Erlent

Bretar stöðva flug til Yemens

Óli Tynes skrifar

Bretar hafa ákveðið að hætta öllu beinu flugi milli Bretlands og Yemens. Ástæðan er sú að Al Kaida er að hreiðra þar um sig.

Þaðan kom til dæmis Nígeríumaðurinn sem reyndi að sprengja bandaríska farþegaþotu á flugi á jóladag.

Flugbannið á Yemen gildir bæði fyrir bresk flugfélög og fyrir ríkisflugfélag Yemens. Gordon Brown forsætisráðherra tilkynnti um þetta í dag.

Hann sagði að ýmsar fleiri öryggisráðstafanir yrðu gerðar til þess að koma í veg fyrir hryðjuverk. Meðal annars verður hert eftirlit með flugfarþegum yfirleitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×