Fleiri fréttir Clemmons talinn njóta aðstoðar vina Maurice Clemmons, sem er á flótta undan lögreglu í Washington eftir að hafa skotið fjóra lögreglumenn til bana á veitingastað í fyrradag, er talinn njóta aðstoðar vina sinna við að fara huldu höfði. 1.12.2009 07:21 Hundur varð fjögurra ára dreng að bana Fjögurra ára drengur í Liverpool í Bretlandi lést eftir að hundur ömmu hans réðst á hann og beit hann í gær. 1.12.2009 07:18 Skora á stjórnina að draga ESB-umsókn til baka Stjórnarfundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, skorar á ríkisstjórnina að draga umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, til baka. 1.12.2009 07:15 Endaði inni í húsagarði Tveir bílar skullu harkalega saman á mótum Barmahlíðar og Reykjahlíðar í Reykjavík í gærkvöldi og hafnaði annar bíllinn inni í húsagarði. 1.12.2009 07:12 Óku út af í Víkurskarði Tvær ungar konur komust í hann krappan í gærkvöldi, þegar bíll þeirra snerist í hálku og rann aftur á bak út af veginum í Víkurskarði, á milli Akureyrar og Húsavíkur, og hafnaði þar í skafli. 1.12.2009 07:10 Konur heilbrigðari en karlar Þeir sem meira eru menntaðir eru líklegri til að finna sér heilsusamlegri lífsstíl en þeir sem minni menntun hafa og konur lifa almennt heilsusamlegra lífi en karlar. Þetta kemur fram í greiningu Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sem hann byggir á umfangsmiklum könnunum sem gerðar voru á heilsufari Íslendinga á árunum 2006 til 2007. 1.12.2009 07:00 Eykt með verk fyrir nærri 600 milljónir Verktakafyrirtækið Eykt hefur fengið verkefni fyrir 585,1 milljón króna fyrir Reykjavíkurborg í þremur verkefnum síðustu þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmda- og eignasviði borgarinnar. Árið 2007 vann fyrirtækið að flutningi Strætós að Hesthálsi fyrir 423,6 milljónir, eftir að hafa fengið verkefnið í gegnum útboð. 1.12.2009 06:45 Vilji þóknast landsbyggðarhagsmunum Forseti borgarstjórnar er að þóknast landsbyggðarhagsmunum í borginni með málflutningi sínum um Reykjavíkurflugvöll og það er skammarlegt að hann hnýti í eina manninn sem gætir hagsmuna borgarbúa í Sjálfstæðisflokknum, Gísla Martein Baldursson. 1.12.2009 06:00 Steingrímur segir málið margrætt Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, vill að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ræði um Icesave-málin við starfsbræður sína í Bretlandi og Hollandi. Vill hún að gerð verði úrslitatilraun til að rétta hlut Íslands í málinu og að það verði gert augliti til auglitis. 1.12.2009 06:00 Segir úrskurð skapa óvissu í Miðskógum „Deilurnar hafa verið langar, pólitískar, persónulegar, rætnar og erfiðar,“ segir Kristján Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi í bréfi til bæjarstjórnar Álftaness um mál lóðarinnar á Miðskógum 8. 1.12.2009 05:00 Pattstaða í makrílviðræðum Fundi strandríkja um stjórn makrílveiða á árinu 2010 var slitið í Edinborg í síðustu viku án þess að niðurstaða næðist. Greint var frá þessu í vefútgáfu norska dagblaðsins VG. Þar er haft eftir fulltrúum norska 1.12.2009 04:00 Fjölgi um 30 þúsund í Afganistan Talið er líklegt að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, muni senda um 30 þúsund hermenn til viðbótar til Afganistan í baráttunni við Talibana. 