Erlent

Árásarvopn selst eins og heitar lummur

Óli Tynes skrifar
Stytta af dómkirkjunni í Milani, eins og sú sem fleygt var í Berlusconi.
Stytta af dómkirkjunni í Milani, eins og sú sem fleygt var í Berlusconi.

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sent stuðningsmönnum sínum orðsendingu þar sem hann þakkar þeim fyrir hlýhug eftir árásina sem hann varð fyrir í Milanó um síðustu helgi.

Hann hvatti þá til þess að vera rólega og hamingjusama. Ástin sigri alltaf hatur og öfund.Árásarmaðurinn hinn 42 ára gamli Massimo Tartaglia hefur að sögn beðist afsökunar á árásinni. Hún hafi sýnt ragmennsku og tillitsleysi. -Ég þekki mig ekki í þessu, er haft eftir honum.

Tartaglia sem er sagður ekki ganga heill til skógar er enn í haldi lögreglu. Hann á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi fyrir árás á embættismann. Talið er þó líklegra að reynt verði að finna honum pláss á viðeigandi stofnun.

Þeir einu sem eru ánægðir eftir þennan atburð eru líklega minjagripasalar á torginu þar sem árásin var gerð.

Það var níðþung stytta af dómkirkjunni í Milanó sem Tartaglia kastaði í Berlusconi. Hún selst nú sem aldrei fyrr.


Tengdar fréttir

Berlusconi nefbrotinn og marinn

Silvio Berlusconi forsæltisráðherra Ítalíu er nefbrotinn og það brotnuðu úr honum tennur eftir að maður fleygði þungri myndastyttu í andlit hans á pólitískum fundi í Milanó í gærkvöldi.

Árásarmaður Berlusconis fyrir rétt í dag

Maðurinn sem henti styttu af dómkirkjunni í Mílanó í andlitið á Silvio Berlusconi forseta Ítalíu verður dreginn fyrir rétt síðar í dag. Massimo Tartaglio er ákærður fyrir að valda opinberum embættismanni skaða og gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Atvikið vakti mikla athygli en Berlusconi blóðgaðist nokkuð þegar styttan kom fljúgandi auk þess sem tvær tennur brotnuðu. Hann verður frá vinnu um tíma vegna þessa.

Berlusconi varð fyrir árás

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, varð fyrir árás eftir fund sem hann hélt fyrir stuðningsmenn hans í Milan. Myndir af atvikinu sína að Berlusconi skarst illa á vör og blóðgaðist á kinn og höku. Karlamaður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar, að því er BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×