Fleiri fréttir Svifryk yfir mörkum í borginni Líkur eru á að styrkur svifryks verði yfir mörkum í Reykjavík í dag. Áfram er spáð hægum vindi og þurrviðri í vikunni og líkur eru á svifryksmengun næstu daga. Sökum hlýviðris er ekki hægt að rykbinda umferðagötur, að fram kemur á vef umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri er ráðlagt að taka tillit til þessa og forðast helstu umferðargötur. 15.12.2009 16:18 Árásarvopn selst eins og heitar lummur Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sent stuðningsmönnum sínum orðsendingu þar sem hann þakkar þeim fyrir hlýhug eftir árásina sem hann varð fyrir í Milanó um síðustu helgi. 15.12.2009 15:41 RÚV rannsakar ekki bullundirskriftir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, segir að ljósi þess að þrjár eða fjórar „bullundirskriftir“ á undirskriftalista Indefence gegn Icesave frumvarpinu komu frá IP-tölum stofnunarinnar sjái RÚV ekki ástæðu til að aðhafast í málinu. 15.12.2009 15:38 British Airways vill lögbann á verkfall British Airways hefur farið framá að lögbann verði sett á tólf daga verkfall sem flugfreyjur þess hafa boðað frá 22 desember til annars janúar. 15.12.2009 15:19 Geir Sveinsson vill annað sætið Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Geir sem er tengdasonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2. sæti listans. 15.12.2009 15:07 Á fjórða tug fiskvinnslufólks sagt upp Fiskverkunarfyrirtækið Tor ehf. í Hafnarfirði hefur ákveðið að segja upp 35 manns frá og með áramótum. Um er að ræða sérhæft fiskvinnslufólk. „Fyrirtækið mun ekki hætta en spurning hvort við förum niður það að vera 6 til 8 manna fyrirtæki," segir Aðalsteinn Finsen, forstjóri Tor. 15.12.2009 14:44 Vilja ódýrari frístundastarf Samfylkingin lagði til á fundi borgarstjórnar í dag að gengið verði til viðræðna um að ná niður kostnaði fjölskyldna og barna við íþróttir, listir og ýmis konar frístundir. Að mati borgarfulltrúa flokksins er um að ræða stóra kostnaðarliði í heimilisbókhaldi barnamargra fjölskyldna. Lagt er til að allt að hundrað milljónir verði nýttar til þessa af liðinum ófyrirséð. 15.12.2009 14:39 Tugþúsundir flýja eldfjall á Filipseyjum Yfirvöld á Filipseyjum byrjuðu í dag að flytja um fimmtíu þúsund manns í Albay héraði þar sem eldfjallið Mayon er talið um það bil að gjósa. Það er um 500 kílómetra sunnan við höfuðborgina Manila. 15.12.2009 14:35 Hundrað fjölskyldur fá gefins hamborgarhrygg Hjónin Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir, eigendur fyrirtækisins Bílabúð Benna, afhentu í morgun 100 hamborgarhryggi til sameiginlegrar jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar RKÍ. Hryggjunum verður úthlutað til fjölskyldna á næstu dögum í aðstöðu jólaaðstoðarinnar á Norðlingabraut 12. 15.12.2009 14:18 Sýna almenningi fingurinn „Það er með öllu óþolandi að útrásarvíkingar og tengd fyrirtæki fái afskriftir skulda sinna þegar bílalántakendum er boðið að súpa höfuðstólshækkanir fjármálafyrirtækjanna. Krafa er um ríflegar leiðréttingar eða stuðst verði við undirritaða greiðsluyfirlit lánanna, að öðrum kosti verði bílamótmælum haldið áfram um ókomna tíð,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, hjá samtökunum Nýtt Ísland, í tilkynningu. Hún segir stjórnvöld sýna almenningi í landinu fingurinn. 15.12.2009 14:05 Varað við hálku Umferðarstofa vill vara ökumenn á höfuðborgarsvæðinu við hálku sem að er víða á götum. Ökumenn í Fossvogi, Breiðholti og í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins hafa orðið varir við hættulegar aðstæður vegna hálku. 