Innlent

Hundrað fjölskyldur fá gefins hamborgarhrygg

Margrét Beta, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar og Benedikt.
Margrét Beta, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar og Benedikt.
Hjónin Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir, eigendur fyrirtækisins Bílabúð Benna, afhentu í morgun 100 hamborgarhryggi til sameiginlegrar jólaaðstoðar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar RKÍ. Hryggjunum verður úthlutað til fjölskyldna á næstu dögum í aðstöðu jólaaðstoðarinnar á Norðlingabraut 12.

„Undanfarin 10 ár hefur Bílabúð Benna gefið viðskiptavinum sínum jólagjafir en í ljósi efnahagsástandsins ákváðu eigendur fyrirtækisins frekar að gefa 100 hamborgarhryggi frá Ali til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda yfir hátíðarnar," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×