1.2010 08:06 Flugmenn kjósa um verkfallsboðun Allsherjar atkvæðagreiðsla fer nú fram meðal flugmanna Icelandair, um verkfallsboðun, eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þeirra við vinnuveitendur hjá ríkissáttasemjara 12. janúar. 20.1.2010 07:15 22 ökumenn undir áhrifum Tuttugu og tveir ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna. 20.1.2010 07:13 Með kannabis á Akureyri Lögreglan á Akureyri gerði 50 grömm af kannabis upptæk við húsleit í bænum í gærkvöldi. Tveir menn voru handteknir, en sleppt að yfirheyrslum loknum í nótt. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir ætluðu að hagnast af sölu efnanna. 20.1.2010 07:12 Sjá næstu 50 fréttir
Vændiskaupendur til ákæruvaldsins Mál átta meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ákæruvaldsins. Allt að átta mál til viðbótar verða send þangað á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21.1.2010 05:30
Nágranni kærir og eigandi vill bætur Eigendur lóðarinnar Miðskóga 8 krefja bæjaryfirvöld á Álftanesi um 13,2 milljónir króna í „uppsafnaðan kostnað“ vegna „ólöglegrar meðferðar“ á umsókn þeirra um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi allt frá árinu 2005 þar til í haust að leyfið var veitt. 21.1.2010 05:00
Mörg lönd með stórhuga áætlanir Rafmagnsbíllinn virðist loks í þann mund að ná fótfestu, segir í nýrri umfjöllun á vef Umhverfisstofnunar Evrópu. Þar segir að kostir rafbíla séu ótvíræðir með tilliti til umhverfisins, sér í lagi í þéttbýli. 21.1.2010 04:00
Ætla að útskýra málstað Íslendinga Íslenskir þingmenn búa sig nú undir að upplýsa erlenda starfsbræður um stöðu Íslands í framhaldi af ákvörðun forsetans um að synja Icesave-lögunum staðfestingar. 21.1.2010 03:15
Íslenska sveitin kemur heim í kvöld Íslenska rústabjörgunarsveitin hefur lokið störfum á hamfarasvæðinu á Haítí og flaug í gær til Bahama-eyja. Þaðan mun sveitin síðan halda til Íslands og er áætlað að hópurinn komi til landsins í kvöld. 21.1.2010 03:00
Gjörningaveður á Suðurlandi Mikið þrumuveður gerði á sunnanverðu landinu síðdegis í gær og var mörgum brugðið þegar eldingar lýstu reglulega upp himininn allt frá Eyrarbakka áleiðis í Borgarfjörð. 21.1.2010 03:00
Býst við gjaldi fyrir sumarbústaðinn „Ég er þeirrar skoðunar að reglur um þetta, sem hvíla á rúmlega tuttugu ára gamalli hefð, séu barn síns tíma eins og svo margt annað,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri um sumarbústað sem borgin á við Úlfljótsvatn og er lánaður án endurgjalds til borgarfulltrúa og útvalinna embættismanna. 21.1.2010 02:00
Telur ólíklegt að álverið verði 360 þúsund tonna Sjö umhverfissamtök, þar með talið Græna netið sem tilheyrir Samfylkingunni, hafa sent ríkisstjórninni áskorun um að gerð verði rækilega grein fyrir hvaða háhitasvæði og vatnsföll verður nauðsynlegt að virkja til að afla orku fyrir 360 þúsund tonna álver í Helguvík. Samtökin telja að slíkri orkuvinnslu fylgi ráðstöfun fjölmargra dýrmætra hverasvæða og vatnsfalla, sem réttara væri að vernda en nýta. 21.1.2010 01:15
Flotinn á leið á mótmælafund Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum hafa stefnt flota Eyjamanna til hafnar svo sjómenn geti tekið þátt í baráttufundi gegn fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda í málefnum sjávarútvegsins sem haldinn verður í samkomuhúsinu Höllinni í kvöld. 21.1.2010 01:00