15.12.2009 13:40 Skattleggjum okkur ekki útúr kreppunni Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir að íslenskt samfélag muni ekki skattleggja sig út úr kreppunni. Síðari umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010 fer fram í borgarstjórn í dag. 15.12.2009 12:32 Björn Herbert kjörinn í bankaráð Seðlabankans Björn Herbert Guðbjörnsson var í dag kjörinn í bankaráð Seðlabanka Íslands í stað Ágústs Einarssonar sem hætt hefur í ráðinu. Björn Herbert var áður varamaður og í hans stað var Gunnar Svavarsson kjörinn varamaður. 15.12.2009 12:25 Flautað á Íslandsbanka Á fjórða tug bifreiðaeigenda tók þátt í mótmælum sem hófust fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í hádeginu. Safnast verður saman fyrir utan fjögur önnur fyrirtæki sem lána til bifreiðakaupa og flautað stanslaust í þrjár mínútur. 15.12.2009 12:08 Ráðstefnugestir úti í kuldanum Þáttakendur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn eru ekki allir hrifnir af skipulagi hennar. 15.12.2009 12:03 Lögreglan leitar að vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Birkimel við Hringbraut í Reykjavík fimmtudagskvöldið 10. desember síðastliðinn. Ekið var á gangandi vegfaranda á fyrrnefndum stað þetta áðurnefnda kvöld klukkan 22.37. Lögreglan biður þá sem urðu vitni að slysinu vinsamlegast um að hafa samband í síma 444-1000. 15.12.2009 11:58 Samfylking vill banna innihaldslaus yfirboð Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu þess efnis að bann verði lagt við „innihaldslausum yfirboðum“ í aðdraganda kosninganna í vor. 15.12.2009 11:37 Átak gegn ölvunarakstri: Rúmlega 500 stöðvaðir Rúmlega fimm hundruð ökumenn voru stöðvaðir á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumenn hafi almennt tekið þessum afskiptum mjög vel en öflug sveit lögreglumanna var á vettvangi og því gekk eftirlitið að mestu snuðrulaust fyrir sig. 15.12.2009 11:08 Fjölskyldan er númer eitt sagði Tiger þá Sky fréttastofan breska hefur ákveðið að flýta birtingu viðtals við kylfinginn Tiger Woods þar sem hann segir að fjölskyldan sé númer eitt hjá honum og golfið í öðru sæti. 15.12.2009 11:08 Gamlir farsímar nýtast í hjálparstarfi Græn framtíð og Síminn hvetja fólk til að styðja Hjálparstarf kirkjunnar fyrir jólin með því að koma með gamla og notaða GSM síma í verslanir Símans. GSM símarnir verða sendir í endurnýtingu og mun andvirði þeirra renna til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, að fram kemur í tilkynningu. 15.12.2009 10:30 Færri sjúkraflutningar skýra breytingarnar Færri sjúkraflutningar fyrstu átta mánuði þessa árs borið saman við sömu mánuði undanfarin ár skýrir af hverju stöðugildum sjúkraflutningamanna á Suðurlandi er fækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna sjúkraflutninga í Árnessýslu en sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt fyrirhugaðan niðurskurð. 15.12.2009 10:23 Eymdarvísitala Moody's: Ísland í sjöunda sæti Lánsmatsfyrirtækið hefur tekið upp á því að birta vísitölu sem þeir kalla „Misery Index“ sem þýða mætti sem Eymdarvísitölu. Þar er fjárlagahalli ríkis lagður saman við atvinnuleysi í viðkomandi landi og ríkjum raðað eftir því. Ísland lendir samkvæmt þessu viðmiði í sjöunda sæti með eymdarvísitölu upp á rúmlega tuttugu prósent. 15.12.2009 10:17 Ágúst hættir í bankaráði Seðlabankans Alþingi kýs nýjan aðalmann í bankaráð Seðlabankans í stað Ágústs Einarssonar, rektors Háskólans á Bifröst, á þingfundi í dag. Fimm bankaráðsmenn auk Ágústs hafa sagt af sér frá bankahruninu. 15.12.2009 10:07 Kviknaði í ofni á Flókagötu Eldur kom upp í íbúð við Flókagötu á tíunda tímanum í dag. Slökkviliðið mætti á vettvang og í ljós kom að kviknað hafði í bakaraofni. Eldurinn var slökktur og er nú unnið að reykræstingu. Íbúum varð ekki meint af. 15.12.2009 09:55 Þúsundir fluttir vegna sprengihættu Þúsundir manna hafa verið fluttir frá heimilum sínum í Columbus í, Ohio í Bandaríkjunum vegna gasleka sem óttast er að geti valdið gífurlegri sprengingu. 