Innlent

Síðari umræða um fjárhagáætlun borgarinnar

Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010 fer fram á fundi borgarstjórnar í dag. Áætlunin var lögð fram í byrjun mánaðarins en til stendur að spara yfir þrjá milljarða króna. Í áætluninni er gert ráð áframhaldandi samdrætti í tekjum borgarinnar. Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks segir að honum verði mætt með hagræðingu í stjórnsýslu og rekstri, en skattar og gjöld fyrir grunnþjónustu verði ekki hækkuð. Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tíu.




Tengdar fréttir

Hanna Birna: Uppsagnir ekki á dagskrá

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var lögð fram í morgun, en spara á yfir þrjá milljarða króna. Engin sparnaðarkrafa verður gerð á velferðarsviði, en fjögurra prósenta niðurskurður verður á leikskóla- mennta- og íþrótta og tómstundasviði. Sparnaðarkrafan verður öllu meiri í framkvæmdum, viðhaldi og í starfsmannamálum, þó stendur ekki til að segja neinum upp, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri.

Niðurskurðurinn bitnar á frístundaheimilum

Vinstri grænir í Reykjavík gera alvarlegar athugsemdir við fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2010. Ljóst sé að niðurskurður á sviðinu komi til með að bitna að einna verst á frístundaheimilum. Vinstri grænir vilji hækka útsvarsprósentuna.

Ekki skorið niður á velferðarsviði

Ekki er útlit fyrir að þjónusta hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar verði skorin niður vegna skekkju sem varð í drögum að fjárhagsáætlun sviðsins upp á allt að 175 milljónir króna.

Niðurskurður meirihlutans mun reynast kostnaðarsamur til framtíðar

Engin merki eru um að aðrir geti náð hagræðingu sem borgin getur ekki án þess að það komi einhvers staðar niður. Þetta kemur fram í bókun Drífu Snædal, fulltrúa VG í velferðarráði Reykjavíkurborgar, um fjárhagsáætlun fyrir velferðarsvið. Hún telur að niðurskurður meirihlutans muni reynast kostnaðarsamur til framtíðar.

Ófyrirséður kostnaður nærri milljarði

Gert er ráð fyrir að ófyrirséður kostnaður Reykjavíkurborgar verði sjöhundruð og níutíu milljónir króna á næsta ári, sem er þreföldun miðað við áætlun þessa árs. Borgarfulltrúi Vinstri-grænna telur að hluti fjárins fari í kosningabaráttu meirihlutaflokkanna í vor. Meirihlutaflokkarnir hafa þegar ákveðið að verðbæta fjárhagsaðstoð borgarinnar fyrir næsta ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×