1.12.2009 04:00 Ólafur krefst afsagnar borgarstjórans Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri á að segja af sér vegna fjárframlaga sem hún þáði af Landsbanka Íslands, áður en hún varði hagsmuni eigenda Landsbankans í málefnum Listaháskóla við Laugaveg. 1.12.2009 03:15 Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vörðu milljónum í eigin framboð Sjö frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins i prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar í apríl vörðu meira en einni milljón króna úr eigin vasa í prófkjörsbaráttuna. Jón Gunnarsson, þingmaður í suðvesturkjördæmi, varði rúmlega 2,1 milljón króna úr eigin vasa til þess að fjármagna prófkjörsbaráttu sína. 30.11.2009 20:46 Kröfuhafar eignast bróðurpartinn í Arion Erlendir kröfuhafar í gamla Kaupþingi eignast bróðurpartinn í Arion banka, sem áður hét Nýi Kaupþing, samkvæmt samkomulagi sem er í burðarliðnum. Fréttastofa RÚV fullyrðir að tilkynnt verði um samkomulag þessa eðlis í dag eða á morgun. Samkvæmt samkomulaginu mun skilanefndin eignast 90% en ríkið mun áfram eiga 10% í bankanum. 30.11.2009 19:37 RÚV tapaði nærri 300 milljónum Tap á rekstri Ríkisútvarpsins á nýliðnu rekstrarári nam 271 milljón króna, samkvæmt ársreikningi sem birtur var rétt fyrir fréttir. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að afkoma RÚV hafi batnað um 465 milljónir króna frá árinu á undan. Tap ársins megi að öllu leyti rekja til mikils fjármagnskostnaðar vegna verðbólgu og gengislækkunar íslensku krónunnar. 30.11.2009 18:33 Efast um að Alþingi ráði við endurreisn efnahagslífsins Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist efast um getu Alþingis til að ráða við það verkefni að endurreisa efnhag landsins. Áframhaldandi óvissa í kringum Icesave málið gæti þýtt að lánshæfi Íslands verði lækkað niður í ruslflokk. 30.11.2009 18:49 Metin slegin í humarveiðum Skipverjarnir á Fróða II í Þorlákshöfn settu í dag Íslandsmet í humarveiðum þegar afli skipsins á árinu fór yfir hundrað tonn. Skipsstjórinn segir koma á óvart hversu mikið veiðist nú af humri við landið. 30.11.2009 19:04 Hrollvekjandi að heyra um kvikustreymi undir Krýsuvík Hrollur fór um vistmenn og starfsfólk meðferðarheimilisins í Krýsuvík þegar þau heyrðu fréttir um kvikustreymi undir svæðinu og hættu á gufusprengingum. 30.11.2009 18:47 Guðlaugur og Illugi vörðu rúmum fjórum milljónum í framboð sín Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson, vörðu mestu fé í prófkjörsbaráttu fyrir síðustu þingkosningar af öllum frambjóðendum. Þetta kemur fram í útdrátti úr uppgjörum frambjóðenda sem Ríkisendurskoðun birtir á vefsíðu sinni. 30.11.2009 18:19 Frestur til að afgreiða Icesave rennur út í dag Frestur Alþingis til þess afgreiða Icesave málið samkvæmt viðaukasamningum sem íslensk stjórnvöld gerðu við Hollendinga og Breta rennur út í dag. 30.11.2009 17:37 Bretar senda fleiri hermenn til Afganistans Bretar hafa ákveðið að senda fimmhundruð hermenn til viðbótar til Afganistans. Gordon Brown forsætisráðherra tilkynnti um þetta á þingi í dag. 30.11.2009 16:31 Segir tilboði stjórnarandstöðunnar um að ræða skattamál hafnað Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs þegar þing kom aftur saman eftir miðdegishlé klukkan þrjú og bauð fyrir hönd þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar, hliðrun á dagskrá þingsins, þannig að unnt yrði að ræða mikilvæg mál samkvæmt tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. 