15.12.2009 09:46 Kyoto verður áfram leiðarljós í Kaupmannahöfn Þróunarlöndin hafa snúið aftur að samningaborðinu í Kaupmannahöfn en fulltrúar þeirra gengu út af loftslagsráðstefnunni í gær. 15.12.2009 09:24 Síðari umræða um fjárhagáætlun borgarinnar Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010 fer fram á fundi borgarstjórnar í dag. Áætlunin var lögð fram í byrjun mánaðarins en til stendur að spara yfir þrjá milljarða króna. Í áætluninni er gert ráð áframhaldandi samdrætti í tekjum borgarinnar. Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks segir að honum verði mætt með hagræðingu í stjórnsýslu og rekstri, en skattar og gjöld fyrir grunnþjónustu verði ekki hækkuð. Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tíu. 15.12.2009 09:17 „Flögudíler“ rekinn úr skóla Tólf ára gömlum dreng hefur verið vikið tímabundið úr skóla í Liverpool fyrir að selja skólafélögum sínum kartöfluflögur. Breska blaðið Liverpool Echo greinir frá þessu en strákurinn seldi flögupokann með fimmtíu pensa álagningu. 15.12.2009 08:30 Fimm létust í sprengingu í Kabúl Fimm eru látnir hið minnsta og tugir særðir eftir að maður sprengdi sjálfan sig í loft upp í Kabúl höfuðborg Afganistan í morgun. Á meðal þeirra sem létust voru lífverðir fyrrverandi varaforseta landsins Ahmed Zhia Massoud. Sprengingin varð rétt áður en forseti landsins Hamid Karzai átti að halda opnunarræðuna á þriggja daga ráðstefnu sem ætlað er að fjalla um spillingu í landinu. 15.12.2009 08:19 Forskot íhaldsmanna minnkar Ný könnun sýnir að forskot breska Íhaldsflokksins á Verkamannaflokkinn hefur ekki verið minna í heilt ár. Breska blaðið Guardian lét fyrirtækið ICM gera könnunina og kemur í ljós að forskot íhaldsmanna er aðeins níu prósent, en minni munur hefur ekki mælst í könnunum frá því í desember 2008. Blaðið telur ljóst að þetta auki líkurnar á því að Gordon Brown forsætisráðhera Breta boði til kosninga fyrr en seinna. 15.12.2009 08:17 Þrír stútar teknir í nótt Þrír menn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunaraksturs. Þetta er óvenju mikið í upphafi viku og með tilliti til þess að lögregla var ekki með sérstakt átak við eftirlit í nótt. Enginn þeirra reyndi að komast undan þegar lögregla gaf þeim stöðvunarmerki. 15.12.2009 08:16 Datt af mótorhjóli Ökumaður bifhjóls meiddist, en þó ekki alvarlega, þegar hann féll á hjóli sínu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Hann var í hópi vélhjólamanna þegar hann féllog er óhappið ekki rakið til hraðaksturs. Margir vélhjólamenn hafa dustað rykið af vélfákum sínum síðustu dagana, enda ákjósanlegt færi í blíðviðrinu. 15.12.2009 08:14 Miklar hækkanir á fóðri Verð á fóðri til fiskeldis er að hækka um allt að tuttugu prósent og aðrar fóðurblöndur, með fiskimjöli, eru líka að hækka umtalsvert. Hækkunin er rakin til mikillar hækkunar á fiskimjöli hér innanlands, sem hækkar í takt við fiskimjöl á heimsmarkaði. Það hefur hækkað um tugi prósenta það sem af er árinu, sem meðal annars má rekja til lítilla loðnuveiða hér við land og aflabrests á ansjóvetuveiðum í Suður Ameríku. Vaxandi fiskeldi í heiminum hefur líka aukið spurn eftir fiskimjöli.- 15.12.2009 08:11 Árásarmaður Berlusconis fyrir rétt í dag Maðurinn sem henti styttu af dómkirkjunni í Mílanó í andlitið á Silvio Berlusconi forseta Ítalíu verður dreginn fyrir rétt síðar í dag. Massimo Tartaglio er ákærður fyrir að valda opinberum embættismanni skaða og gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Atvikið vakti mikla athygli en Berlusconi blóðgaðist nokkuð þegar styttan kom fljúgandi auk þess sem tvær tennur brotnuðu. Hann verður frá vinnu um tíma vegna þessa. 