Innlent

Miklar hækkanir á fóðri

MYND/Matis
Verð á fóðri til fiskeldis er að hækka um allt að tuttugu prósent og aðrar fóðurblöndur, með fiskimjöli, eru líka að hækka umtalsvert. Hækkunin er rakin til mikillar hækkunar á fiskimjöli hér innanlands, sem hækkar í takt við fiskimjöl á heimsmarkaði. Það hefur hækkað um tugi prósenta það sem af er árinu, sem meðal annars má rekja til lítilla loðnuveiða hér við land og aflabrests á ansjóvetuveiðum í Suður Ameríku. Vaxandi fiskeldi í heiminum hefur líka aukið spurn eftir fiskimjöli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×