30.11.2009 16:10 Umferðatafir á Suðurlandsvegi vegna mjólkurbíls Umferðartafir eru tímabundið á Suðurlandsvegi við Bláfjallarveg, og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og tillitsemi samkvæmt Vegagerðinni en mjólkurbíll endaði utan vegar rúmlega tvö í dag. 30.11.2009 15:59 Dómsmálaráðherra undirritaði landamærasamning við ESB Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra undirritaði í Brussel í dag samning við Evrópusambandið um eflingu lögreglusamstarfs yfir landamæri, einkum í baráttunni gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi. 30.11.2009 15:48 Bandaríkjamenn hugsuðu fyrst og fremst um Saddam Fyrrverandi ráðgjafi Tonys Blair í utanríkismálum segir að Bretar hafi lagt megináherslu á að afvopna Saddam Hussein með innrásinni í Írak. 30.11.2009 15:46 Vilja meitla nöfn þingmanna á Icesave-minnisvarða Forsvarsmenn heimasíðunnar, iceslave.is, vonast til þess að geta reist minnisvarða í miðborg Reykjavíkur til minningar um hugsanlega samþykkt Icesave-frumvarpsins. Á minnisvarðann verða nöfn þeirra sem greiða atkvæði með frumvarpinu greypt, auk þeirra sem sitja hjá eða koma sér undan þátttöku í atkvæðagreiðslunni. 30.11.2009 15:26 Hvað gerði kona Tigers við golfkylfuna? Hollywood vefsíðan TMZ.com segir að Tiger Woods hafi verið að flýja heimili sitt eftir ofsafengið rifrildi við eiginkonu sína hina sænsku Elínu Nordgren, þegar hann ók fyrst á brunahana og svo á tré. 30.11.2009 15:14 Mjólkurbíll fór út af veginum við Sandskeið Mjólkurbíll fór út af veginum við Sandskeið nálægt Bláfjallaafleggjara nú fyrir stundu. „Þetta er 22 hjóla trukkur sem liggur hérna á hliðinni.“ segir fréttamaður Stöðvar 2, sem er á staðnum. 30.11.2009 14:37 Fimmtugur kannabisframleiðandi í fangelsi Fimmtugur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa haft 117 kannabisplöntur og 11 kannabisgræðlinga á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. 30.11.2009 14:33 30 starfsmönnum sagt upp hjá Ölgerðinni Ölgerðin hefur sagt upp rúmlega 30 starfsmönnum frá og með þeim mánaðamótum sem nú ganga í garð. 30.11.2009 14:15 Tvö snjóflóð féllu á Siglufjarðarveg Tvö snjóflóð hafa fallið á Siglufjarðarveg og verður vegurinn hafður lokaður vegna hættu á frekari flóðum samkvæmt Vegagerðinni. 30.11.2009 14:11 Saddam Hussein fær sjónvarpsrás Dularfull sjónvarpsrás sem er tileinkuð Saddam Hussein hóf útsendingar í Írak um helgina. Sjónvarpsefnið er að mestu helgað Saddam og má þar bæði hlýða á ræður hans og ljóðalestur. 30.11.2009 13:46 Indverjar standa straum af ferðakostnaði Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun fara til Indlands um miðjan janúar næstkomandi og taka við Nehru-verðlaununum sem hann hlaut á síðasta ári. Það eru indversk stjórnvöld sem bjóða forsetanum en auk hans fer Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Indversk stjórnvöld munu standa straum af öllum kostnaði vegna ferðarinnar samkvæmt Örnólfi Thorssyni forsetaritara. 