Erlent

Fjölgi um 30 þúsund í Afganistan

Um 68 þúsund bandarískir hermenn eru nú þegar staddir í Afganistan. Ef Obama fjölgar þeim um 30 þúsund verða um 130 þúsund manns í fjölþjóðahernum.
Um 68 þúsund bandarískir hermenn eru nú þegar staddir í Afganistan. Ef Obama fjölgar þeim um 30 þúsund verða um 130 þúsund manns í fjölþjóðahernum.
Talið er líklegt að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, muni senda um 30 þúsund hermenn til viðbótar til Afganistan í baráttunni við Talibana.

Obama á að hafa tjáð háttsettum mönnum innan hersins þetta á sunnudaginn en mun, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, kynna þetta opinberlega í sjónvarpsávarpi í dag.

Forsetinn mun hafa upplýst leiðtoga Bretlands, Frakklands og Rússlands um ákvörðun sína í gær. Ef hugmynd Obama um að fjölga hermönnunum gengur eftir verða Bandaríkjamenn komnir með tæplega 100 þúsund hermenn þar í landi. Aðrar þjóðir hafa um 30 þúsund hermenn þar.

Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að Bretar myndu fjölga hermönnum í Afganistan um fimm hundruð.

Í síðustu viku sagðist Obama ætla „að klára verkið“ í Afganistan. Talsmenn Hvíta hússins sögðu Obama hafa verið að beina orðum sínum til bandamanna Bandaríkjanna í Afganistan, þar á meðal Ítala, Breta, Frakka og Rússa.- kh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×