15.12.2009 08:08 Verkfall yfirvofandi hjá British Airways Flugliðar hjá British Airways hafa samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall fyrir jól náist ekki samkomulag í vinnudeilu þeirra við fyrirtækið. Tekist er á um niðurskurðaráætlanir sem gera ráð fyrir fækkun flugmanna og breytingum á launasamningum. 15.12.2009 08:05 Hitabeltisstormurinn Mick fór yfir Fiji Þrír eru látnir í það minnsta á eyjunni Viti Levu, sem er stærsta eyja Fiji eyjaklasans í Kyrrahafinu, eftir að hitabeltisstormurinn Mick fór þar um. Rafmagnslaust er á eyjunum og þurftu þúsundir eyjaskegga að flýja heimili sín og í sérstök stormskýli. Miklir vatnavextir fylgdu veðrinu en Mick er fyristi stormur sumarsins sem er nýgengið í garð á þessum slóðum. Mick stefnir nú hraðbyri að eyjunni Tonga þar sem menn búa sig undir hið versta. 15.12.2009 08:01 Sprengt í Bagdad Nokkrar bílsprengjur sprungu með stuttu millibili í Bagdad, höfuðborg Íraks í nótt. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tugir slasaðir en sprengjurnar sprungu allar fyrir utan hið vígvarða Græna svæði. Ofbeldisverk hafa aukist í borginni upp á síðkastið og í síðustu viku létust 127 í svipaðri árás þar sem margar sprengjur sprungu með skömmu millibili og í október féllu 155 manns, einnig í röð sprengjuárása. 15.12.2009 07:59 Fiskvinnslufólk fær ríflega jólabónusa Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ætlar að greiða hverjum starfsmanni 150 þúsund krónur til viðbótar desemberuppbótinni, Ísfélagið í Vestmannaeyjum ætlar að tvöfalda jólabónusinn til sinna starfsmanna og Samherji ætlar að greiða sínu landverkafólki hundrað þúsund krónur aukalega nú í desember. Þetta kemur fram á heimasíðum fyrirætkjanna og öll skýra fyrirtækin þetta með góðri rekstrarafkomu , meðal annars vegna lágs gengis krónunnar. 15.12.2009 07:55 Átök í Kristjaníu Til nokkura átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn í nótt þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú sem hæst. Mest voru lætin í Kristjaníu og beitti lögreglan táragasi gegn fólki og sveimuðu þyrlur yfir hverfinu sem í gegnum tíðina hefur oft verið vettvangur átaka á milli lögreglu og íbúa þess. 15.12.2009 07:02 Lögreglan náði innbrotsþjófum á hlaupum Tveir sautján ára piltar voru handteknir í nótt eftir að þeir höfðu brotist inn í bílasölu við Nethyl í Reykjavík. Athugull vegfarandi sá til þeirra þegar þeir voru þar innandyra. Þegar lögregla kom á vettvang tóku þeir til fótanna, en lögreglumenn hlupu þá uppi og gista piltarnir nú fangageymslur. 15.12.2009 06:58 Fjárreiður Álftaness á borði ríkisstjórnar Vonlítil fjárhagsstaða sveitarfélagsins Álftaness er á dagskrá fundar ríkisstjórnarinnar í dag. 15.12.2009 06:00 Vilhjálmur ekki með í prófkjöri „Þessi ár hafa verið mér mikils virði og í raun ómetanleg,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, í yfirlýsingu þar sem hann kynnir þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. 15.12.2009 06:00 Vill rannsókn á undirskriftum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður vill að ríkisstjórnin láti rannsaka ógildar undirskriftir á lista Indefence sem rekja megi til opinberra stofnana. „Það er óeðlilegt í jafn mikilvægu máli að svona undirskriftir séu raktar til RÚV eða Stjórnarráðsins, hvort sem það var gert í einkapósti eða ekki.“ 15.12.2009 06:00 Ísinn á Grænlandi bráðnar enn hraðar Vísindamenn á vegum heimskautaráðsins hafa sent frá sér skýrslu sem sýnir að heimskautaísinn á Grænlandi bráðnar mun hraðar en áður var talið. Tilvikum þar sem ísjakar brotna frá massanum hefur fjölgað um 30 prósent á áratug, úr 330 milljörðum tonna í 430 milljarða tonna. 15.12.2009 06:00 Indefence ber ásökun til baka Forsvarsmenn Indefence-hópsins hafa borið til baka ásakanir um að starfsmenn Fréttablaðsins hafi verið meðal þeirra sem staðið hafi að árás á undirskriftasöfnun hópsins á föstudag. 15.12.2009 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Svifryk yfir mörkum í borginni Líkur eru á að styrkur svifryks verði yfir mörkum í Reykjavík í dag. Áfram er spáð hægum vindi og þurrviðri í vikunni og líkur eru á svifryksmengun næstu daga. Sökum hlýviðris er ekki hægt að rykbinda umferðagötur, að fram kemur á vef umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri er ráðlagt að taka tillit til þessa og forðast helstu umferðargötur. 15.12.2009 16:18
