Erlent

Bandaríkjamenn hugsuðu fyrst og fremst um Saddam

Óli Tynes skrifar
Sir David Manning.
Sir David Manning. Mynd/Sky

Fyrrverandi ráðgjafi Tonys Blair í utanríkismálum segir að Bretar hafi lagt megináherslu á að afvopna Saddam Hussein með innrásinni í Írak. Bandaríkjamenn hafi hinsvegar lagt megináherslu á að skipta um ríkisstjórn í landinu.

Sir David Manning skýrði frá þessu í dag þegar hann bar vitni í í opinberri rannsókn á innrásinni sem nú stendur yfir í Bretlandi.

Manning sagði að stuðningur við innrás í Írak hefði fyrst og fremst verið til að finna gereyðingarvopn Saddams. Hann sagði að Blair hefði skrifað George Bush bréf til að vara hann við að fara út fyrir það verkefni.

Eins og í ljós hefur komið var engin sérstök ástæða til þess að afvopna Saddam Hussein því hann átti aldrei nein gereyðingarvopn. Bandaríkjamenn náðu hinsvegar því markmiði sínu að skipta um ríkisstjórn í Írak.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×