Erlent

Aflima hundruð manna á hverjum degi

Óli Tynes skrifar
Sex ára strákur bíður aðgerðar.
Sex ára strákur bíður aðgerðar. Mynd/AP

Tugþúsundir manna á Haítí hafa enn ekki fengið viðeigandi læknishjálp eftir jarðskjálfann mikla. Læknar á erlendum hersjúkrahúsum og bandaríska spítalaskipinu sem var sent til eyjarinnar vinna nú myrkranna á milli við að bæta úr þessu.

Vegna þess hve langt er síðan fólkið slasaðist er komin eitrun í sárin. Það veldur því að fjarlægja þarf útlimi og eru mörghundruð slíkar aðgerðir gerðar á hverjum degi.

Bandaríska spítalaskipið er mjög afkastamikið. Það er sjötíuþúsund tonn að stærð og þar eru hundruð lækna til þess að sinna sjúklingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×