Gengst við morðum á söguslóðum Snemma í gærmorgun kom Christopher Speight, 39 ára maður, á morðvettvang í Virginíu og gaf sig fram við lögreglu. Mannsins hafði verið leitað víðs vegar í nágrenninu um nóttina. 21.1.2010 00:30
Íhugar að játa til að spara skattfé Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. 20.1.2010 21:46
Úlfurinn reyndist vera fyrirsæta Ljósmynd af úlfi sem Jose Luis Rodriguez tók mynd af sigraði hina virtu ljósmyndakeppni Wildlife Photographer of the Year. En nú er babb komið í bátinn. Myndin, sem fylgir fréttinni, hefur verið dæmd úr leik þar sem grunur leikur á um að úlfurinn sé alls ekki villtur, heldur fyrirsæta. 20.1.2010 23:30
Obama vill ekki þröngva heilbrigðisfrumvarpi í gegn Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hvetur öldungadeildarþingmenn á bandaríska þinginu til þess að troða ekki umdeildu heilbrigðisfrumvarpi í gegnum þingið áður en nýkjörinn þingmaður Massacuttes fylkis, repúblikaninn Scott Brown tekur sæti. 20.1.2010 20:58
Slökkviliðsmenn á námsbekk kallaðir út vegna eldsvoða - myndir Klukkan rétt rúmlega tólf í dag var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað út vegna bruna í húsi á Vallargötu í Keflavík. 20.1.2010 19:53
Íslendingur vann í Víkingalottó Íslendingur vann í Víkingalottói en deilir vinningsfénu með tveimur öðrum lottóspilurum sem keyptu sína miða í Finnlandi og Noregi. Allir fengu þeir ríflega 44 milljónir króna. 20.1.2010 19:10
Öryrkjar mótmæla kjaraskerðingu vegna verðtryggðra lána Öryrkjabandalag Íslands hélt aðalstjórnarfund í kvöld og samþykkt þar ályktun þar sem kjaraskerðingu öryrkja er meðal annars mótmælt. ályktun er eftirfarandi: 20.1.2010 20:01
Alþingi getur stöðvað þjóðaratkvæðagreiðslu Alþingi getur stöðvað þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave í miðjum klíðum ef Bretar og Hollendingar fallast á nýtt samkomulag. Enn liggur þó ekki fyrir hvort þeir séu reiðubúnir til nýrra samningaviðræðna. 20.1.2010 18:37
Móðir vill svipta HIV smitaða dóttur sjálfræði Móðir ungrar HIV smitaðrar konu sem er ánetjuð fíkniefnum óttast um dóttur sína og þá sem hana umgangast. Hún segir nauðsynlegt að meðferðarstarf fyrir langt leidda fíkla verði styrkt og fræðsla um HIV smit efld. 20.1.2010 18:29
Þrumuveður á Suðurnesjum - eldingaveður truflar símkerfi Mikið eldingaveður gekk yfir Suðurnesin nú síðdegis með háværum drunum og miklum ljósagangi samkvæmt fréttavef vf.is. 20.1.2010 17:35
Búist er við stormi á morgun Búist er við stormi Sunnan til á landinu síðdegis á morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands. Spáð er Suðaustanátt, víða 8-15 m/s í dag. Hvessir á morgun, austan og suðaustan 18-25 m/s síðdegis, hvassast syðst. Úrkomulítið NA-lands, annars rigning eða skúrir, einkum á SA-landi. Hiti 3 til 8 stig. 20.1.2010 17:28
Grunaður átta manna morðingi gaf sig fram Bandarískur maður sem talinn er hafa myrt átta manns í bænum Appomattox í Virginíu í gær hefur gefið sig fram við lögregluna án átaka. 20.1.2010 16:26
Bandaríkjamenn semji við Ísraela um landamæri Palestínu Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna hefur lagt til að Bandaríkjamenn taki að sér að semja við Ísraela um endanleg landamæri sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. 20.1.2010 16:02
Hafið þið séð sjóræningjann Störtberger? Hauskúpunni af frægasta sjóræningja Þjóðverja frá miðöldum hefur verið stolið úr sögusafni Hamborgar. Klaus Störtberger var hálshöggvinn ásam þrjátíu skipverjum sínum í Hamborg árið 1400. 20.1.2010 15:47
