Konur heilbrigðari en karlar 1. desember 2009 07:00 Rúnar Vilhjálmsson segir forvarnir mikilvægar á krepputímum því rannsóknir sýni að hætta sé á að fólk lifi óheilsusamlegra lífi á krepputímum. Fréttablaðið/Stefán. Þeir sem meira eru menntaðir eru líklegri til að finna sér heilsusamlegri lífsstíl en þeir sem minni menntun hafa og konur lifa almennt heilsusamlegra lífi en karlar. Þetta kemur fram í greiningu Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sem hann byggir á umfangsmiklum könnunum sem gerðar voru á heilsufari Íslendinga á árunum 2006 til 2007. „Ég ákvað að skoða svokallaða lífsstílsþætti sem hefð hefur verið fyrir að tengja heilsufari síðan gerðar voru viðamiklar rannsóknir í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum þar sem sýnt var fram á að tengsl eru á milli heilsusamlegs lífsstíls og heilbrigðis.“ Lífsstílsþættirnir sem kannaðir voru hjá fólki voru eftirfarandi, líkamsþyngd, hvort fólk borðaði aukabita á milli mála, hvort það borðaði morgunmat, hversu lengi fólk svaf á næturnar, hvort það hreyfði sig, hvort það reykti og hversu mikið það drakk af áfengi í viku að jafnaði. Í stuttu máli sagt eru gefin stig fyrir það þegar fólk svarar á þá lund sem heilsusamlegt þykir, stig fæst til dæmis fyrir að reykja ekki, vera í kjörþyngd, drekka í hófi og svo framvegis. Meðal þess sem kom í ljós þegar Rúnar fór að kanna lífsstíl Íslendinga er að flestir lifa frekar heilbrigðu lífi, fá stig fyrir að minnsta kosti einhverja af þáttunum. Annað sem kom í ljós var að það voru ekki sérlega sterk tengsl á milli þáttanna, það er að segja að þó að fólk stundaði óhollustu af einhverju tagi þá fékk það kannski stig fyrir aðra lífsstílsþætti. „Það voru margir í blönduðum lífsstíl, hvorki mjög óhollum né mjög hollum,“ segir Rúnar. Töluverður munur kom þó á daginn þegar rýnt var í niðurstöðurnar. „Eftir því sem fólk verður eldra borðar það til dæmis frekar morgunmat. Eldra fólki er hins vegar hættara við að vera yfir kjörþyngd.“ Þegar einstakir hópar voru skoðaðir betur kemur í ljós að þeir sem eru meira menntaðir lifa almennt hollara lífi en þeir sem minna menntaðir eru. Einnig lifa konur heilbrigðara lífi en karlar að meðaltali. Tekjur og búseta skiptu líka máli, þótt tengslin væru ekki jafn afgerandi. Þeir tekjuhærri lifðu heilsusamlegra lífi en þeir tekjulægri og íbúar höfuðborgarsvæðisins að einhverju leyti líka. Rúnar segir ávinninginn af heilsusamlegum lífsstíl augljósan og þessar niðurstöður gefi vísbendingu um gott almennt heilsufar Íslendinga. Hins vegar hafi erlendar rannsóknir sýnt að efnahagslegar þrengingar hafi neikvæð áhrif á lífsstíl og því sé full ástæða fyrir stjórnvöld að sinna vel forvarnarstarfi og heilsueflingarstarfi, það sé aldrei mikilvægara en á krepputímum. sigridur@frettabladid.is Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Þeir sem meira eru menntaðir eru líklegri til að finna sér heilsusamlegri lífsstíl en þeir sem minni menntun hafa og konur lifa almennt heilsusamlegra lífi en karlar. Þetta kemur fram í greiningu Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, sem hann byggir á umfangsmiklum könnunum sem gerðar voru á heilsufari Íslendinga á árunum 2006 til 2007. „Ég ákvað að skoða svokallaða lífsstílsþætti sem hefð hefur verið fyrir að tengja heilsufari síðan gerðar voru viðamiklar rannsóknir í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum þar sem sýnt var fram á að tengsl eru á milli heilsusamlegs lífsstíls og heilbrigðis.“ Lífsstílsþættirnir sem kannaðir voru hjá fólki voru eftirfarandi, líkamsþyngd, hvort fólk borðaði aukabita á milli mála, hvort það borðaði morgunmat, hversu lengi fólk svaf á næturnar, hvort það hreyfði sig, hvort það reykti og hversu mikið það drakk af áfengi í viku að jafnaði. Í stuttu máli sagt eru gefin stig fyrir það þegar fólk svarar á þá lund sem heilsusamlegt þykir, stig fæst til dæmis fyrir að reykja ekki, vera í kjörþyngd, drekka í hófi og svo framvegis. Meðal þess sem kom í ljós þegar Rúnar fór að kanna lífsstíl Íslendinga er að flestir lifa frekar heilbrigðu lífi, fá stig fyrir að minnsta kosti einhverja af þáttunum. Annað sem kom í ljós var að það voru ekki sérlega sterk tengsl á milli þáttanna, það er að segja að þó að fólk stundaði óhollustu af einhverju tagi þá fékk það kannski stig fyrir aðra lífsstílsþætti. „Það voru margir í blönduðum lífsstíl, hvorki mjög óhollum né mjög hollum,“ segir Rúnar. Töluverður munur kom þó á daginn þegar rýnt var í niðurstöðurnar. „Eftir því sem fólk verður eldra borðar það til dæmis frekar morgunmat. Eldra fólki er hins vegar hættara við að vera yfir kjörþyngd.“ Þegar einstakir hópar voru skoðaðir betur kemur í ljós að þeir sem eru meira menntaðir lifa almennt hollara lífi en þeir sem minna menntaðir eru. Einnig lifa konur heilbrigðara lífi en karlar að meðaltali. Tekjur og búseta skiptu líka máli, þótt tengslin væru ekki jafn afgerandi. Þeir tekjuhærri lifðu heilsusamlegra lífi en þeir tekjulægri og íbúar höfuðborgarsvæðisins að einhverju leyti líka. Rúnar segir ávinninginn af heilsusamlegum lífsstíl augljósan og þessar niðurstöður gefi vísbendingu um gott almennt heilsufar Íslendinga. Hins vegar hafi erlendar rannsóknir sýnt að efnahagslegar þrengingar hafi neikvæð áhrif á lífsstíl og því sé full ástæða fyrir stjórnvöld að sinna vel forvarnarstarfi og heilsueflingarstarfi, það sé aldrei mikilvægara en á krepputímum. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira