Fleiri fréttir

Fjórar nýjar ráðherranefndir

Fjórar ráðherranefndir munu starfa innan forsætisráðuneytisins eftir endurskipulagningu innan stjórnkerfisins sem nú stendur yfir. Stofnaðar verða ráðherranefndir um efnahagsmál og ríkisfjármál til viðbótar við ráðherranefndir um Evrópu- og jafnréttismál sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag.

Lætur pólsku lögregluna vita

Vararæðismaður Póllands bíður nú eftir að fá lista frá íslensku lögreglunni með nöfnum pólsku mannanna sem hafa verið handteknir á síðustu vikum á Íslandi. Þeir eru grunaðir um fjölmörg innbrot á og í kringum höfuðborgarsvæðið.

Óttast fjárhagsvanda hjá seðlabankafólki

Seðlabankinn segir að verði laun yfirmanna lækkuð niður fyrir laun ráðherra og sú lækkun látin ganga niður launastigann geti starfsmenn fjármálastofnana ríkisins lent í fjárhagserfiðleikum með óheppilegum afleiðingum.

Óttast um börnin og berst gegn GSM-sendi

Íbúi í Grindavík hefur kært til bæjaryfirvalda uppsetningu á átján metra háum GSM-sendi í tuttugu metra fjarlægð frá húsi hans. Byrjað var að reisa sendinn áður en hann var grenndarkynntur, en eftir kæru Guðmundar Sverris Ólafssonar er það ferli hafið. Guðmundur safnar nú undirskriftum gegn sendinum.

Ræða lán og styrki frá ESB

Íslenskir embættismenn eiga í viðræðum við Evrópusambandið um efnahagslegan stuðning sambandsins við Ísland. Frumkvæðið kom frá ESB í október, skömmu eftir bankahrunið.

Á Grundarfirði en ekki á Kýpur

Meintur svikahrappur, Sveinn Friðfinnsson, sem hefur verið í fréttum í dag vegna svikamyllu sem hann er talinn vera á bak við í Svíþjóð hefur að undanförnu dvalið á Grundarfirði þar sem hann er fæddur og á fjjölskyldu. Hann er sagður aka um á glæsilegum bílum og hann hafi verið með lífverði þegar hann var í heimabænum í vor.

Heilsusjúkrahús á Ásbrú: Óska eftir 2 milljónum evra

Stofnað hefur verið félagið Iceland Health sem mun bjóða upp á sérhæfða heilbrigðisþjónustu og heilsutengda ferðaþjónustu á Íslandi fyrir fólk frá öðrum löndum. Starfsemin verður í húsnæði á Ásbrú sem áður hýsti spítala Varnarliðsins á Keflavíkurvelli og nálægum byggingum.

„Við skríðum ekki heim og leggjumst undir sæng"

„Menn mega kalla þetta hvað sem þeir vilja, svona er veruleikinn í dag og það er ekkert leyndarmál," segir Björn Þorri Viktorsson lögmaður og fasteignasali sem sagður var stunda kennitöluflakk í kvöldfréttum Rúv. Björn Þorri rekur tvær lögmannstofur og tvær fasteignasölur við annan mann. Nýlega var skipt um kennitölur á þessum fyrirtækjum sem skulda umtalsvert fé.

Ókannað skilaboð Buffets hefði getað breytt sögunni

Skilaboð á talhólfi hefði getað bjargað Lehman Brothers frá falli, ef aðeins milljarðamæringurinn Warren Buffet hefði kunnað að hlusta á talhólfið sitt. Buffet hefur upplýst að Barclays bankinn hafi haft samband við sig í upphafi fjármálakreppunnar í september á síðasta ári, og falast eftir því að hann leggði fram tryggingar vegna tilboðs bankans um kaup á Lehman.

Ólétt kona með amfetamín í niðursuðudósum

Síðastliðið laugardagskvöld stöðvaði tollgæsla í Flugstöð Leifs Eiríkssonar konu við komu frá Kaupmannahöfn. Konan, sem er um þrítugt frá Litháen, reyndist vera með um 850 grömm af ætluðu amfetamíni í niðursuðudósum. Konan, sem er barnshafandi, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 25.september.

Segir starfsleyfi frá Persónuvernd hafa skort

Ríkisskattstjóri segir að IT Ráðgjafar og hugbúnaðarþjónusta hafi ekki haft starfsleyfi frá Persónuvernd þegar samningur var gerður um miðlun upplýsinga úr hlutafélagaskrá. Samningurinn var gerður í trausti þess að slíkt leyfi lægi fyrir áður en niðurhal og notkun upplýsinga hæfist. Þegar í ljós kom að svo var ekki var lokað fyrir aðgang hlutaðeigandi.

Ríkisstjórnin vill eitthvað annað en álver á Bakka

Tveimur vikum áður en viljayfirlýsing um álver við Húsavík rennur út kveðst ríkisstjórnin ætla að horfa til fleiri kosta. Sveitarstjórn Norðurþings bókaði hins vegar í gærkvöldi að aðrir raunhæfir kostir hefðu ekki litið dagsins ljós og vill framlengja verkefnið með Alcoa.

Samningar að nást um raforkusölu frá Búðarhálsi

Gengið verður frá samningum um sölu raforku Búðarhálsvirkjunar til álversins í Straumsvík á næstu dögum. Forstjóri Landsvirkjunar gerir ráð fyrir að virkjanaframkvæmdir fari á fullt næsta sumar en segir að menn verði að vera opnir fyrir öllum möguleikum til fjármögnunar.

Íslenski svikahrappurinn í Svíþjóð var með handrukkara á hælunum

Íslenskur maður á fimmtugsaldri er talinn hafa staðið fyrir umfangsmiklum pýramídasvindli í Svíþjóð. Sænska fjármálaeftirlitið telur að svindlið nemi milljörðum íslenskra króna. Svikaslóð mannsins teygir sig mörg ár aftur í tímann og til margra landa.

Margfalt fleiri kannabisverksmiðjur upprættar

Lögreglan hefur upprætt margfalt fleiri kannabisverksmiðjur í ár en mörg ár á undan. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Ríkislögrelgustjóra hefur lögreglan lagt hald á 9544 kannabisplöntur það sem af er árinu 2009. Allt árið í fyrra var lagt hald á 893 plöntur. Að meðaltali lagði lögreglan hald á um 1240 kannabisplöntur á árunum 2002 - 2007.

Traust á Jóhönnu hefur snarminnkað á hálfu ári

Fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon nýtur mests trausts hjá Íslendingum samkvæmt nýrri könnun frá MMR en hann mældist með 37,7 %. Næst kemur Jóhanna Sigurðardóttir með 36% en athygli vekur að 58,5% prósent Íslendinga sögðust bera mikið traust til hennar í febrúar síðastliðnum. Því er ljóst að traust á henni hefur snarminnkað eða um 22 prósent á hálfu ári.

Múslimskt bænaherbergi vekur athygli í Tyrklandi

Háskóli Íslands hefur opnað bænaherbergi þannig að múslimar í Háskólanum geta beðið yfir daginn. Það voru nemar í finnsku sem óskuðu eftir formlega eftir því að slíkt herbergi væri til taks fyrir múslima. Það var svo samþykkt af yfirstjórn skólans.

Rjúpnaveiðitímabilið hefst 27. október

Tveimur helgum verður bætt við rjúpnaveiðitímabilið í ár en á móti kemur að veiðihelgar verða styttar úr fjórum dögum í þrjá. Því verða veiðidagar átján eins og í fyrra. Nú verður veiði heimil á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og tímabilið hefst frá og með 27. október og stendur til og með 6. desember, samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra.

Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu

Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir.

Slasaðist í sturtuklefa

Sjúkrabílar voru kallaðir að Laugardalslaug fyrr í dag en kona mun hafa hrasað í sturtuklefanum og dottið.

Sóley staðin að ólöglegum veiðum

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif stóð í gær togbátinn Sóleyju SH-124 að meintum ólöglegum togveiðum undan Barða milli Önundar- og Dýrafjarðar.

30 tonna trébátur sökk í morgun

Tæplega 30 tonna trébátur, Skátinn GK 82, sökk við slippsbryggjuna á Akranesi á tíunda tímanum í morgun en báturinn hafði legið við bryggjuna í um viku.

Sjö mánaða fangelsi fyrir innbrot í Kópavogsnesti

Þrítugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í sjö mánaða langt fangelsi fyrir að hafa þann 25. september í fyrra brotist, í félagi við 26 ára gamla stúlku, inn í Kópavogsnesti á Nýbýlavegi. Þaðan stálu þau sjóðsvél sem hafði að geyma að minnsta kosti 25. þúsund krónur í reiðufé. Jafnframt stal parið 6 vindlingalengjum.

Nígerísk fjársvik auglýst í Morgunblaðinu

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans hefur varað við atvinnuauglýsingum sem birtust í Morgunblaðinu dagana 19. og 29. ágúst og 8. september, undir yfirskriftinni „Job opportunity".

Vilja bráðabirgðafangelsi í Bitru

Fangelsismálayfirvöld vilja helst leigja húsnæðið Bitru sem er í grennd við Selfoss undir nýtt bráðabirgðafangelsi, samkvæmt heimildum Vísis. Húsið Bitra var á sínum tíma notað sem kvennafangelsi en síðustu ár hefur verið rekið þar gistiheimili. Páll Winkel fangelsismálastjóri vildi í samtali við Vísi ekkert láta hafa eftir sér um málið annað en það að fangelsið þyrfti að geta hýst 10 - 20 fanga og uppfylla ákveðin skilyrði sem væru gerð til fangelsa.