Árásarvopn selst eins og heitar lummur Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sent stuðningsmönnum sínum orðsendingu þar sem hann þakkar þeim fyrir hlýhug eftir árásina sem hann varð fyrir í Milanó um síðustu helgi. 15.12.2009 15:41
RÚV rannsakar ekki bullundirskriftir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, segir að ljósi þess að þrjár eða fjórar „bullundirskriftir“ á undirskriftalista Indefence gegn Icesave frumvarpinu komu frá IP-tölum stofnunarinnar sjái RÚV ekki ástæðu til að aðhafast í málinu. 15.12.2009 15:38
British Airways vill lögbann á verkfall British Airways hefur farið framá að lögbann verði sett á tólf daga verkfall sem flugfreyjur þess hafa boðað frá 22 desember til annars janúar. 15.12.2009 15:19
Geir Sveinsson vill annað sætið Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Geir sem er tengdasonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2. sæti listans. 15.12.2009 15:07
Á fjórða tug fiskvinnslufólks sagt upp Fiskverkunarfyrirtækið Tor ehf. í Hafnarfirði hefur ákveðið að segja upp 35 manns frá og með áramótum. Um er að ræða sérhæft fiskvinnslufólk. „Fyrirtækið mun ekki hætta en spurning hvort við förum niður það að vera 6 til 8 manna fyrirtæki," segir Aðalsteinn Finsen, forstjóri Tor. 15.12.2009 14:44
Vilja ódýrari frístundastarf Samfylkingin lagði til á fundi borgarstjórnar í dag að gengið verði til viðræðna um að ná niður kostnaði fjölskyldna og barna við íþróttir, listir og ýmis konar frístundir. Að mati borgarfulltrúa flokksins er um að ræða stóra kostnaðarliði í heimilisbókhaldi barnamargra fjölskyldna. Lagt er til að allt að hundrað milljónir verði nýttar til þessa af liðinum ófyrirséð. 15.12.2009 14:39
Tugþúsundir flýja eldfjall á Filipseyjum Yfirvöld á Filipseyjum byrjuðu í dag að flytja um fimmtíu þúsund manns í Albay héraði þar sem eldfjallið Mayon er talið um það bil að gjósa. Það er um 500 kílómetra sunnan við höfuðborgina Manila. 15.12.2009 14:35
Hundrað fjölskyldur fá gefins hamborgarhrygg Hjónin Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir, eigendur fyrirtækisins Bílabúð Benna, afhentu í morgun 100 hamborgarhryggi til sameiginlegrar jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar RKÍ. Hryggjunum verður úthlutað til fjölskyldna á næstu dögum í aðstöðu jólaaðstoðarinnar á Norðlingabraut 12. 15.12.2009 14:18
Sýna almenningi fingurinn „Það er með öllu óþolandi að útrásarvíkingar og tengd fyrirtæki fái afskriftir skulda sinna þegar bílalántakendum er boðið að súpa höfuðstólshækkanir fjármálafyrirtækjanna. Krafa er um ríflegar leiðréttingar eða stuðst verði við undirritaða greiðsluyfirlit lánanna, að öðrum kosti verði bílamótmælum haldið áfram um ókomna tíð,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, hjá samtökunum Nýtt Ísland, í tilkynningu. Hún segir stjórnvöld sýna almenningi í landinu fingurinn. 15.12.2009 14:05
Varað við hálku Umferðarstofa vill vara ökumenn á höfuðborgarsvæðinu við hálku sem að er víða á götum. Ökumenn í Fossvogi, Breiðholti og í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins hafa orðið varir við hættulegar aðstæður vegna hálku. 15.12.2009 13:40
Skattleggjum okkur ekki útúr kreppunni Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir að íslenskt samfélag muni ekki skattleggja sig út úr kreppunni. Síðari umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010 fer fram í borgarstjórn í dag. 15.12.2009 12:32
