Innlent

Vilhjálmur ekki með í prófkjöri

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Borgarfulltrúi í 28 ár og hættir næsta sumar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Borgarfulltrúi í 28 ár og hættir næsta sumar.

„Þessi ár hafa verið mér mikils virði og í raun ómetanleg,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, í yfirlýsingu þar sem hann kynnir þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor.

Vilhjálmur hefur verið borgarfulltrúi í 28 ár og var borgarstjóri 13. júní 2006 til 16. október 2007. „Að sjálfsögðu hafa skipst á skin og skúrir í þessari vegferð. Þannig eru ekki einungis stjórnmálin, heldur lífsferlið allt. Í öll þessi ár hef ég í störfum mínum lagt mikla áherslu á að vera í góðu sambandi við borgarbúa og reynt að liðsinna þeim eins vel og ég hef getað hverju sinni,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Vilhjálms. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×