Innlent

Sýna almenningi fingurinn

Mótmælendur fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í hádeginu.
Mótmælendur fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í hádeginu. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Það er með öllu óþolandi að útrásarvíkingar og tengd fyrirtæki fái afskriftir skulda sinna þegar bílalántakendum er boðið að súpa höfuðstólshækkanir fjármálafyrirtækjanna. Krafa er um ríflegar leiðréttingar eða stuðst verði við undirritaða greiðsluyfirlit lánanna, að öðrum kosti verði bílamótmælum haldið áfram um ókomna tíð," segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, hjá samtökunum Nýtt Ísland, í tilkynningu. Hún segir stjórnvöld sýna almenningi í landinu fingurinn.

Samtökin stóðu fyrir mótmælum í hádeginu fyrir utan utan húsnæði fimm fyrirtækja sem lána til bifreiðakaupa. Bílflautur voru þeyttar í 3 mínútur fyrir utan hvert þeirra.

„Það er með öllu óþolandi að stjórnvöld hafi gefið almenningi fingurinn og bendi nú á að fjármálastofnanirnar sjálfar eigi að koma með tillögur að úrbótum. Það geri það að verkum að tilhneiging þeirra sé að koma með úrbætur sem henti þeim sjálfum og geri litla sem enga bót fyrir lántakendur," segir Guðrún.

Að sögn Guðrúnar stendur til að hvetja bíleigendur til að fjölmenna alla þriðjudaga í vetur í hádeginu eða þangað til kröfum samtakanna og þeirra sem tekið hafa lán til bifreiðakaupa er náð fram.


Tengdar fréttir

Flautað á Íslandsbanka

Á fjórða tug bifreiðaeigenda tók þátt í mótmælum sem hófust fyrir utan höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í hádeginu. Safnast verður saman fyrir utan fjögur önnur fyrirtæki sem lána til bifreiðakaupa og flautað stanslaust í þrjár mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×