Björn Herbert kjörinn í bankaráð Seðlabankans Björn Herbert Guðbjörnsson var í dag kjörinn í bankaráð Seðlabanka Íslands í stað Ágústs Einarssonar sem hætt hefur í ráðinu. Björn Herbert var áður varamaður og í hans stað var Gunnar Svavarsson kjörinn varamaður. 15.12.2009 12:25
Flautað á Íslandsbanka Á fjórða tug bifreiðaeigenda tók þátt í mótmælum sem hófust fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í hádeginu. Safnast verður saman fyrir utan fjögur önnur fyrirtæki sem lána til bifreiðakaupa og flautað stanslaust í þrjár mínútur. 15.12.2009 12:08
Ráðstefnugestir úti í kuldanum Þáttakendur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn eru ekki allir hrifnir af skipulagi hennar. 15.12.2009 12:03
Lögreglan leitar að vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Birkimel við Hringbraut í Reykjavík fimmtudagskvöldið 10. desember síðastliðinn. Ekið var á gangandi vegfaranda á fyrrnefndum stað þetta áðurnefnda kvöld klukkan 22.37. Lögreglan biður þá sem urðu vitni að slysinu vinsamlegast um að hafa samband í síma 444-1000. 15.12.2009 11:58
Samfylking vill banna innihaldslaus yfirboð Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram tillögu þess efnis að bann verði lagt við „innihaldslausum yfirboðum“ í aðdraganda kosninganna í vor. 15.12.2009 11:37
Átak gegn ölvunarakstri: Rúmlega 500 stöðvaðir Rúmlega fimm hundruð ökumenn voru stöðvaðir á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumenn hafi almennt tekið þessum afskiptum mjög vel en öflug sveit lögreglumanna var á vettvangi og því gekk eftirlitið að mestu snuðrulaust fyrir sig. 15.12.2009 11:08
Fjölskyldan er númer eitt sagði Tiger þá Sky fréttastofan breska hefur ákveðið að flýta birtingu viðtals við kylfinginn Tiger Woods þar sem hann segir að fjölskyldan sé númer eitt hjá honum og golfið í öðru sæti. 15.12.2009 11:08
Gamlir farsímar nýtast í hjálparstarfi Græn framtíð og Síminn hvetja fólk til að styðja Hjálparstarf kirkjunnar fyrir jólin með því að koma með gamla og notaða GSM síma í verslanir Símans. GSM símarnir verða sendir í endurnýtingu og mun andvirði þeirra renna til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, að fram kemur í tilkynningu. 15.12.2009 10:30
Færri sjúkraflutningar skýra breytingarnar Færri sjúkraflutningar fyrstu átta mánuði þessa árs borið saman við sömu mánuði undanfarin ár skýrir af hverju stöðugildum sjúkraflutningamanna á Suðurlandi er fækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands vegna sjúkraflutninga í Árnessýslu en sjúkraflutningamenn hafa gagnrýnt fyrirhugaðan niðurskurð. 15.12.2009 10:23
Eymdarvísitala Moody's: Ísland í sjöunda sæti Lánsmatsfyrirtækið hefur tekið upp á því að birta vísitölu sem þeir kalla „Misery Index“ sem þýða mætti sem Eymdarvísitölu. Þar er fjárlagahalli ríkis lagður saman við atvinnuleysi í viðkomandi landi og ríkjum raðað eftir því. Ísland lendir samkvæmt þessu viðmiði í sjöunda sæti með eymdarvísitölu upp á rúmlega tuttugu prósent. 15.12.2009 10:17
Ágúst hættir í bankaráði Seðlabankans Alþingi kýs nýjan aðalmann í bankaráð Seðlabankans í stað Ágústs Einarssonar, rektors Háskólans á Bifröst, á þingfundi í dag. Fimm bankaráðsmenn auk Ágústs hafa sagt af sér frá bankahruninu. 15.12.2009 10:07
Kviknaði í ofni á Flókagötu Eldur kom upp í íbúð við Flókagötu á tíunda tímanum í dag. Slökkviliðið mætti á vettvang og í ljós kom að kviknað hafði í bakaraofni. Eldurinn var slökktur og er nú unnið að reykræstingu. Íbúum varð ekki meint af. 15.12.2009 09:55
Þúsundir fluttir vegna sprengihættu Þúsundir manna hafa verið fluttir frá heimilum sínum í Columbus í, Ohio í Bandaríkjunum vegna gasleka sem óttast er að geti valdið gífurlegri sprengingu. 15.12.2009 09:46
