Erlent

Mikilfenglegt grískt hof í Egyptalandi

Óli Tynes skrifar
Ein af kattastyttunum úr hofinu.
Ein af kattastyttunum úr hofinu.

Mikilfenglegt grískt hof sem hugsanlega hefur verið tileinkað kattagyðjunni Bastet hefur verið grafið upp í Alexandríu í Egyptalandi. Hofið er um 2200 ára gamalt.

Víst er að hofið var reist á tímum Bereniku drottningar sem var gift Ptolemy þriðja konungi. Berenika fæddist um 260 fyrir Krist.

Ptolemy ættin stjórnaði Egyptalandi í ein 300 ár en veldi hennar lauk með sjálfsmorði Kleópötru.

Yfir sexhundruð höggmyndir hafa fundist í hofinu. Margar þeirra eru af köttum og því er talið líklegt að það hafi verið tileinkað Bastet.

Hún var blíð og góð gyðja og var ein af dætrum sólguðsins Ra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×