Innlent

Óku út af í Víkurskarði

Tvær ungar konur komust í hann krappan í gærkvöldi, þegar bíll þeirra snerist í hálku og rann aftur á bak út af veginum í Víkurskarði, á milli Akureyrar og Húsavíkur, og hafnaði þar í skafli. Bíllinn sökk í skaflinn þannig að þær komust ekki út úr honum. Þær hringdu í lögregluna á Akureyri sem kom þeim til hjálpar og náði bílnum upp. Konurnar sakaði ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×