30.11.2009 13:21 Sýknuð af bótakröfu þegar snjóflóð féll á björgunarsveitarbíl Eigandi bifreiðar og Sjóvá-Almennar tryggingar voru sýknuð af bótakröfu manns sem lærbrotnaði þegar snjóflóð féll á bifreið sem sat föst í Súðarvíkurhlíð í apríl 2006. Forsaga málsins er sú að tvær bifreiðar voru fastar í Súðavíkurhlíðinni milli snjóflóða. Björgunarsveitarmenn komu á vettvang en þeir voru á vel útbúnum bíl sem kallast Jakinn í daglegu tali. 30.11.2009 12:55 Sextíu sagt upp vegna boðaðra stjórnvaldsaðgerða Verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði hefur ákveðið að segja upp 60 af 84 starfsmönnum nú um næstu mánaðarmót en þetta kemur fram á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga. 30.11.2009 12:33 Fæðingarorlof styst hér á landi Fæðingarorlof hér á landi er með því stysta í samanburði við önnur Norðurlönd. Þetta segir formaður ljósmæðrafélags Íslands, Guðlaug Einarsdóttir, sem telur hættulega þróun að stytta orlofið. Auk þess samræmist stytting þess engan veginn tilmælum heilbrigðisyfirvalda landsins um aðbúnað og brjóstagjöf ungbarna. 30.11.2009 12:22 Safnar fyrir styttu af Rúnari Júlíussyni Rúnar Hartmannsson, Keflvíkingur sem smíðaði styttu af Rúnari Júlíussyni í fullri stærð, hefur hafið söfnun sem hefur það að markmiði að styttunni verði komið fyrir á rokkminjasafninu í Keflavík. 30.11.2009 12:15 Óku tugi kílómetra til þess að handtaka ölvaðan mann Lögreglan á Selfossi handtók verulega ölvaðan mann aðfaranótt sunnudags en húsráðendur sumarbústaðs skammt frá Geysi í Haukadal höfðu skotið skjólhúsi yfir manninn þar sem hann hafði orðið viðskila við félaga sína. 30.11.2009 12:09 Flatskjá og fersku kjöti stolið af Svarta sauðinum Aðfaranótt fimmtudagsins var brotist inn í veitingastaðinn Svarta sauðinn í Þorlákshöfn. Þaðan var stolið 42” Philips flatskjá, skiptimynt, bjór og fersku kjöti. Þjófarnir komust inn á veitingastaðinn með því að spenna upp glugga. Málið er óupplýst en lögreglan leitar eftir vísbendingum. 30.11.2009 12:07 Fíladelfíusöfnuðurinn: Samkynhneigðir eru víst velkomnir Hvítasunnukirkja Fíladelfíu hefur sent frá sér tilkynningu vegna ásakanna tónlistarmannsins, Friðriks Ómars Hjörleifssonar, þar sem hann hélt því fram að samkynhneigðir væru ekki velkomnir í gospelkór safnaðarins. 30.11.2009 11:42 Barnaheill: Áhyggjur af fæðingarorlofsfrumvarpi Barnaheill, Save the Children, á Íslandi lýsa yfir áhyggjum vegna frumvarps til laga um skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku orlofsins um þrjú ár. Barnaheill telja að með boðaðri breytingu sé ekki einungis verið að skerða réttindi foreldra, heldur að vegið sé að þeim rétti barnsins að fá að njóta sem lengstrar umönnunar móður og föður á fyrsta ári ævi þess. 30.11.2009 11:29 Rændu risaolíuskipi Sómalskir sjóræningjar hertóku í gær 300 þúsund tonna olíuskip sem var á leið frá Saudi-Arabíu til Bandaríkjanna með olíufarm. 30.11.2009 11:18 Óttast herferð gegn norsku laxeldi Sendiráð Noregs hafa verið sett í viðbragðsstöðu vegna samtaka sem hafa hafið herferð gegn norsku laxeldi. 30.11.2009 10:32 Demjanjuk fyrir rétt í dag Réttarhöld hefjast í þýsku borginni Munchen í dag yfir John Demjanjuk, sem ákærður er fyrir að hafa aðstoðað við morðin á 27 þúsund gyðingum í útrýmingarbúðum Nasista. Demjanjujk er 89 ára gamall og var hann framseldur frá Bandaríkjunum fyrr á þessu ári þar sem hann hefur búið frá stríðslokum. 30.11.2009 10:24 Sjá næstu 50 fréttir