Kyoto verður áfram leiðarljós í Kaupmannahöfn Þróunarlöndin hafa snúið aftur að samningaborðinu í Kaupmannahöfn en fulltrúar þeirra gengu út af loftslagsráðstefnunni í gær. 15.12.2009 09:24
Síðari umræða um fjárhagáætlun borgarinnar Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010 fer fram á fundi borgarstjórnar í dag. Áætlunin var lögð fram í byrjun mánaðarins en til stendur að spara yfir þrjá milljarða króna. Í áætluninni er gert ráð áframhaldandi samdrætti í tekjum borgarinnar. Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks segir að honum verði mætt með hagræðingu í stjórnsýslu og rekstri, en skattar og gjöld fyrir grunnþjónustu verði ekki hækkuð. Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tíu. 15.12.2009 09:17
„Flögudíler“ rekinn úr skóla Tólf ára gömlum dreng hefur verið vikið tímabundið úr skóla í Liverpool fyrir að selja skólafélögum sínum kartöfluflögur. Breska blaðið Liverpool Echo greinir frá þessu en strákurinn seldi flögupokann með fimmtíu pensa álagningu. 15.12.2009 08:30
Fimm létust í sprengingu í Kabúl Fimm eru látnir hið minnsta og tugir særðir eftir að maður sprengdi sjálfan sig í loft upp í Kabúl höfuðborg Afganistan í morgun. Á meðal þeirra sem létust voru lífverðir fyrrverandi varaforseta landsins Ahmed Zhia Massoud. Sprengingin varð rétt áður en forseti landsins Hamid Karzai átti að halda opnunarræðuna á þriggja daga ráðstefnu sem ætlað er að fjalla um spillingu í landinu. 15.12.2009 08:19
Forskot íhaldsmanna minnkar Ný könnun sýnir að forskot breska Íhaldsflokksins á Verkamannaflokkinn hefur ekki verið minna í heilt ár. Breska blaðið Guardian lét fyrirtækið ICM gera könnunina og kemur í ljós að forskot íhaldsmanna er aðeins níu prósent, en minni munur hefur ekki mælst í könnunum frá því í desember 2008. Blaðið telur ljóst að þetta auki líkurnar á því að Gordon Brown forsætisráðhera Breta boði til kosninga fyrr en seinna. 15.12.2009 08:17
Þrír stútar teknir í nótt Þrír menn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunaraksturs. Þetta er óvenju mikið í upphafi viku og með tilliti til þess að lögregla var ekki með sérstakt átak við eftirlit í nótt. Enginn þeirra reyndi að komast undan þegar lögregla gaf þeim stöðvunarmerki. 15.12.2009 08:16
Datt af mótorhjóli Ökumaður bifhjóls meiddist, en þó ekki alvarlega, þegar hann féll á hjóli sínu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Hann var í hópi vélhjólamanna þegar hann féllog er óhappið ekki rakið til hraðaksturs. Margir vélhjólamenn hafa dustað rykið af vélfákum sínum síðustu dagana, enda ákjósanlegt færi í blíðviðrinu. 15.12.2009 08:14
Miklar hækkanir á fóðri Verð á fóðri til fiskeldis er að hækka um allt að tuttugu prósent og aðrar fóðurblöndur, með fiskimjöli, eru líka að hækka umtalsvert. Hækkunin er rakin til mikillar hækkunar á fiskimjöli hér innanlands, sem hækkar í takt við fiskimjöl á heimsmarkaði. Það hefur hækkað um tugi prósenta það sem af er árinu, sem meðal annars má rekja til lítilla loðnuveiða hér við land og aflabrests á ansjóvetuveiðum í Suður Ameríku. Vaxandi fiskeldi í heiminum hefur líka aukið spurn eftir fiskimjöli.- 15.12.2009 08:11
Árásarmaður Berlusconis fyrir rétt í dag Maðurinn sem henti styttu af dómkirkjunni í Mílanó í andlitið á Silvio Berlusconi forseta Ítalíu verður dreginn fyrir rétt síðar í dag. Massimo Tartaglio er ákærður fyrir að valda opinberum embættismanni skaða og gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Atvikið vakti mikla athygli en Berlusconi blóðgaðist nokkuð þegar styttan kom fljúgandi auk þess sem tvær tennur brotnuðu. Hann verður frá vinnu um tíma vegna þessa. 15.12.2009 08:08