Fræða almenning um geðheilbrigði barna Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hefur gefið út tvo fræðslubæklinga um geðheilbrigði barna í sastarfi við Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð. Annar bæklingurinn er ætlaður unglingum og hinn aðstandendum barna og unglinga. 20.1.2010 15:22
Pískuð fyrir farsíma í skólanum Þrettán ára gömul telpa í Saudi-Arabíu hefur verið dæmd til að vera pískuð níutíu högg fyrir að hafa farsíma með sér í skólann. 20.1.2010 15:11
Dekkjaumgangur kostar fjórar milljónir Bugatti Veyron er víst nokkuð röskur bíll. Eittþúsund hestafla vélin kemur honum upp í hundrað á tveimur og hálfri sekúndu. 20.1.2010 14:11
Hverjir eru þetta? Þremenningarnir í Reykjavík síðdegis fylgjast öðrum fremur með tíðarandanum. Þeir hafa því komið sér upp eigin Facebook síðu þar sem ýmsum skilaboðum er komið á framfæri. 20.1.2010 13:15
Borgarfulltrúi ekki verið víttur áður Elstu menn muna ekki eftir því að borgarfulltrúi hafi verið víttur áður, segir Ólafur Hjörleifsson, lögfræðingur á skrifstofu borgarstjórnar. Það gerðist þó í gær þegar að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, vítti Ólaf F. Magnússon þegar að hann flutti níðvísu um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra. 20.1.2010 12:58
Björgunarsveitamenn skilja hluta af búnaði sínum eftir í Haítí Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin vann í allan gærdag í rústum Montana hótelsins í Port au Prince en á því hóteli gisti starfsfólk Sameinuðu þjóðanna ásamt fjölskyldum sínum. Unnið var til klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma en að því loknu fór sveitin í búðir þar sem hún hvílist nú. 20.1.2010 11:55
Öflugur eftirskjálfti á Haítí Mikil skelfing greip um sig þegar eftirskjálfti reið yfir Haítí á tólfta tímanum í dag. Samkvæmt bandarísku jarðfræðistofnuninni mældist skjálftinn 6,1 á Richter kvarðanum og voru upptök hans í um 56 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Port au Prince. Skjálftinn sem reið yfir fyrir viku síðan með hörmulegum afleiðingum mældist 7,3 á Richter. Engar fregnir hafa borist af manntjóni af völdum eftirskjálftans en fólk þusti út á götur borgarinnar skelfingu lostið. 20.1.2010 11:39
Óeirðir vegna seinagangs við matvæladreifingu Helsta ástæðan fyrir því að dreifing matvæla gengur of hægt er margir flöskuhálsar. Sá fyrsti er á flugvellinum í Port au Prince sem annar tæpast þeim flugvélum sem um hann fara. 20.1.2010 11:37
GPS tæki efst á óskalista þjófa Undanfarna mánuði hefur verið töluvert um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu og því vill lögreglan ítreka enn og aftur að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. 20.1.2010 11:36
Nóróveirusýking á Hlíð - deildum lokað Nóróveirusýking er komin upp á hjúkrunar og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Um bráðsmitandi sýkingu í meltingarvegi er að ræða og hefur nokkrum deildum heimilisins verið lokað og eru gestir beðnir um að fresta heimsóknum. Á heimasíðu Landlæknis segir að þær aðgerðir sem grípa þurfi til í tilvikum sem þessum séu óþægilegar og kostnaðarsamar. 20.1.2010 11:19
Ný göngudeild bráðadeildar í Fossvogi Göngudeild bráðadeildar Landspítala hefur tekið til starfa á 2. hæð á Landspítala Fossvogi. Þetta er liður í sameiningu á tveimur stærstu bráðamóttökum spítalans í lok mars 2010 í eina bráðadeild í Fossvogi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landspítalanum. Sú bráðadeild verður á tveimur hæðum, í núverandi húsnæði slysa- og bráðadeildar og á næstu hæð fyrir ofan. 20.1.2010 10:39