Clemmons talinn njóta aðstoðar vina Maurice Clemmons, sem er á flótta undan lögreglu í Washington eftir að hafa skotið fjóra lögreglumenn til bana á veitingastað í fyrradag, er talinn njóta aðstoðar vina sinna við að fara huldu höfði. 1.12.2009 07:21
Hundur varð fjögurra ára dreng að bana Fjögurra ára drengur í Liverpool í Bretlandi lést eftir að hundur ömmu hans réðst á hann og beit hann í gær. 1.12.2009 07:18
Skora á stjórnina að draga ESB-umsókn til baka Stjórnarfundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, skorar á ríkisstjórnina að draga umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, til baka. 1.12.2009 07:15
Endaði inni í húsagarði Tveir bílar skullu harkalega saman á mótum Barmahlíðar og Reykjahlíðar í Reykjavík í gærkvöldi og hafnaði annar bíllinn inni í húsagarði. 1.12.2009 07:12
Óku út af í Víkurskarði Tvær ungar konur komust í hann krappan í gærkvöldi, þegar bíll þeirra snerist í hálku og rann aftur á bak út af veginum í Víkurskarði, á milli Akureyrar og Húsavíkur, og hafnaði þar í skafli. 1.12.2009 07:10
Konur heilbrigðari en karlar Þeir sem meira eru menntaðir eru líklegri til að finna sér heilsusamlegri lífsstíl en þeir sem minni menntun hafa og konur lifa almennt heilsusamlegra lífi en karlar. Þetta kemur fram í greiningu Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sem hann byggir á umfangsmiklum könnunum sem gerðar voru á heilsufari Íslendinga á árunum 2006 til 2007. 1.12.2009 07:00
Eykt með verk fyrir nærri 600 milljónir Verktakafyrirtækið Eykt hefur fengið verkefni fyrir 585,1 milljón króna fyrir Reykjavíkurborg í þremur verkefnum síðustu þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmda- og eignasviði borgarinnar. Árið 2007 vann fyrirtækið að flutningi Strætós að Hesthálsi fyrir 423,6 milljónir, eftir að hafa fengið verkefnið í gegnum útboð. 1.12.2009 06:45
Vilji þóknast landsbyggðarhagsmunum Forseti borgarstjórnar er að þóknast landsbyggðarhagsmunum í borginni með málflutningi sínum um Reykjavíkurflugvöll og það er skammarlegt að hann hnýti í eina manninn sem gætir hagsmuna borgarbúa í Sjálfstæðisflokknum, Gísla Martein Baldursson. 1.12.2009 06:00
Steingrímur segir málið margrætt Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, vill að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ræði um Icesave-málin við starfsbræður sína í Bretlandi og Hollandi. Vill hún að gerð verði úrslitatilraun til að rétta hlut Íslands í málinu og að það verði gert augliti til auglitis. 1.12.2009 06:00
Segir úrskurð skapa óvissu í Miðskógum „Deilurnar hafa verið langar, pólitískar, persónulegar, rætnar og erfiðar,“ segir Kristján Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi í bréfi til bæjarstjórnar Álftaness um mál lóðarinnar á Miðskógum 8. 1.12.2009 05:00
Pattstaða í makrílviðræðum Fundi strandríkja um stjórn makrílveiða á árinu 2010 var slitið í Edinborg í síðustu viku án þess að niðurstaða næðist. Greint var frá þessu í vefútgáfu norska dagblaðsins VG. Þar er haft eftir fulltrúum norska 1.12.2009 04:00
Fjölgi um 30 þúsund í Afganistan Talið er líklegt að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, muni senda um 30 þúsund hermenn til viðbótar til Afganistan í baráttunni við Talibana. 1.12.2009 04:00
