Innlent

Ágúst hættir í bankaráði Seðlabankans

Mynd/GVA
Alþingi kýs nýjan aðalmann í bankaráð Seðlabankans í stað Ágústs Einarssonar, rektors Háskólans á Bifröst, á þingfundi í dag. Fimm bankaráðsmenn auk Ágústs hafa sagt af sér frá bankahruninu.

Ágúst hefur átt sæti í bankaráði bankans undanfarin misseri. Hann var formaður ráðsins á árunum 1990 til 1994. Ágúst var kjörinn formaður Framtakssjóðs Íslands, fjárfestingarfélagi 16 lífeyrissjóða, á fyrsta stjórnarfundi hans sem haldinn var um helgina.

Frá bankahruninu haustið 2008 hafa fimm aðrir bankaráðsmenn látið af störfum. Það eru þau: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Jón Sigurðsson, Halla Tómasdóttir og Magnús Árni Skúlason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×