Innlent

Hafísinn á undanhaldi

MYNd/Guðmundur St. Valdimarsson
Ísdreifar sáust á ratsjá norður af Horni, þegar Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug síðdegis í gær. Ísinn var ekki lengur samfelldur og ísröndin var næst landi umþaðbil 50 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Hafísinn er því greinilega á undanhaldi og ógnar ekki lengur öryggi sjófarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×