Ólafur krefst afsagnar borgarstjórans Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri á að segja af sér vegna fjárframlaga sem hún þáði af Landsbanka Íslands, áður en hún varði hagsmuni eigenda Landsbankans í málefnum Listaháskóla við Laugaveg. 1.12.2009 03:15
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vörðu milljónum í eigin framboð Sjö frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins i prófkjörum fyrir alþingiskosningarnar í apríl vörðu meira en einni milljón króna úr eigin vasa í prófkjörsbaráttuna. Jón Gunnarsson, þingmaður í suðvesturkjördæmi, varði rúmlega 2,1 milljón króna úr eigin vasa til þess að fjármagna prófkjörsbaráttu sína. 30.11.2009 20:46
Kröfuhafar eignast bróðurpartinn í Arion Erlendir kröfuhafar í gamla Kaupþingi eignast bróðurpartinn í Arion banka, sem áður hét Nýi Kaupþing, samkvæmt samkomulagi sem er í burðarliðnum. Fréttastofa RÚV fullyrðir að tilkynnt verði um samkomulag þessa eðlis í dag eða á morgun. Samkvæmt samkomulaginu mun skilanefndin eignast 90% en ríkið mun áfram eiga 10% í bankanum. 30.11.2009 19:37
RÚV tapaði nærri 300 milljónum Tap á rekstri Ríkisútvarpsins á nýliðnu rekstrarári nam 271 milljón króna, samkvæmt ársreikningi sem birtur var rétt fyrir fréttir. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að afkoma RÚV hafi batnað um 465 milljónir króna frá árinu á undan. Tap ársins megi að öllu leyti rekja til mikils fjármagnskostnaðar vegna verðbólgu og gengislækkunar íslensku krónunnar. 30.11.2009 18:33
Efast um að Alþingi ráði við endurreisn efnahagslífsins Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist efast um getu Alþingis til að ráða við það verkefni að endurreisa efnhag landsins. Áframhaldandi óvissa í kringum Icesave málið gæti þýtt að lánshæfi Íslands verði lækkað niður í ruslflokk. 30.11.2009 18:49
Metin slegin í humarveiðum Skipverjarnir á Fróða II í Þorlákshöfn settu í dag Íslandsmet í humarveiðum þegar afli skipsins á árinu fór yfir hundrað tonn. Skipsstjórinn segir koma á óvart hversu mikið veiðist nú af humri við landið. 30.11.2009 19:04
Hrollvekjandi að heyra um kvikustreymi undir Krýsuvík Hrollur fór um vistmenn og starfsfólk meðferðarheimilisins í Krýsuvík þegar þau heyrðu fréttir um kvikustreymi undir svæðinu og hættu á gufusprengingum. 30.11.2009 18:47
Guðlaugur og Illugi vörðu rúmum fjórum milljónum í framboð sín Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson, vörðu mestu fé í prófkjörsbaráttu fyrir síðustu þingkosningar af öllum frambjóðendum. Þetta kemur fram í útdrátti úr uppgjörum frambjóðenda sem Ríkisendurskoðun birtir á vefsíðu sinni. 30.11.2009 18:19
Frestur til að afgreiða Icesave rennur út í dag Frestur Alþingis til þess afgreiða Icesave málið samkvæmt viðaukasamningum sem íslensk stjórnvöld gerðu við Hollendinga og Breta rennur út í dag. 30.11.2009 17:37
Bretar senda fleiri hermenn til Afganistans Bretar hafa ákveðið að senda fimmhundruð hermenn til viðbótar til Afganistans. Gordon Brown forsætisráðherra tilkynnti um þetta á þingi í dag. 30.11.2009 16:31
Segir tilboði stjórnarandstöðunnar um að ræða skattamál hafnað Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs þegar þing kom aftur saman eftir miðdegishlé klukkan þrjú og bauð fyrir hönd þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar, hliðrun á dagskrá þingsins, þannig að unnt yrði að ræða mikilvæg mál samkvæmt tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. 30.11.2009 16:10