Óánægja með skipan ferjumála

Bæði Vestmannaeyingar og Vestfirðingar eru óhressir með skipan ferjumála þessa dagana. Engin ferja leysir Baldur af hólmi á meðan hann sinnir siglingum fyrir Herjólf, sem er í slipp, og Eyjamenn segja Baldur allt of lítinn í verkefnið.

Húsvíkingar vilja framlengja viljayfirlýsingu við Alcoa

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á löngum fundi í gærkvöldi með öllum atkvæðum gegn einu að stefna að því að framlengja viljayfirlýsingu við Alcoa um álver við Húsavík. Nú þegar aðeins tvær vikur eru þar til viljayfirlýsingin rennur út hafa engin skýr svör borist frá ríkisstjórninni um hvað hún vilji gera og ráðherrar hafa enn ekki orðið við bón sveitarfélagsins um fund um málið.

Arnkötludalur álíka stytting og Hvalfjarðargöng

Vestfirðingar bíða þess nú spenntir að geta ekið samfellt á malbiki milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Lagning bundins slitlags á nýja veginn um Arnkötludal er ríflega hálfnuð og vonast verktakinn til að verkinu ljúki á næstu átta til níu dögum.

Dæmd fyrir að nefbrjóta kynsystur sína

Tæplega þrítug kona var dæmd í þrjátíu daga fangelsi fyrir að kýla og skalla kynsystur sína í andlitið á veitingastaðnum Apótekinu í janúar síðastliðnum. Fórnalamb konunnar nefbrotnaði í árásinni.

Barroso endurkjörinn

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso var í dag endurkjörinn í embætti til fimm ára. Hann hefur gegnt stöðunni síðastliðin fimm ár og Evrópuþingið kaus hann til áframhaldandi setu með nokkrum meirihluta. 736 þingmenn eru á Evrópuþinginu og hlaut Barroso 382 atkvæði. 219 voru andsnúnir því að Barroso yrði endurkjörinn og restin sat hjá eða mætti ekki til atkvæðagreiðslu.

Hótaði lögreglumanni lífláti

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hóta lögreglumanni lífláti í fangaklefa á lögreglustöðinni á Egilsstöðum þann 12 desember síðastliðinn. Lögreglumaðurinn hafði afskipti af manninum vegna skyldustarfa þegar honum var hótað. Maðurinn hafði verið tekinn fyrir ölvunarakstur fyrr um kvöldið en áfengismagn í blóði hans var 2,23‰ þegar hann var tekinn.

Málarar enn á ferð hjá Wernersbræðrum

Rauðri málningu var í nótt skvett á íbúðarhús Karls Wernerssonar athafnamanns, á horni Engihlíðar og Eskihlíðar. Bróðir hans, Steingrímur, varð einnig fyrir barðinu á hinum óprúttnu vörgum sem þöktu heilan vegg á húsi hans með rauðri málningu.

Eyjamenn óhressir með Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur, sem leysir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf af hólmi á meðan hún er í slipp, fór frá Eyjum í morgun samkvæmt áætlun, en Baldur fór enga ferð í gær og aðeins fyrri ferðina í fyrradag.

Með heimatilbúna sprengju í bílnum

Lögreglubíll í bænum Haderslev á Jótlandi ók í nótt fram á fertugan mann sem sat í kyrrstæðum bíl og sýslaði við eitthvað.

Ný lög um tónlistarstuld í Frakklandi

Frakkar skera nú upp herör gegn ólöglegu niðurhali tónlistar á Netinu og hafa samþykkt lög sem heimila háar sektir og jafnvel fangelsisdóma, gerist netnotendur sekir um brot á höfundarrétti með ólöglegri dreifingu eða öflun á tónlist, jafnt sem kvikmyndum.

Hatoyama tekur við völdum

Japanska þingið útnefndi Yukio Hatoyama næsta forsætisráðherra landsins í morgun, eins og gert hafði verið ráð fyrir.

Sagan endalausa

Fangelsismál í landinu eru í ólestri sökum fjárskorts og plássleysis. Á annan tug nefnda og starfshópa hafa unnið að úrlausn í nær fimmtíu ár. Nýtt fangelsi er enn óbyggt.

Staðinn að meintum ólöglegum veiðum

Áhöfnin á nýju Landhelgisgæsluvélinni TF-SIF stóð togbát að meintum ólöglegum veiðum út af Önundarfirði á Vestfjörðum í gærkvöldi og var skipstjóranum gert að sigla til Grundarfjarðar.

Sjá næstu 50 fréttir