Erlent

Jarðsett með jarðýtum á Haítí

Óli Tynes skrifar
Grafararnir segja ómögulegt að hylja öll líkin alveg.
Grafararnir segja ómögulegt að hylja öll líkin alveg. Mynd/AP

Hendur þeirra og fætur standa út úr jarðvegsbingum. Hendur og fætur barna, kvenna og karla.

Tugþúsunda óþekktra barna, kvenna og karla sem verið er að jarðsetja með stórvirkum vinnuvélum á Haítí.

Trukkar hlaðnir líkum eru í stöðugum ferðum upp í hlíð norðan við Port au Prince þar sem fréttamaður Associated Press fréttastofunnar taldi fimmtán jarðvegsbingi.

Jarðýtur grafa breiða skurði sem eru um átta metra djúpir. Þar er líkunum hlaðið upp og langt uppfyrir brúnina. Svo er jarðvegi ýtt yfir þannig að þar verður um fimm metra hár bingur.

Þeir sem vinna við þetta segjast gera sitt besta til þess að hylja öll líkin alveg. Það sé bara ekki hægt.

Yfirvöld segja að þau hafi þegar afgreitt yfir sjötíu þúsund lík þá eru um eitthundrað og þrjátíu þúsund eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×