Umferðatafir á Suðurlandsvegi vegna mjólkurbíls Umferðartafir eru tímabundið á Suðurlandsvegi við Bláfjallarveg, og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og tillitsemi samkvæmt Vegagerðinni en mjólkurbíll endaði utan vegar rúmlega tvö í dag. 30.11.2009 15:59
Dómsmálaráðherra undirritaði landamærasamning við ESB Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra undirritaði í Brussel í dag samning við Evrópusambandið um eflingu lögreglusamstarfs yfir landamæri, einkum í baráttunni gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi. 30.11.2009 15:48
Bandaríkjamenn hugsuðu fyrst og fremst um Saddam Fyrrverandi ráðgjafi Tonys Blair í utanríkismálum segir að Bretar hafi lagt megináherslu á að afvopna Saddam Hussein með innrásinni í Írak. 30.11.2009 15:46
Vilja meitla nöfn þingmanna á Icesave-minnisvarða Forsvarsmenn heimasíðunnar, iceslave.is, vonast til þess að geta reist minnisvarða í miðborg Reykjavíkur til minningar um hugsanlega samþykkt Icesave-frumvarpsins. Á minnisvarðann verða nöfn þeirra sem greiða atkvæði með frumvarpinu greypt, auk þeirra sem sitja hjá eða koma sér undan þátttöku í atkvæðagreiðslunni. 30.11.2009 15:26
Hvað gerði kona Tigers við golfkylfuna? Hollywood vefsíðan TMZ.com segir að Tiger Woods hafi verið að flýja heimili sitt eftir ofsafengið rifrildi við eiginkonu sína hina sænsku Elínu Nordgren, þegar hann ók fyrst á brunahana og svo á tré. 30.11.2009 15:14
Mjólkurbíll fór út af veginum við Sandskeið Mjólkurbíll fór út af veginum við Sandskeið nálægt Bláfjallaafleggjara nú fyrir stundu. „Þetta er 22 hjóla trukkur sem liggur hérna á hliðinni.“ segir fréttamaður Stöðvar 2, sem er á staðnum. 30.11.2009 14:37
Fimmtugur kannabisframleiðandi í fangelsi Fimmtugur karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa haft 117 kannabisplöntur og 11 kannabisgræðlinga á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. 30.11.2009 14:33
30 starfsmönnum sagt upp hjá Ölgerðinni Ölgerðin hefur sagt upp rúmlega 30 starfsmönnum frá og með þeim mánaðamótum sem nú ganga í garð. 30.11.2009 14:15
Tvö snjóflóð féllu á Siglufjarðarveg Tvö snjóflóð hafa fallið á Siglufjarðarveg og verður vegurinn hafður lokaður vegna hættu á frekari flóðum samkvæmt Vegagerðinni. 30.11.2009 14:11
Saddam Hussein fær sjónvarpsrás Dularfull sjónvarpsrás sem er tileinkuð Saddam Hussein hóf útsendingar í Írak um helgina. Sjónvarpsefnið er að mestu helgað Saddam og má þar bæði hlýða á ræður hans og ljóðalestur. 30.11.2009 13:46
Indverjar standa straum af ferðakostnaði Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun fara til Indlands um miðjan janúar næstkomandi og taka við Nehru-verðlaununum sem hann hlaut á síðasta ári. Það eru indversk stjórnvöld sem bjóða forsetanum en auk hans fer Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Indversk stjórnvöld munu standa straum af öllum kostnaði vegna ferðarinnar samkvæmt Örnólfi Thorssyni forsetaritara. 30.11.2009 13:21