Verkfall yfirvofandi hjá British Airways Flugliðar hjá British Airways hafa samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall fyrir jól náist ekki samkomulag í vinnudeilu þeirra við fyrirtækið. Tekist er á um niðurskurðaráætlanir sem gera ráð fyrir fækkun flugmanna og breytingum á launasamningum. 15.12.2009 08:05
Hitabeltisstormurinn Mick fór yfir Fiji Þrír eru látnir í það minnsta á eyjunni Viti Levu, sem er stærsta eyja Fiji eyjaklasans í Kyrrahafinu, eftir að hitabeltisstormurinn Mick fór þar um. Rafmagnslaust er á eyjunum og þurftu þúsundir eyjaskegga að flýja heimili sín og í sérstök stormskýli. Miklir vatnavextir fylgdu veðrinu en Mick er fyristi stormur sumarsins sem er nýgengið í garð á þessum slóðum. Mick stefnir nú hraðbyri að eyjunni Tonga þar sem menn búa sig undir hið versta. 15.12.2009 08:01
Sprengt í Bagdad Nokkrar bílsprengjur sprungu með stuttu millibili í Bagdad, höfuðborg Íraks í nótt. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tugir slasaðir en sprengjurnar sprungu allar fyrir utan hið vígvarða Græna svæði. Ofbeldisverk hafa aukist í borginni upp á síðkastið og í síðustu viku létust 127 í svipaðri árás þar sem margar sprengjur sprungu með skömmu millibili og í október féllu 155 manns, einnig í röð sprengjuárása. 15.12.2009 07:59
Fiskvinnslufólk fær ríflega jólabónusa Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ætlar að greiða hverjum starfsmanni 150 þúsund krónur til viðbótar desemberuppbótinni, Ísfélagið í Vestmannaeyjum ætlar að tvöfalda jólabónusinn til sinna starfsmanna og Samherji ætlar að greiða sínu landverkafólki hundrað þúsund krónur aukalega nú í desember. Þetta kemur fram á heimasíðum fyrirætkjanna og öll skýra fyrirtækin þetta með góðri rekstrarafkomu , meðal annars vegna lágs gengis krónunnar. 15.12.2009 07:55
Átök í Kristjaníu Til nokkura átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn í nótt þar sem Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur nú sem hæst. Mest voru lætin í Kristjaníu og beitti lögreglan táragasi gegn fólki og sveimuðu þyrlur yfir hverfinu sem í gegnum tíðina hefur oft verið vettvangur átaka á milli lögreglu og íbúa þess. 15.12.2009 07:02
Lögreglan náði innbrotsþjófum á hlaupum Tveir sautján ára piltar voru handteknir í nótt eftir að þeir höfðu brotist inn í bílasölu við Nethyl í Reykjavík. Athugull vegfarandi sá til þeirra þegar þeir voru þar innandyra. Þegar lögregla kom á vettvang tóku þeir til fótanna, en lögreglumenn hlupu þá uppi og gista piltarnir nú fangageymslur. 15.12.2009 06:58
Fjárreiður Álftaness á borði ríkisstjórnar Vonlítil fjárhagsstaða sveitarfélagsins Álftaness er á dagskrá fundar ríkisstjórnarinnar í dag. 15.12.2009 06:00
Vilhjálmur ekki með í prófkjöri „Þessi ár hafa verið mér mikils virði og í raun ómetanleg,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, í yfirlýsingu þar sem hann kynnir þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor. 15.12.2009 06:00
Vill rannsókn á undirskriftum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður vill að ríkisstjórnin láti rannsaka ógildar undirskriftir á lista Indefence sem rekja megi til opinberra stofnana. „Það er óeðlilegt í jafn mikilvægu máli að svona undirskriftir séu raktar til RÚV eða Stjórnarráðsins, hvort sem það var gert í einkapósti eða ekki.“ 15.12.2009 06:00
Ísinn á Grænlandi bráðnar enn hraðar Vísindamenn á vegum heimskautaráðsins hafa sent frá sér skýrslu sem sýnir að heimskautaísinn á Grænlandi bráðnar mun hraðar en áður var talið. Tilvikum þar sem ísjakar brotna frá massanum hefur fjölgað um 30 prósent á áratug, úr 330 milljörðum tonna í 430 milljarða tonna. 15.12.2009 06:00
Indefence ber ásökun til baka Forsvarsmenn Indefence-hópsins hafa borið til baka ásakanir um að starfsmenn Fréttablaðsins hafi verið meðal þeirra sem staðið hafi að árás á undirskriftasöfnun hópsins á föstudag. 15.12.2009 06:00