Innlent

Geir Sveinsson vill annað sætið

Mynd/Pjetur
Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik. Geir sem er tengdasonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir 2. sæti listans.

Geir segist hafa á undanförnum vikum fengið fjölda áskoranna frá sjálfstæðismönnum um að fara í framboð fyrir flokkinn og jafnframt fundið fyrir miklum stuðningi meðal Reykvíkinga, eftir að fréttir voru fluttar af hugsanlegu framboði hans.

„Á erfiðum tímum í rekstri borgarinnar þá tel ég rétt að ég nýti krafta mína í þágu borgarbúa af sama þrótti og ég hef áður gert fyrir Íslendinga. Traustur rekstur borgarinnar, trygg atvinna og blómlegt atvinnulíf er grunnur að lífvænlegri félagsþjónustu hvort sem um ræðir íþrótta- og æskulýðsmál, málefni barna, eldri borgara og svo framvegis," segir Geir í tilkynningu.

Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson sækist líkt og Geir einnig eftir 2. sæti listans. Prófkjörið fer fram 23. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×