Sýknuð af bótakröfu þegar snjóflóð féll á björgunarsveitarbíl Eigandi bifreiðar og Sjóvá-Almennar tryggingar voru sýknuð af bótakröfu manns sem lærbrotnaði þegar snjóflóð féll á bifreið sem sat föst í Súðarvíkurhlíð í apríl 2006. Forsaga málsins er sú að tvær bifreiðar voru fastar í Súðavíkurhlíðinni milli snjóflóða. Björgunarsveitarmenn komu á vettvang en þeir voru á vel útbúnum bíl sem kallast Jakinn í daglegu tali. 30.11.2009 12:55
Sextíu sagt upp vegna boðaðra stjórnvaldsaðgerða Verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði hefur ákveðið að segja upp 60 af 84 starfsmönnum nú um næstu mánaðarmót en þetta kemur fram á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga. 30.11.2009 12:33
Fæðingarorlof styst hér á landi Fæðingarorlof hér á landi er með því stysta í samanburði við önnur Norðurlönd. Þetta segir formaður ljósmæðrafélags Íslands, Guðlaug Einarsdóttir, sem telur hættulega þróun að stytta orlofið. Auk þess samræmist stytting þess engan veginn tilmælum heilbrigðisyfirvalda landsins um aðbúnað og brjóstagjöf ungbarna. 30.11.2009 12:22
Safnar fyrir styttu af Rúnari Júlíussyni Rúnar Hartmannsson, Keflvíkingur sem smíðaði styttu af Rúnari Júlíussyni í fullri stærð, hefur hafið söfnun sem hefur það að markmiði að styttunni verði komið fyrir á rokkminjasafninu í Keflavík. 30.11.2009 12:15
Óku tugi kílómetra til þess að handtaka ölvaðan mann Lögreglan á Selfossi handtók verulega ölvaðan mann aðfaranótt sunnudags en húsráðendur sumarbústaðs skammt frá Geysi í Haukadal höfðu skotið skjólhúsi yfir manninn þar sem hann hafði orðið viðskila við félaga sína. 30.11.2009 12:09
Flatskjá og fersku kjöti stolið af Svarta sauðinum Aðfaranótt fimmtudagsins var brotist inn í veitingastaðinn Svarta sauðinn í Þorlákshöfn. Þaðan var stolið 42” Philips flatskjá, skiptimynt, bjór og fersku kjöti. Þjófarnir komust inn á veitingastaðinn með því að spenna upp glugga. Málið er óupplýst en lögreglan leitar eftir vísbendingum. 30.11.2009 12:07
Fíladelfíusöfnuðurinn: Samkynhneigðir eru víst velkomnir Hvítasunnukirkja Fíladelfíu hefur sent frá sér tilkynningu vegna ásakanna tónlistarmannsins, Friðriks Ómars Hjörleifssonar, þar sem hann hélt því fram að samkynhneigðir væru ekki velkomnir í gospelkór safnaðarins. 30.11.2009 11:42
Barnaheill: Áhyggjur af fæðingarorlofsfrumvarpi Barnaheill, Save the Children, á Íslandi lýsa yfir áhyggjum vegna frumvarps til laga um skerðingu á hámarksgreiðslum úr fæðingarorlofssjóði og frestun á töku orlofsins um þrjú ár. Barnaheill telja að með boðaðri breytingu sé ekki einungis verið að skerða réttindi foreldra, heldur að vegið sé að þeim rétti barnsins að fá að njóta sem lengstrar umönnunar móður og föður á fyrsta ári ævi þess. 30.11.2009 11:29
Rændu risaolíuskipi Sómalskir sjóræningjar hertóku í gær 300 þúsund tonna olíuskip sem var á leið frá Saudi-Arabíu til Bandaríkjanna með olíufarm. 30.11.2009 11:18
Óttast herferð gegn norsku laxeldi Sendiráð Noregs hafa verið sett í viðbragðsstöðu vegna samtaka sem hafa hafið herferð gegn norsku laxeldi. 30.11.2009 10:32
Demjanjuk fyrir rétt í dag Réttarhöld hefjast í þýsku borginni Munchen í dag yfir John Demjanjuk, sem ákærður er fyrir að hafa aðstoðað við morðin á 27 þúsund gyðingum í útrýmingarbúðum Nasista. Demjanjujk er 89 ára gamall og var hann framseldur frá Bandaríkjunum fyrr á þessu ári þar sem hann hefur búið frá stríðslokum. 30.11.2009 10:24