Er sólin að vakna á nýjan leik? Vísindamenn velta nú fyrir sér hvort sólin sé að vakna til lífs á nýjan leik eftir tveggja ára rólegheita tímabil. 20.1.2010 10:06
Kurt Westergaard tilbúinn til að selja mynd sína af Múhameð Kurt Westergaard er reiðubúinn til að selja alræmda mynd sína af spámanninum Múhameð. Erik Guldager, eigandi Draupnis gallerísins, segir að búast megi við því að teikningin verði seld á eina milljón danskra króna, eða um 24 milljónir íslenskar. 20.1.2010 10:04
Dregur úr atvinnuleysi í Bretlandi Nýjar tölur um atvinnuleysi voru birtar í Bretlandi í dag og sýna þær að atvinnulausum hefur fækkað. Þetta er í fyrsta sinn sem atvinnuleysi dregst saman frá miðju ári 2008 þegar samdráttur skall á í Bretlandi. Samkvæmt nýju tölunum eru 2,46 milljónir Breta á atvinnuleysisskrá og hefur þeim fækkað um sjö þúsund á milli mánaða. 20.1.2010 10:03
Skattman berst við dönsk gengi Dönsk skattayfirvöld hafa skorið upp herör gegn meðlimum í mótorhjólagengjum sem aka um með stolnar númeraplötur á fákum sínum. Það mun vera alþekkt bragð hjá meðlimum Hells Angels og Bandidos að skrúfa stolnar eða falsaðar númeraplötur á mótorhjólin sín til þess að komast undan því að borga skatta af tryllitækjunum. 20.1.2010 09:06
Scott Brown vann sögulegan sigur Repúblikanar unnu sögulegan sigur í gær þeghar eftirmaður öldungardeildarþingmannsins Edwards Kennedy var valinn í Massachussetts ríki, en Kennedy lést fyrir nokkrum mánuðum. Massachussetts hefur lengi verið höfuðvígi Demókrata og því kom það verulega á óvart að hinn lítt þekkti Scott Brown skyldi bera sigurorð af Mörthu Coakley sem er ráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama forseta. 20.1.2010 08:59
Olís dró hækkun til baka Olílufélagið Olís dró í gærkvöldi til baka þriggja krónu hækkun á 95 oktana bensíni, eftir að hækkunin hafði staðið í sólarhring. Ekkert hinna félaganna hækkaði bensínverð í kjölfar hækkunar Olís í fyrradag, eins og algengt hefur þó verið að undanförnu. 20.1.2010 08:58
Hvað eru þessir menn að tala um? Hagvöxtur, ávöxtur og ávöxtun eru orð yfir gjörólík fyrirbæri, segir í kynningu frá Símenntunarstöðinni á Vesturlandi, um stutt námskeið, sem haldin verða á næstunni. 20.1.2010 08:17
15 daga gamalli stúlku bjargað á Haítí Björgunarsveitum á Haítí tókst að bjarga þremur úr rústum bygginga í gær, en fólkið hefur verið innilokað í viku, án vatns og matar. Eldri konu var bjargað úr rústum kirkju í gær og skömmu síðar náðu björgunarmenn til 25 ára gamallar konu sem grafin var í rústum verslunarmiðstöðvar. 20.1.2010 08:06
Flugmenn kjósa um verkfallsboðun Allsherjar atkvæðagreiðsla fer nú fram meðal flugmanna Icelandair, um verkfallsboðun, eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þeirra við vinnuveitendur hjá ríkissáttasemjara 12. janúar. 20.1.2010 07:15
22 ökumenn undir áhrifum Tuttugu og tveir ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu um helgina vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna. 20.1.2010 07:13
Með kannabis á Akureyri Lögreglan á Akureyri gerði 50 grömm af kannabis upptæk við húsleit í bænum í gærkvöldi. Tveir menn voru handteknir, en sleppt að yfirheyrslum loknum í nótt. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir ætluðu að hagnast af sölu efnanna. 20.1.2010 07:12